Heimilispósturinn - 15.12.1950, Qupperneq 10
ræðu á stjórnarfundi 22. þ. m.
og heimsókn mín verið sam-
þykkt í einu hljóði. Og nú sagð-
ist hann í stuttu máli ætla að
fræða mig ofurlítið um tilgang
hælisins o. s. frv.
Það getur vel verið, að orð
hans hafði verið fá, en ræðan
var löng. Hann sagði, að freist-
ingarnar kæmu sjaldan til vor
mannanna í sinni réttu mynd.
Nei, þær væru hjúpaðar blæju
sakleysis og dyggða. Ég kinkaði
kolli til samþykkis og leit til
frúnna. Þær svöruðu á sama
hátt. Því næst benti hann mér
á, hversu lestirnir, er fælust
undir þessari blæju, næðu sorg-
lega oft tökum á ungum stúlk-
um, sem ættu réttláta tilfinn-
ingu skilið fyrir að hafa ekki
skapað sér stöðu í þjóðfélaginu
með því t. d. að ráða sig í vistir
eða vinna í verksmiðjum heið-
arlegra borgara.
Ég var alveg agndofa. Að
hugsa sér hvað þessar ungu
stúlkur höfðu syndsamlegar
tilhneigingar. Mér varð aftur
litið til frúnna. Þær hneigðu
höfuðin til merkis um sannsögli
prestsins. Ja, þvílíkt ástand.
Nú hóf hann aftur mál sitt:
,,En ég segi yður, ungi vinur,
að enn réttlátari fyrirlitningu
eiga þeir karlmenn skilið, sem
gefa sig að þessum kvenverum,
án þess að hafa hið heilaga
hjónaband í huga.“
Nú var það ég, sem kinkaði
kolli mjög ákaft til samþykkis.
Og enn hélt hann áfram ræðu
sinni. Hann minntist meðal
annars á það, að þetta hæli væri
varnarvirki gegn syndinni.
Flestar stúlkurnar sagði hann,
að væru fluttar hingað gegn
vilja sínum. Aðrar kæmu aðeins
í þeim tilgangi að safna nýjum
kröftum, til þess svo að kasta
sér út í ólifnaðinn á ný. En
samt sem áður væru þetta allt
villuráfandi sálir, sem mann-
kærleikanum væri skylt að
taka á arma sína. Stundum
kæmu og einnig fyrir þau bless-
unarríku tilfelli, að ein og ein
stúlka sæi að sér og leitaði
huggunar í Drottni. Og stendur
ekki skrifað í heilagri ritningu:
„Einn iðrandi syndari . . .“
Ennfremur sagði hann, að
hér á hælinu væru stúlkurnar
látnar vinna og biðja, eins og
ég mundi komast að raun um
eftir að hafa skoðað vinnustof-
urnar.
„Fyrst göngum við inn í
handavinnusalinn,“ sagði aðal-
forstöðukonan, ,,þar höfum við
komið fyrir sýningu á vinnu
stúlknanna í heiðursskyni við
yður, ungi herra, og einnig til
þess, að þér gætuð sannfærst um
iðni og ástundun þessara bama
vorra.“
Við lögðum af stað. Fremst-
ar gengu forstöðukonurnar með
greifynjuna í fararbroddi. Ég
og presturinn rákum lestina. I
handavinnusalnum sátu eitt-
hvað um 30 stúlkur. Þær stóðu
allar á fætur við komu okkar,
hneigðu sig og báðu guð að
blessa okkur.
,,Lítið þér á. Þarna . . hóf
greifynjan mál sitt. En hún
komst aldrei lengra í ræðu sinni
til mín. Stelpuskömmin hún
Rauða-Fanny hafði strax þekkt
mig, og hrópaði nú yfir þveran
salinn:
„Halló, Egon. Þú hérna!“
Ekki var Langa-Mitzi seinni
til. Hún beinlínis æpti, svo undir
tók í salnum:
8
HEIMILISPÓSTURINN
? 5 5