Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 46

Vinnan - 01.05.1945, Qupperneq 46
Ignazio Silone: FONTAMARA Framh. Meðan ekið var, urðu þrír menn að halda stöðugt á fánanum, og það var ekki sérlega auðvelt. Reyndar var hann líkari segli en fána — segli, sem slæst um rána í kuli. Það mátti sjá hann langar leiðir að. Að minnsta kosti sáum við, að kafoníarnir, sem unnu í hópum úti á ökrunum, slógu á lær sér af undrun og konurnar krupu á bæn og signdu sig. Þegar við ókum gegnum fyrsta sveitaþorpið, sagði ekillinn: — Syngið þið nú sönginn! — Hvaða söng? spurðum við. — í hvert skipti, sem við ökum gegnum sveitaþorp, eiga bændurnir að syngja þjóðsönginn af mikilli hrifn- ingu. Þetta stendur í reglugerðinni, sagði sá, sem stýrði bílnum. En við kunnum engan þjóðsöng, og hins vegar vor- um við önnum kafnir við að halda á fána heilags Roccos. Á þjóðveginum sáum við aðra bíla, hlaðna kafóní- um, og marga tvíhjólaða höfðingjavagna, einkabíla, bifhjól og reiðhjól, sem stefndu líka í áttina til Avezzano. Alls staðar vakti hinn gríðarstóri hvíthláinn okkar fyrst undrun og síðan hlátur. Fánar hinna voru svartir, ekki stærri en vasaklútar, og á þeim miðjum var höf- uðskel milli fjögurra leggja, nákvæmlega eins og er á símastaurnum með áletruninni: „Háspenna, lífshætta“. Fáninn okkar kom okkur í klípu strax og við komum í útjaðar Avezzanoborgar. Á miðri götu rákumst við á hóp ungra manna í svörtum skyrtum, sem vildu að við losuðum okkur við fánann. En við áttum ekki annan fána og sögðum þvert nei. Svo var vörubíllinn stöðvaður, og ungu mennirnir reyndu að taka fánann hlutarmanna —. Og þeirri stjórn, er þannig vinnur að hagsmunum sjómanna, og flokkunum, sem að henni standa, er vel treystandi að tryggja fiskimönnum með laga setningu, lífvænlegt lágmarkskaup. — En þá verða fiskimennirnir sjálfir að sýna vilja sinn, svo ótví- rætt sé. St. á Höfn í Hornafirði, 12. febr. 1945. af okkur með valdi. En við vorum orðnir reiðir vegna hæðnishrópanna, sem við höfðum orðið að þola á leiðinni og nú urðum við æðisgengnir, og að lokum urðu margar svartar skyrtur gráar af ryki vegarins. Það safnaðist öskrandi mannfjöldi kringum bílinn okk- ar. Meðal þessa fólks voru margir svartskyrtumenn, en líka margir kafóníar frá nálægum sveitaþorpum, sem þekktu okkur og heilsuðu okkur með tryllingslegum öskrum. Við stóðum á vörubílnum, fylktum okkur um fánann og vorum fastráðnir í því að þola ekkert ofbeldi. En allt í einu sáum við feita og svitastokkna prestinn, Don Abbaccio, sem ruddi sér braut gegnum þrengslin ásamt fáeinum hermönnum, og enginn okkar efaðist um, að hann kæmi til að hjálpa okkur að verja heilag- an fána San Roccos. En það var nú eitthvað annað. — Haldið þið, að það sé föstuinngangur núna? hóf Don Abbaccio máls og byrjaði að ávíta okkur. — Það er þá svona, sem þið verndið friðinn milli ríkis og kirkju. . . . Hvenær ætlið þið, Fontamarabúar, að hætta uppþotum og kröfugöngum? Við fengum svartskyrtumönnunum fánann okkar þegjandi og hljóðalaust. Fyrst presturinn sjálfur sveik San Rocco, þá var ástæðulaust, að við héldum tryggð við hann, einkum þegar við áttum á hættu að spilla fyrir réttindum okkar gagnvart Fuccinolandinu. Við vorum leiddir út á stóra torgið í Avezzano og bent á skuggsælan afkima bak við ráðhúsið. Við hin húsin stóðu aðrir hópar kafónía. Milli hinna ýmsu hópa gengu varðmenn. Hermenn hjóluðu með hrað- boð fram og aftur um torgið. Um leið og bíll kom inn á torgið, var honum bent á ákveðinn stað, þar sem mætti stanza, en það var alltaf spölkorn milli bílanna. Fyrirliði nokkur reið fram og aftur á fallegum, svört- um hesti. Skömmu seinna kom hraðboði og flutti varðmönn- unum einhverjar fregnir. Og úr hverjum varðflokki gekk hermaður og flutti fregnina víðar. Hún var á þessa leið: „Það er leyfilegt að setjast.“ Við settumst. Klukkutíma seinna kom annar hrað- boði. Og í fjarlægð sáum við fáeina embættismenn. Hermennirnir komu og skipuðu: — Standið á fætur! Standið á fætur!.... Hrópið hástöfum: Lifi pódestainn. Lifi yfirvöldin. . . . Húrra fyrir yfirvöldunum, sem láta engan múta sér. Við snöruðumst á fætur og hrópuðum: — Lifi pódestainn. Lifi yfirvöldin.... Lifi yfir- völdin, sem láta engan múta sér. Meðal þeirra yfirvalda, sem „létu engan múta sér,“ var umboðsmaðurinn sá eini, sem við þekktum. Þegar embættismennirnir, sem létu ekki múta sér, voru farnir leiðar sinnar leyfðu hermennirnir okkur að setjast aftur. 100 VIN N A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.