Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.08.2001, Síða 5

Bæjarins besta - 22.08.2001, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 5 smáar að það sé of hlýtt heldur en kalt. Á veturna hugsa ég oft til vina minna heima í kuld- anum á Íslandi á meðan ég er úti að leika mér í sólinni á stuttbuxum og bol allan daginn. Það er bara á kvöldin sem ég fer í síðbuxur, svona fyrir kurteisissakir.“ Tælenskan og maturinn „Ég er að rembast við að læra tælenskuna en hún er mjög erfið. Ég kann fullt af orðum og kann að beita einhverjum tónum. Það er hins vegar erfiðara að setja þetta saman í setningar og að heyra það sem Tælend- ingarnir eru að segja, því að þeir tala í tónum. Matur Tælendinga er mjög góður en maður verður auðvitað að fá sinn vestræna mat öðru hvoru. Sterka matinn þeirra er ég reyndar ennþá að melta, maður situr með loga út úr munninum eftir hann. Ferski maturinn þeirra er hins vegar alveg meiriháttar, ódýr, góður og fitusnauður.“ Lifir drauminn „Menn vilja meina að ég eigi eftir að setjast að þarna en ég þori ekki alveg að segja til um það. Mig langar allavega að vera þarna næsta vetur og næsta ár líka en koma heim í millitíðinni og kenna golf. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort ég festist þarna. Ég hef reyndar verið að gæla við þá hugmynd, ef það gengur vel úti í vetur, að taka þátt í úrtökumóti fyrir Asíumót atvinnumanna eða Asíu-PGA, eins og ég má sem atvinnumaður. Það er aldrei að vita nema að mað- ur eigi góðan hring og ég væri í góðum málum með skírteini upp á PGA í Asíu. En það þarf að eiga pening og hafa sponsora til að halda manni uppi í gegnum móta- röðina. Það lítur út eins og að íslensk fyrirtæki séu ekki nógu sterk til að halda slíku uppi. Það var stofnað hluta- félag í kringum Birgi Leif og honum gengur svona upp og niður. En ég ætla nú að byrja og ætla að sjá hvernig gengur áður en ég fer að hugsa of mikið út í þetta. Mér gengur ágætlega úti. Ég lifi á því sem ég vinn mér inn með kennslu en þetta fer auðvitað eftir því á hvernig standard ég vil lifa. Ef ég vil lifa eins og Tæ- lendingarnir, þá á ég fullt afgangs. Ef ég lifi eins og ég myndi lifa á Íslandi, þá er ég mjög vel settur. En svo gæti ég auðvitað lifað eins og konungur en þá væri ég að eyða öllu og það er ekki sniðugt. Ég leigi einbýlishús í Tælandi á ca. 12.000 krónur á mánuði. Svo er ég með ráðskonu sem þrífur annan hvern dag og þvær þvottinn og straujar. Ég er að borga henni 4.000 krónur á mánuði sem er helmingi meira en hún setti upp. Mér fannst ég ekki geta annað, slíkur er munurinn á lífinu þar og á Íslandi.“ Framtíðin „Það sem ég stend frammi fyrir núna í náinni framtíð er að ákveða hvort ég vilji vera áfram úti í Tælandi og kaupa hús þar, eða hvort ég vilji snúa heim til Íslands. Ég veit bara að ég ætla að spila golf áfram, hvar sem það verður. Draumurinn er auðvitað að vera úti en það verður bara að koma í ljós. Ég er í Reykjavík núna og ég er ekkert of hrifinn af því. Veðrið er líka búið að vera leiðinlegt fyrir sunnan í sumar. Svo skrepp ég til Ísafjarðar og þar er sól og blíða. Ég þyrfti að finna sam- bland af Ísafirði og Tælandi. Þar yrði ég ánægður“, sagði Auðunn Einarsson. Stuttu eftir að þetta viðtal var tekið tók Auðunn þátt í meistaramótinu í Golfklúbbi Oddfellowa. Hann lenti þar í öðru sæti á 307 höggum, einu höggi á eftir fyrsta manni. LIÐVEISLA Það vantar dugandi einstaklinga, 16 ára og eldri í liðveiðslu á vegum Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæj- ar. Hafi þú áhuga á mannlegum samskipt- um og að sinna afar gefandi verkefni er liðveisluhlutverkið starf fyrir þig. Umsóknareyðublöð og nánari upplýs- ingar veitir Snjólaug á Skóla-og fjöl- skylduskrifstofu, 4. hæð í Stjórnsýslu- húsinu eða í síma 450 8001. Gerist áskrifendur í síma 456 4560 Séð eftir Sólgötunni og inn að hringtorginu. Gangbrautin liggur yfir götuna rétt við aftur- endann á fólksbílnum. Vörubíllinn er að beygja inn á hringtorgið Tilhögun við nýja hringtorgið á Ísafirði Slysahætta á horn- inu við kirkjuna? Athygli blaðsins hefur verið vakin á umdeilanlegri tilhög- un við nýja hringtorgið á Ísa- firði. Áður voru gatnamót Sól- götu og Hafnarstrætis alveg við húsið Sólgötu 2 (rauða húsið með steintröppunum t.v. á myndinni) og Ísafjarðar- kirkju (Sólgötu 1). Þar var stöðvunarskylda þótt fæstir hafi reyndar farið eftir því. Nú er aftur á móti góður spölur frá gömlu gatnamótunum og út á hringtorgið og lengist Sólgatan sem því nemur. Hins vegar liggur gangstéttin enn á sama stað yfir Sólgötuna þótt gatan sem hún lá meðfram sé farin. Þetta virðist bjóða hættunni heim. Fjöldi krakka fer þessa leið í skólann, ýmist gangandi eða hlaupandi eða á reiðhjól- um. Ekki er lengur nein nauð- syn fyrir þá sem aka Sólgöt- una að huga að bílaumferð á gatnamótum sem nú eru horf- in og reyndar er stöðvunar- skyldumerkið horfið líka. Samkvæmt heimildum blaðs- ins verður ekki slíkt merki þarna framvegis. Þjóðleiðin úr Bolungarvík og áleiðis inn í Djúp liggur um Sólgötuna og hefði aksturinn um þessa litlu götu talist nógu hröð þótt umræddar breytingar nú hefðu ekki komið til. Nú halda bílar í gegnumakstri sínum fulla hraða áfram yfir gangbrautina á horninu við kirkjuna og alveg út að hringnum. Bílaleigubíllinn eftir veltuna í Mjóafirði. „Alltof algengt að ferðamenn velti bílum í lausamöl“ Enn ein bílveltan í Mjóafirði við Djúp – skaðlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu, að mati Umferðarráðs Ekki urðu mjög alvarleg slys á fólki í bílveltu sem varð í Mjóafirði milli Látra og Djúpmannabúðar síðdegis á fimmtudag í síðustu viku. Hér var um tvo erlenda ferðamenn á bílaleigubíl að ræða og mun ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í lausamöl. Ökumaðurinn handleggs- brotnaði og fingurbrotnaði en farþeginn mun hafa hlotið smávægilega höfuðáverka. Fréttir af útlendingum á bílaleigubílum sem lenda í lausamöl á ferð sinni um ís- lenska vegi og velta bílunum eru mjög algengar og hafa ekki síst verið áberandi í sum- ar. Að sögn Umferðarráðs hef- ur „sannarlega“ verið reynt að taka á þessu vandamáli á um það sem er sérstakt við akstur á íslenskum vegum. Þessi bæklingur er gefinn út á sjö tungumálum og er reynt að koma honum á framfæri við alla erlenda ökumenn hér á landi. Að mati lögreglu er alltof algengt að ferðamenn velti bíl- um sínum í lausamöl. „Þetta eru aðstæður sem útlendingar eru óvanir og þekkja ekki. Það skapast ekki nein reynsla fyrr en þeir lenda í þessu og þá er það of seint“, segir lögreglu- varðstjóri í Borgarnesi. Lög- regluvarðstjóri á Ísafirði sem blaðið ræddi við tók undir þetta. „Miklu máli skiptir að kom- ið verði í veg fyrir þessi slys, m.a. fyrir ferðaþjónustuna í landinu, því að þau skaða at- vinnugreinina án efa þegar til lengri tíma er litið“, sagði í orðsendingu frá Umferðarráði til Víkverja Morgunblaðsins í síðustu viku. Umferðarráð þakkar þar Víkverja fyrir að vekja athygli á þessu máli. undanförnum árum. Þar má nefna, að í ár hefur Umferðar- ráð í samstarfi við bílaleigur og fleiri aðila gefið út bækling Frá slysstað í Mjóafirði. Óska eftir að kaupa notað píanó eða passa píanó fyrir einhvern sem ekki hefur pláss fyrir það. Uppl. gefur Harpa í símum 456 3052 eða 868 6282. Vegna flutnings úr langi er til sölu Yamaha Virago 250 árg. 2000. Minna próf dugar. Upplýsingar í síma 694 8523. Tapast hafa húslyklar í eða við miðbæinn á Ísafirði. Finnandi visamlegast hafi samband í síma 456 3085 eða 868 4080. Tveir ættbókarfærðir pers- neskir kettir fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 456 4236. Til sölu er MMC Lancer, árg. 98, 4X4, station, ekinn 58 þús. km. Verð kr. 450 þús. stgr. Upplýsingar í síma 456 7123. Til sölu er ársgamall sjón- varpsskápur. Selst á ca. hálfvirði. Upplýsingar í síma 456 3496. Óska eftir þvottavél og sófasetti. Allt kemur til greina, ódýrt eða gefins. Á sama stað óskast fræsari. Uppl. í síma 456 3496. Óska eftir dagmömmu sem fyrst fyrir árs gamla stelpu. Uppl. í síma 456 3030. Til leigu er björt og rúmgóð kjallaraíbúð við Sundstræti á Ísafirði. Uppl. gefur Ást- valdur í síma 456 3797. Til sölu er MMC L-300, árg. 96, turbo dísel. Upplýs- ingar í síma 862 4279. Ég gleymdi sólgleraugun- um mínum við vörðuna uppi á Gleiðarhjalla, mánu- daginn 6. ágúst. Finnandi hringi í síma 691 4546. Húsgögn seljast ódýrt. Til sölu er 2ja sæta sófar og einn stóll ásamt tveimur sjónvarpsskápum og jafn- vel rúm án dýnu. Uppl. í síma 699 7693. Óska eftir notuðum gangi af 35" dekkjum eða stærri. Verða að passa á 16,5" felgur. Upplýsingar í síma 892 2194. Óska eftir vel með förnu sófasetti, helst hornsófa, fyrir lítinn pening eða gef- ins. Uppl. í síma 456 1308. Til sölu er Mazda 323, árg. 1987, 1500 GLX, ekinn 145 þús. km. Geislaspilari, sum- ar- og vetrardekk á felgum. Verð kr. 160 þús. Uppl. í síma 869 3114. Bráðvantar einbýlishús á Ísafirði eða Suðureyri um mánaðamótin. Öruggum greiðslum, skilvísi og góðri umgengni heitið. Uppl. í símum 853 2423 eða 694 3245 (Baldvin). Vegna flutnings er til sölu stór Electrolux ísskápur. Verð kr. 17 þús. Upplýs- ingar í síma 897 4236. Átt þú bílskúr sem þú mátt missa af í leigu í eitt ár. Ef svo er hafðu þá samband í síma 894 4767. Til sölu er barnakerra með skermi og svuntu. Uppl. í síma 456 3014. Til sölu er heilt bil í veiðar- færaskemmu að Sindra- götu 9 á Ísafirði. WC, heitt vatn og harðsteypa í gólfi. Uppl. í síma 456 3678. Til leigu er 2ja herb. íbúð með eldhúsi og sérinn- gangi. Upplýsingar í síma 456 3678. Til sölu eða leigu er 70m² kjallaraíbúð með sérinn- gangi í fjórbýlishúsi við Sundstræti. Uppl. í síma 456 3193 eða 896 3193. Ertu orðin(n) áskrifandi? 34.PM5 19.4.2017, 09:405

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.