Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Side 18

Vinnan - 01.05.1945, Side 18
BJORN BJARNASON: Heimsráðstefnan í London Eins og lesendum Vinnunnar er kunnugt, var Al- þýðusambandinu boðið að senda 2 fulltrúa á Heims- ráðstefnu verkalýðsfélaganna, er haldin var í London dagana 6.—17. febr. Til þessarar ráðstefnu var boðað af T. U. C., sam- Itandi brezku verkalýðsfélaganna, og annaðist það allan undirbúning ráðstefnunnar, að öðru leyti en því, að í des. s.l. kom saman í London nefnd, er í áttu sæti full- trúar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, er ræddi og undirbjó til urnræðu ýms þau mál, er ráð- stefnan tók til meðferðar. Á ráðstefnunni áttu sæti yfir hálft þriðja hundrað fulltrúar frá 43 þjóðum. Samtökin, er sendu þessa full- trúa voru allmiklu fleiri, því að frá sumum löndum komu fulltrúar 2ja eða fleiri samtaka. Ráðstefnunni var skipt í tvennt. Fyrri hlutinn ræddi nær eingöngu þau mál er snertu styrj aldarrekstur Bandamanna, og á þeim hluta voru fulltrúar hlutlausu þjóðanna aðeins áheyrendur. Síðari hlutinn ræddi verkalýðsmálin almennt og þó einkum væntanleg al- þjóðasamtök verkalýðsins. Ráðstefnan kaus sér þrjá forseta, Isaak’s, forseta annars brezka prentarasambandsins, Kusnetsov, forseta verkalýðssambands Sovétríkjanna og Thomas, vara- forseta C. I. 0. í Bandaríkjunum, og þrjá varaforseta, Saillant, forseta frönsku mótspyrnuhreyfingarinnar, Toledano, forseta C. T. A. L. (verkal.samb. Suður- Ameríku) og Liu frá Kína, og skiptust þeir á um að vera í forsetastóli, þó Isaak’s væri það oftast, enda ágætur forseti, mjög ákveðinn, en jafnhliða gaman- samur. Þegar T. U. C. sendi út boðin til ráðstefnunnar, voru Finnland, Búlgaría, Rúmenía og Italía ennþá í stríði við Bandamenn, svo þeim var ekki boðin þátttaka, en þegar ráðstefnan kom saman hafði svo skipazt, að þessi ríki voru ekki lengpr í tölu óvinaríkja, og fóru þau fram á að fá að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Olli þetta nokkrum ágreiningi, en niðurstaðan varð sú, að full- trúum frá þessum löndum var veitt viðtaka, með full- um réttindum. Eg mun fara fljótt yfir sögu þess hluta ráðstefnunn- ar, er fjallaði um styrjaldarmálin, en aðeins drepa á þær samþykktir, er snerta verkalýðinn ahnennt. í ályktun um afstöðu verkalýðssamtakanna til frið- arsamninganna, 9. gr., segir svo: Við viljurn sérstaklega vekja athygli á, að tryggja verður: 1. að allir stríðsglæpamenn og svikarar fái réttmæta refsingu. 2. að upprætt verði með öllu allt kerfi nazismans og öll samtök hans og allar eigur þeirra gerðar upp- tækar. 3. að setja undir eftirlit Bandamanna allan þunga- iðnað Þýzkalands, flutningakerfið, banka og allar eignir hringa og annarra stórfyrirtækja, svo og lönd og eignir Junkaranna. 4. að nota út í æsar fjárhags- og framleiðslugetu Þýzkalands til endurreisnar í þeim löndum, er Þjóð- verjar hafa rænt og eytt. 5. að setja á fót stofnun, er hafi með höndum umsjón með bótum til allra þeirra, er orðið hafa fyrir tjóni af völdum Þjóðverja, er tryggi forgangsrétt þeirra, er fyrir mestu tjóni hafa orðið. í öllum þessum málum verður íhlutunar verkalýðs- samtakanna að gæta. í 12. gr. er lögð áherzla á, að uppræta verði með öllu þýzhu Vinnufylkinguna, og í stað hennar að fela Alþjóðasamtökum verkalýðsins að koma á fót lýðræðis- sinnaðri verkalýðshreyfingu eins fljótt og auðið er. 13. gr. segir: Heimsráðstefnan krefst þess, að allar eigur verka- lýðssamtakanna, sem nasistar hafa sölsað undir sig, verði aftur fengnar í hendur viðkomandi samtökum og notaðar til að endurskapa lýðræðissinnuð og frjáls verkalýðssamtök. Af þessum samþykktum og mörgum öðrum í sama anda er augljóst, að verkalýðssamtökin ætla ekki að beita neinum vettlingatökum við útþurrkun nasismans. I „Ályktun um endurbygginguna og mest aðkallandi kröfur verkalýðssamtakanna“, segir svo: 5. gr. Gagngerðar ráðstafanir verður að gera til að- stoðar þeim mörgu, er orðið hafa landflótta vegna þátttöku sinnar í verkalýðsbaráttunni eða samtökum andfasista, og eins hinna, er herleiddir hafa verið í þrælkun til Þýzkalands. Ríkisstjórnir verða að sjá þeim farborða þar til þeir eru komnir í örugga atvinnu. 72 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.