Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Page 2

Bæjarins besta - 22.08.2001, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 LEIÐARI Holur hljómur Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Selma Rut Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími 456 8269. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is• Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is og Albertína Elíasdóttir, sími 691 4256, netfang: albertina@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. Sigurður Hjartarson, trillu- karl í Bolungarvík, sagði sínar farir ekki sléttar í samtali við blaðið í síðustu viku. Sigurður var fyrir skömmu boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Ísafirði, grunaður um að hafa annast ólöglega farþegaflutn- inga út í Vigur á Ísafjarðar- djúpi á báti sínum, Sjófugli ÍS. Hann segir að þann tiltekna dag þegar hann átti að hafa framið afbrotið hafi báturinn legið bundinn við bryggju í Bolungarvík, „traustlega bundinn, meira segja með fjór- um endum. En það var engin miskunn, ég varð að fara í skýrslutöku inni á Ísafirði.“ Sigurður segir að lögreglan hafi sagt að kæran hafi borist „í gegnum Vesturferðir“ á Ísa- firði. Forstöðumaður ferða- skrifstofunnar kannaðist hins vegar ekki við neitt þegar Sig- urður spurðist þar fyrir um þetta mál, segir hann. Sigurð- ur segir að við nánari eftir- grennslan hafi síðan komið í ljós, að Jónas bóndi í Æðey hafi þennan tiltekna dag farið frá Ísafirði og inn í Æðey á báti sínum, Sæfugli ÍS, og komið við í Vigur. Þar með hafi sakamál þetta verið talið upplýst. Hér hafi verið ruglast á Sæfugli í Æðey og Sjófugli í Bolungarvík. Segir Sigurður að lögreglan hafi beðið hann afsökunar fyrir sitt leyti og sagt að „svo virtist“ sem mis- skilningur hefði átt sér stað. Hins vegar segir Sigurður Hjartarson, að „talsverð kæru- gleði“ virðist ríkjandi í þessari grein ferðaþjónustunnar við Ísafjarðardjúp. Sumir trillu- karlar hafi það jafnvel á til- finningunni að þeir megi ekki hreyfa sig úr höfn með fjöl- skyldu sína án þess að grannt sé fylgst með. Sigurður segist einungis hafa farið eina ferð með farþega á báti sínum á þessu sumri en það hafi verið á allt öðrum tíma en þegar hin kærða ferð var farin. Farþegi hans í þessari einu ferð var eiginkona hans og ferðinni lýsir hann svo: „Við byrjuðum reyndar á því að fara inn í Vigur og drekka kaffi. Svo fórum við í Grunnavík og drukkum kaffi hjá Frigga löggu og kjöftuðum við hann. Loks fórum við á kjötsúpuhátíð á Hesteyri og sváfum svo í bátnum þar á legunni um nóttina en fórum aftur heim morguninn eftir. Við vorum sannanlega bara tvö“, segir Sigurður. Svo virðist sem Sigurður trillukarl Hjartarson í Bolung- arvík gæti þess að allt sé „sannanlegt“ hvað viðkemur ferðum hans á bátnum. Enda líklega eins gott samkvæmt framansögðu. Þess má geta, að bátsnafnið Sjófugl er gamalkunnugt hér vestra. Sigurður Hjartarson er af hinni þekktu Stapaætt, son- ur Hjartar heitins stapa á Ísa- firði Bjarnasonar. Langafi Sig- urðar, Kristján sterki í Stapa- dal við Arnarfjörð, var á sínum tíma skipstjóri Sjófugli sem gerður var út frá Flateyri. Kærugleði ríkjandi í ferðaþjónustunni á Ísafjarðardjúpi? Trillukarl tekinn í yfirheyrslu hjá lögreglu „vegna misskilnings“ Sjávarútvegsráðherra situr fastur við sinn keip. Ráðherrann virðist litlu skipta sú ógn sem steðjar að sjávarplássum víðs vegar um landið með fyrirhugaðri kvótasetningu á smábáta. Ráðherrann og fylgisveinar hans láta ítrekaðar niðurstöður skoðanakannana, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar telur trillukarla eiga njóta sérstöðu og nálægðar við fiskimið, sem vind um eyrun þjóta. Hverra hagsmuna eru þessir menn að gæta? Stórútgerðarmenn þykjast hundóánægðir. Trillukarlar margir hverjir gráti næst. Margir fyrrum í stéttinni kætast þó nú yfir seljanlegum kvóta út á trilluhornið, sem þeir seldu fyrir margt löngu. Eins til tveggja alvörujeppa andvirði að gjöf frá Alþingi Íslendinga, beint í vasann, er ekki amalegt þegar við blasir nýtt met í gjald- þrotasögu íslenskra fyrirtækja og einstaklinga. Diplóið kann sitt fag. Útlendir ráðherrar mæra íslenska kollega með yfirlýsingum um þrekvirki í íslenskri fiskveiðistjórnun á meðan bolvískir trillukarlar segjast fara beint á hausinn fyrir tilverknað afreksmannanna. (Enda vita þeir bolvísku betur en þeir útlensku um hvað málið snýst). Varla er lofsöngurinn um friðunaraðgerðir kvótaáranna sem getið hafa af sér stöðugt minnkandi fiskistofna? Varla er aðdáunin tilkomin út af margföldun skulda sjávarútvegsins undir kvótakerfi? Byggist hrifningin kannski á því, að eftir að hafa gefið fáeinum einstaklingum og fyrirtækjum ávísun á óveiddan fisk úti fyrir ströndum landsins, ígildi milljarða króna, þá vinni stjórnvöld áfram markvisst að því að koma sjávarútvegi á Íslandi endanlega í hendur örfárra aðila? Og, að Íslendingar, einir þjóða, stefni að því að útrýma vist- vænustu veiðiaðferðinni, krókaveiðum, til þess eins að þóknast stórútgerðinni, sem vitað er að fær aldrei nóg? Og telur þá ekki þótt nokkur sjávarþorp fari í eyði. Fjórir af fimm þingmönnum Vestfirðinga funduðu nýverið um málefni smábátaeigenda og yfirvofandi kvótasetningu 1. sept. nk. Hvort heldur var að væntingar væru uppi fyrir fundinn eða ekki, eru vonbrigðin með hann mikil. Segja má að það eina sem þingmennirnir voru sammála um hafi verið að vera ósammála um leiðir í þessu gífurlega hagsmunamáli vestfirskra byggða. Að ætla að Vestfirðingum sé huggun í því að „þingmennirnir hafi verulegar áhyggjur“ af því sem fram undan er, ber þess ekki vitni að þessum fulltrúum okkar á Alþingi hafi verið kappsmál að ljúka fundinum á þann veg, að ekki yrði efast um afstöðu Vestfirðinga. Holur hljómur fortíðarergelsis þingmannanna hvers í annars garð gagnast okkur ekki. Þingmennirnir féllu á prófinu. Þeir höfðu ekki metnað til að komast frá þessu máli með bravör. s.h. Ragnar Freyr Vestfjörð Gunnarsson. Súðavík Pilturinn sem lést Pilturinn sem lést þeg- ar bíll valt út af þjóðveg- inum í Súðavík laust fyrir kl. sjö að morgni sunnu- dags, hét Ragnar Freyr Vestfjörð Gunnarsson og var til heimilis á Holta- götu 11, Súðavík. Bifreiðin, sem piltur- inn var farþegi í, valt yfir stórgrýtta brimvörn og ofan í fjöru þar sem hún stöðvaðist á réttum kili í sjónum. Pilturinn var sof- andi í aftursæti en kast- aðist út úr bílnum við slysið og lenti undir hon- um. Hann er talinn hafa látist samstundis. Ökumaður bifreiðar- innar og stúlka sem einn- ig var farþegi voru flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar en meiðsli þeirra eru talin minniháttar. Þau voru bæði í bílbeltum. Miklar skemmdir urðu á bílnum. Lögreglan á Ísafirði sagði ungmennin hafa verið á leiðinni í gegnum Súða- vík til norðurs. Þau höfðu ekið í gegnum Nýju- Súðavík og rétt yfir Eyr- ardalsá, þar sem bíllinn fór út af veginum í vægri aflíðandi beygju. Sagði lögregla að ekkert benti til að um hraðakstur eða glannaskap hafi verið að ræða. Vélsmiðjan Mjölnir hf. í Bolungarvík byggir sandblástursklefa Sérkennilegur arkitektúr Vélsmiðjan Mjölnir hf. er að reisa sérkennilegan sand- blástursklefa á lóð sinni í Bol- ungarvík. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar hjá Mjölni er ætlunin að geta tekið smærri báta inn í klefann, sandblásið járnhluta, borið á keramikefni og jafnvel öxul- dregið bátana. „Við erum komnir með um- boð fyrir keramikefni sem gott er að nota á bátaskrúfur. Efnið kemur í veg fyrir tæringu og gróðurmyndun og slitfletir verða miklu sterkari. Við erum með tvo menn í því að gera við plastbáta og sjáum fram á að hafa nokkuð mikið að gera í þessu í vetur“, segir Magnús. Klefinn samanstendur nú af fjórum gámum og nokkrum járnsperrum ofan á þeim. Ef leyfi fæst frá skipulagsyfir- völdum verða sperrurnar klæddar með tiltæku timbri og járni. „Ef hægt er að loka klefanum höldum við öllum sandinum inni og komum í veg fyrir mengun“, segir Magnús. Magnús Ólafs Hansson og sandblástursklefinn í smíðum. Reykjanes Fallið frá kaupum enn og aftur Farsinn í kringum sölu- tilraunir ríkisins á húseign- um sínum í Reykjanesi við Djúp heldur áfram. Sömu hlutirnir gerast aftur og aft- ur – samningar takast eftir langa mæðu og mikið þóf og allt gengur upp, allt er frágengið og klappað og klárt – en svo klikkar alltaf allt. Að þessu sinni hefur fyrirtækið Traust ehf. fallið frá kaupum. Að sögn Guð- mundar Í. Guðmundsson- ar, yfirlögfræðings Ríkis- kaupa, gat fyrirtækið ekki staðið við greiðslur. „Við erum að skoða hvort við tökum næsthæsta tilboði upp á 18 milljónir eða hvað. Hlutirnir ættu að skýrast eftir2-3 vikur“, sagði Guðmundur. 34.PM5 19.4.2017, 09:402

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.