Vinnan


Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 44

Vinnan - 01.05.1945, Blaðsíða 44
BJARNI ÞÓRÐARSON: Um kauptryggingu hlutarsj ómanna Undanfarin ár hafa allmörg af samtökum sjómanna samið um kauptryggingu til handa meðlimum sínum. — Að tryggja hlutarmönnum lífvænlegt lágmarkskaup er eitt aðal verkefni sjómannasamtakanna á næstunni, og verður ekki við unað, fyrr en allir fiskimenn hafa öðlazt hana. Þó að kauptrygging sé orðin all almenn og þrátt fyrir nauðsyn hennar, hef ég þó hvergi séð rökstudda grein- argerð fyrir réttmæti þessa máls. — I grein þessari mun ég því leitast við að skýra þetta mikilsverða og um- deilda atriði frá mínu sjónarmiði, og að því er ég vona, frá sjónarmiði hlutarmanna í heild. Rétímæti kauptryggingar Krafan um lágmarkskauptryggingu byggist fyrst og fremst á því, að hliitarmaðurinn hafi vissu fyrir, að hafa nokkurn veginn nægilegt fyrir sig að leggja, a. m. k. á meðan hann er að vinna. Eins og ráðningakjör hlutarmanna eru nú, er engin trygging fyrir því, að sjó- maðurinn sé ekki bæði svangur og klæðlítill á meðan hann er á sjónum, eða þurfi ekki að þiggja sveitarstyrk, jafnframt því sem hann skapar gjaldeyrisverðmæti þjóðinni til handa, hafi hann ekki kauptryggingu. Sem betur fer mun það ekki almennt, að hlutarmenn beri ekki sæmileg laun úr býtum, nú á stríðsárunum. En við erum ekki búnir að gleyma mögru árunum, þegar altítt var, að menn, sem fóru í ver, komu ekki aðeins alls- lausir, heldur með skuld á bakinu, til þurfandi heimila, eftir vetrarlangt strit og vosbúð. Og þegar.að er gætt, er ljóst, að ekki má mikið bera út af til þess, að hlutar- maðurinn verði kauplaus. Ekki þarf annað til en afla- tregðu. í stuttu máli sagt byggjast réttindi kauptrygg- ingar á því, að hver atvinnurekandi verður að sjá verkamönnum sínum fyrir lífvænlegum launum. Annars er atvinnureksturinn ekki samkeppnisfær og getur ekki vænzt þess að fá vinnuafl keypt. Og þar erum við komn- ir að veigarmiklu atriði í þessu máli. Hvers vegna vilja menn ekki róa? Mikið hefur borið á því undanfarin ár, að erfitt hafi reynzt að fá menn til þess að róa á fiskibátum okkar. hér á landi. Þeir, sem áður stunduðu sjóróðra, hætta sumir hverjir, ýmist vegna þess, að þeir eru orðnir út- slitnir eftir margra ára eða áratuga fangbrögð við höfuðskepnurnar, eða að þeir leita sér annarrar hægari og fjárhagslega öruggari atvinnu. — Það er fátítt, að unglingar leggi stund á sjómennsku hjá því sem áður var. Fyrir nokkrum árum þótti sá varla maður með Mörg hundruð Færeyingar hafa sótt hér sjó á íslenzk- um bátum, vegna þess, að menn hafa verið ófáanlegir mönnum í sj ávarþorpunum, sem ekki var farinn að róa 16—17 ára gamall. Ekki fer hjá því, að hér sé um stórkostlega og þjóð- hættulega veilu að ræða. Ef menn hætta að stunda fisk- veiðar, er voðinn vís. Hvaðan á þjóðin að afla sér gjaldeyris, ef ekki úr djúpi hafsins? Hvað gerir mönn- um fært að lifa hér á landi á menningarvísu, ef þeir hætta að veiða fisk? Það er til lítils að kaupa og byggja vandaðan fiskiskipastól, ef enginn fæst til að stíga út á hann. — Ef menn slá slöku við fiskveiðar, er stefnt í voða fjárhagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóð- arinnar. Úr þessu barf að bæta. Fyrst þarf að gera sér ljóst, hvað er raunverulega að og síðan að bæta úr því. Það, sem veldur erfiðleikunum á að fá sjómenn, er einkum: 1. Algert öryggisleysi ókauptryggðra manna um fjárhagslega afkomu. 2. Mikið erfiði á sjónum, sem hefur farið vaxandi á síðustu árum með lengri línu óg — hér á Aust- fjörðum — aðgerð fiskjarins á sjónum. Úr hvorutveggja er hægt að bæta á auðveldan hátt. • Hinu fyrra með viðunanlegri kauptryggingu og hinu síðara með styttingu línunnar og afnámi aðgerðar á sjó. — Væri nægur mannafli fyrir hendi, kæmi og til greina að fjölga skipverjum. Ef þetta yrði gert, mundu fleiri fúsir að sækja sjóinn en nú er, og yrði þá ekki síður hagur atvinnurekandans en hlutamannsins, að farið yrði að ráðum sjómanna- samtakanna. — Utgerðarmenn sjá ekki sinn hag í þessu nú, en sá dagur mun renna upp, að þeim dylst það ekki. Hversu há á kauptrygging að vera? Sjómannaráðstefna Alþýðusambandsins haldin í nóv. 1943, segir í ályktun, að vinna skuli að því, að kaup- trygging verði sem næst % af dagkaupi verkamanna, 98 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.