Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Síða 49

Vinnan - 01.05.1945, Síða 49
SIGURÐUR EINARSSONog SVERRIR KRISTJÁNSSON: Þættir úr baráttu ellefu alda Tuttugasta öldin er gengin í garð. Togararnir sigla öldina inn í þjóðlíf íslendinga. Verkalýðurinn vex óð- fluga. En verkalýðssamtökin vaxa ekki að sama skapi fyrst í stað. Á fyrsta áratug aldarinnar deyr Bárufélags- hreyfingin að mestu út. En á'rið 1906 er hið fyrsta al- menna verkamannafélag stofnað í Reykjavík, Verka- mannafélagið Dagsbrún. Ári síðar er reynt að stofna Verkamannasamband Islands, en átti jafnan erfitt upp- dráttar og dó þrem árum síðar. Sama árið og Dags- brún var stofnað hóf fyrsta málgagn verkamanna göngu sína á íslandi. Það var Alþýðublaðið, gefið út af nokkr- um alþýðumönnum, lítið í sniðum og lifði skamma stund. En þar voru í fyrsta skipti túlkaðar hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar á íslenzka tungu. 1 1. tölubl. 2. árg. er talið upp, hvað Alþýðublaðið berjist fyrir: að vernda rétt lítilmagnans. að sporna við yfirgangi og kúgun auðvalds og ein- stakra manna. að innræta hjá þjóðinni þekkingu á gildi vinnunnar og virðingu fyrir henni. að efli þekkingu alþýðunnar, einkum á þjóðhags- fræði, atvinnurekstri og vinnuaðferðum. að styðja samtök meðal verkamanna, sem miða að því að sporna við valdi og vana, áníðslu og ó- rétti, en efla sameiginlegan hagnað. að efla svo andlegan þroska alþýðunnar, að hún verði jafnfær til ráða sem dáða. Einn var sá maður í Reykjavík, sem veitti blaðkorni þessu athygli og sendi því árnaðaróskir sínar og heil- ræði. í 2. tölubl. skrifar Þ. E. svo í grein, sem hann nefnir Verkefnin: Ég sé, að þið alþýðumennirnir hafið nú ráðizt í að gefa út hlað til þess að ræða ykkar eigin áhugamál, og mér finnst þetta rétt hugsað í alla staði, þegar dæmt er eftir reynslu annarra þjóða, því þó þær hafi átt blöð margfalt stærri og fjölskrúðugri en þau geta verið hér í fámenninu, og þau hafi getað beitt miklu meiri orku og tíma við mál einstakra stétta og atvinnuvega, og haft vilja til þess, þá hefur raunin orðið sú, að verkalýður- inn hefur þá fyrst farið að þokast upp úr efnaleysinu, þegar hann fór að fá menntun og einurð til að tala sínu máli sjálfur með þekkingu og alvöru. Það er ekkert leyndarmál, að ýmsir á meðal beztu og menntuðustu rnanna heimsins horfa nú vonaraugum til verkamannalýðsins og vona, að honum auðnist með vaxandi menntun og samtökum að bjarga menningu vesturveldanna að minnsta kosti úr því eymdarástandi, sem hún hefur verið í og er enn x. Nálega eina vonin til þess að þjóðirnar hætti að myrða hver aðra er sú, að verkalýðurinn aukist svo að valdi og menningu, að hann hætti að láta stjórnendur ríkjanna reka sigtilslátr- unar á blóðvellina, sem alltaf verða sóðalegri og sóða- legri einkurn meðal kristnu þjóðanna. Ég þykist sjá af þessu fyrsta númeri Alþýðublaðsins, að þið hafið töluvert hugboð um, hvert þið munuð stefna og að hverju þið ætlið að vinna, en fullkomlega ljóst verður þetta auðvitað fyrst með tímanum, þegar reynslan er búin að kenna, hverjir vegir séu hagkvæm- astir af þeim, sem fært er að fóta sig á; en það þykist ég sjá í hendi minni, að verkamannasamtökin og verka- mannablaði eða alþýðumanna getur því aðeins orðið lífs auðið og framgangs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heimurinn kallar sócíalismus og nú er aðalathvarf verkamanna og lítilmagna hins svokallaða menntaða heirns.... Allar menningarþjóðirnar, og ísland líka, sigla nú sem stendur stýrislaust út í bláinn, og ég sé ekki einu sinni að það sé nema einn og einn sérvitringur, sem hefur nokkra löngun til að hugsa um, hvert bátinn ber. Hann hrökklast nú sitt á hvað í sjávarrótinu og allt í áflogabendu innanborðs, eins og meistari Jón segir einhvers staðar. . . . Ur því alþýðumenn eru svo vaknaðir, að þeir éru búnir að fá löngun til að ræða málefni sín sjálfir, þá inætti vel benda á ýms umtalsefni, sem bæði nauðsyn og fróðleikur væri að ræða,---------því það er mjög margt í löggjöf, landstjórn og félagslífi, sem er allt annað en sanngjarnt í garð auðleysingja og verkalýðs, þó vani og marginndrukkin rangindi og tilfinningaleysi hafi sljóvgað svo meðvitund manna, að þeir menn jafn- vel sjá það ekki, sem þó sýnast heilskyggnir að öðru leyti. VINNAN 103

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.