Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 43
sagði hún dálítið byrst: — SkilaSu mér aftur ábreiS-
unni minni. Hún er peninga virSi.
-— Hún skýlir mér á nóttunni, hreytti hann út úr sér.
— Ég skal sjóSa fyrir þig, sauma, þvo og taka til,
sagSi hún. — Og fyrir ekkert. Og ég skal sofa á dýnu
fyrir framan arininn.
— ÞaS eru notalegir skurSir meS fram veginum,
sagSi hann hlæjandi. Svo læsti hann dyrunum, slökkti
ljósið og þrammaði upp stigann.
Hún þrýsti vanganum upp aS kofaveggnum, eins og
hún væri að leita sér skjóls. Svo staulaðist hún niður
veginn í myrkrinu. Viku seinna hvarf maður hennar,
og sveitin sá henni fyrir fæði og húsnæði, þangað til
hún fékk lítilfj örlegt starf í eldhúsi gistihússins í borg-
inni. Þetta varð henni sár niSurlæging, því að hún
mundi ennþá eftir fallega vaxtarlaginu sínu, gula hár-
inu, silkikjólunum og þrýstnu brjóstunum. Og á frost-
bitru kvöldi í janúarmánuSi lagði hún enn af stað til
æskustöðva sinna og læddist þar um eins og flökku-
kind. Föl var á veginum og frostvindurinn næddi um
skóginn, svo að hann stundi og veinaði.
Dan var að telja mánaðartekjurnar og ætlaði að fara
með peningana í bankann daginn eftir. Það skrjáfaði
í seðlum og silfur- og koparpeningarnir lágu í hrúgum.
Hann leit ekki við, þegar hann heyrði drepið drauga-
lega á gluggann, en tók upp handfylli sína af silfur-
peningum og hampaði þeim í ljósinu frá lampanum.
Hann glotti.
— Dan, kallaði hún aumkvunarlega. — Catti langar
til að koma inn. Hún er þrjátíu og tveggja ára, og þú
verður þrjátíu og sex næsta afmælisdaginn þinn. ViS
skulum ekki eyða árunum lengur, Dan, en láta allt
falla í ljúfa löð. FitaSu mig, Dan, og taktu úr mér
hrollinn. Hún klappaði mjúklega á gluggann. Hann leit
ekki við, en hreytti úr sér: — Farðu og leitaðu að
þorskinum, manninum þínum, niðri í svölum sjónum.
Hún kallaði: — Ég skal gera vistlegt kringum þig
í notalega húsinu þínu, og matinn þinn skal ég sjóða
á hverjum degi. Ég er ekki eins skapvond og ég var og
gömlu hrekkina hef ég lagt niður. ViS áttum vel sam-
an, Dan, það er ekki vafi á því.
Hann lét peningana í leðurpyngju, leit ekki á hana,
en kallaði út: — FarSu burtu! Ég kæri mig ekki um
sporðinn á skötunni.
— OpnaSu dyrnar, veinaði hún.
Hann slökkti ljósið, læsti dyrunum og þrammaði upp
stigann. Peningapyngjuna lét hann undir sængina sína
og teygði úr sér milli ullarvoðanna. Efst var ábreiðan
hennar, ísaumuð rauðum liljum og fljúgandi svönum.
Undir henni svaf hann eins og steinn alla nóttina.
Um morguninn opnaði hann útidyrnar og líkami
hennar féll að fótum hans. Hendur hennar og andlit
var frosið og öskugrátt hár hennar allt í óreiðu. Hann
hallaði henni upp við vatnsfötuna, læsti dyrunum og
ók í bílnum sínum til lögreglunnar í þorpinu.
— HvaS heldurðu, að Catti hafi gert. Emrys? sagði
hann í kvörtunartón. -— Hún dó á þröskuldinum mín-
um. Þér er bezt að hringja í sveitarstj órnina og segja
henni að sækja hana í sjúkravagninum, því að ég er í
önnum með fullan bílinn af eggjum og alifuglum frá
búgarði Powels.
Á næsta markaðsdegi seldi hann ábreiðuna fyrir
aðeins tíu skildinga, svo að ekkert skyldi minna hann
á hana framar. Sveitarstjórnin lét grafa Catti, en Dan
málaSi kofann sinn grænan, drakk geitamjólk á hverj-
um degi, keypti sér ný, svört föt og nýtt úr. En svo
fékk hann einhverja uppdráttarsýki. Ljóminn hvarf úr
augum hans, og beizkyrði hrutu honum ekki af vörum
frarnar. TréskurSarmyndirnar hans urðu klaufalegar,
og hann varð stirðhendur. Hann gekk um stefnulaust,
eins og ekkert væri í veröldinni lengur, sem gæti knúið
hann áfram. Hann dó dag nokkurn, þegar hann var að
aka bílnum sínum niður brekkuna, í stað þess aS liggja
í rúminu. Bíllinn rakst á tré og brotnaði.
Hann átti engan erfingja að peningum sínum, og ekki
heldur eyðilega kofanum, þar sem rotturnar voru farn-
ar að hlaupa um tómt rúmið.
Háspenna! Lííshætta!
A hreppsnefndarfundi norður á Sauðárkróki var fyrir
löngu síðan rœtt um fyrirhugaða girðingu og voru
sumir henni meðmœltir, en aðrir mæltu á móti, eins og
algengt mun vera á hreppsnefndarfundum. Loks reis
einn hreppsnefndarmanna úr sæti, flutti þrumandi ræðu
gegn hinni fyrirhuguðu girðingu og skorti þá hvorki
sannfœrandi rök né eftirminnileg snjallyrði. Að hrepps-
nefndarfundinum loknum tók höfuðskáld þeirra Sauð-
krœkinga sig til og fœrði téða rœðu í rím, þar sem
hann tilgreindi rökin og notaði snjallyrði rœðumanns.
Ljóðið er þannig:
Eg vil benda ykkur á
og það megið virða:
Mínu sjónarmiði frá
mœtti enginn girða.
Ég vil benda ykkur á,
ef menn, nefnilega,
riðu Króknum fullir frá
og fœru glannalega —
og nefnilega í náttmyrkri
nefnilega mættu
nefnilega nokkurri
nefnilega hœttu.
VIN N A N
97