Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 41

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 41
RHYS DAVIS: MANNLEGTEÐLI Þó að Catti væri ljóst, að Dan ökumaður væri henni fyllilega samboðinn, valdi hún þó að lokum Selwyn, sem var fisksali á litla markaðstorginu í sex mílna fjarlægð. Hún hafði, einu sinni, þegar hún var í æstu skapi, komizt að þeirri niðurstöðu, að granni líkaminn hennar, hörgula hárið og perluhvítu tennurnar verð- skulduðu eitthvað betra en hrörlega kofann lians Dans úti við skógarjaðarinn, þar sem mýsnar hlupu um og köngurlóin spann vef sinn. Kvöldið. sem hún tók á- kvörðun sína, labbaði hún út að kofanum, þar sem Dan hafði búið einsamall síðan foreldrar hans dóu. Hún nam staðar á stígnum í garðinum og kallaði inn um gluggann: — Komdu út úr þessu hreysi, silakeppurinn þinn, og hlustaðu á hefðarmey. Þegar stóra króknefið hans konr í ljós í dyragætt- inni, hélt hún áfram: — Skilaðu mér aftur ísamuðu ábreiðunni, sem ég gaf þér í vetur leið. Það verður ekkert úr því, að við giftum okkur, þorparinn þinn. í næsta mánuði ætla ég að giftast Selwyn fisksala, og þarna hefurðu það! Og hún gaf honum selbita og var enn í vondu skapi. Dan, sem var svartur á brún og brá, glennti upp gulu augun sín. Rétt við útidyrnar stóð fatan með þak- lekanum. Á augabragði greip hann könnu, fyllti hana af vatni og skvetti yfir hana, og hún var of sein að skjóta sér undan. — Farðu og gifztu þessum bölvuðum þorski! kall- aði hann og var reiður. — Hypjaðu þig burtu! Hann skvetti úr annarri könnu. Hún greip stein úr svarta, leirborna jarðveginum og kastaði í hann og hæfði hann í brjóstið. Hún gat skotið sér undan síðari skvettunni, en ekki fór hún út úr garð- inum. Hann stóð kyr á dyrahellunni og vöðvamikið brjóst hans gekk upp og niður. En hann skvetti ekki meira vatni. Þar eð fremur þurviðrasamt hafði verið undanfarið, var engin hagsýni í því að skvetta vatni á aðra eins næpu. —- Það á að lýsa næsta sunnudag. Það verður við- hafnarbrúðkaup. Og þetta er þér mátulegt, hreytti hún út úr sér. — Þarna losna ég við biðil, sem ekki hefur metnað fremur en héri. Gula hárið hennar ýfðist í vind- inum. Gulu augun hans leiftruðu af bræði. Farðu ag gifztu þessum mangara. Þið eruð saman valin, bæði tvö. — Þú ert afbrýðisamur! hrópaði hún og það hlakk- aði í henni. — Fáðu mér aftur ísaumuðu ábreiðuna. Marí gamla einfætta er hæfileg kona handa þér. Það voru fáeinir faðmar á milli þeirra, og þau gerðu enga tilraun til þess að nálgast hvort annað, en þau héldu áfram að rífast. Og ekki datt honum í hug að skila aftur bláu ábreiðunni með ísaumuðu rauðu lilj- unum og fljúgandi svönunum, sem hún hafði gefið honum fyrir skömmu síðan og sagt að ætti að vera á hjónarúmið þeirra. Yerið gat, að hann fengi einhvern- tíma gott verð fyrir hana á markaðinum, Að lokum hreytti hún úr sér hæðnisyrðum vegna hrörlega kofans hans, fátæktar hans og þrjózku og fór. Hesturinn hans Dans, sem var á afgirta grasvellinum rétt hjá kofanum, horfði spekingslega á eftir henni, þar sem hún gekk upp hæðina í áttina til þorpsins. Það var farið að dimma og Dan skellti aftur hurðinni, kveikti á kerti, blótaði og stappaði niður fótunum. Bræði hennar og hrakyrði stöfuðu af því, að hann hafði látið hana bíða of lengi. Dan, með sveitamanns- seinlæti sitt og varkárni, hafði látið brúðkaupið drag- ast á langinn, af því að hann gat ekki ákveðið, hvort hann ætti að kaupa sér vörubíl, áður en hann kvæntist, eða ekki. Fyrir sitt leyti var hann ánægður með gamla klárinn sinn og kerruna, en hann hafði verið í dálítilli klípu vegna þess, að Catti sakaði hann um fram- kvæmdaleysi, og þannig hafði það dregizt á langinn að ákveða brúðkaupsdaginn. Hún hafði líka viljað að hann flyttist úr gamla kofanum, sem hafði verið bústaður forfeðra hans í heila öld, og settist að í borginni, þar sem hann hefði miklu meira upp úr ökumannsstarfinu, ef hann keypti sér vörubíl. En hann lét sér alveg nægja að aka fyrir þorpsbúa, og römm var sú taug, sem tengdi hann við kofa forfeðra sinna, þar sem hann hafði slitið barns- skónum. Þau höfðu verið trúlofuð í fimm ár, gengið um skóg- inn, nærri því alltaf rifizt, en gátu þó ekk skilið. Hún var einstæðingur í veröldinni og mjaltakona á Tre- cornelbúgarðinum. Hann vissi, að á markaðsdeginum hafði Selwyn fisksali rennt drykkjumannsaugum sín- VINNAN 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.