Heimilispósturinn - 15.12.1950, Qupperneq 19

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Qupperneq 19
eins og í þoku búast til árásar. Hann var geysistór og sterk- legur með dýrslegt andlit, og hann réðist á greifann eins og villidýr. Bella þorði ekki að horfa á aðfarirnar; hún fór að gráta af hræðslu. Hún gat ekki að því gert. „Armand — Ar- mand !“ hrópaði hún. „Komið þér — þér megið ekki — við skulum fara — heyrið þér það!“ Hún heyrði rödd móður sinnar eins og í fjarska. „Komdu Bella,“ en hún stóð kyrr með lokuð augun. Hún fann tvo sterka handleggi grípa utan um sig; hún varð allt í einu svo ein- kennilega sæl, og svo leið yfir hana. Þegar hún kom til sjálfr- ar sín aftur, lá hún í faðmi Bournois greifa, í bifreið sem ók brott. Það fyrsta, sem henni datt í hug, var það, hvað vel færi um hana, og að greifinn væri miklu laglegri, þegar hann væri ógreiddur, en allt í einu stökk hún á fætur. „Ó, greifi, þetta var hræðilegt! Hvernig fór það, og hvar er mamma?" Greifinn dró hana blítt en ákveðið niður í sætið aftur. „Elsku litla mademoiselle Bella, móðir yðar var alveg utan við sig og ók af stað, ein á und- an okkur.“ ',,En þér?“ hvíslaði Bella með hálflokuð augun. „Mér gekk sæmilega, — dóninn var víg- fimur, en Bella, þegar ég heyrði yður kalla: „Armand“ — þá varð ég sterkur eins og naut.“ Munnur greifans nálgað- ist Bellu hægt. Hún hugsaði sig um, og svo lagði hún hendurn- ar um háls honum og dró hann að sér. Bella gekk inn á Cafe „Rot- ande“, og leit yfir borðin. Allt „Þessi sundbolur er gerður eftír nýjustu tízku frá París.“ í einu nam hún staðar og reyndi að bæla niður í sér hláturinn. „Dick,“ hló hún, og gekk að borðinu hans. „Þetta er ljóta sagan!“ „Hver gat vitað það, að greifafjandinn mundi svíkja okkur svona!“ svaraði Dick ön- ugur. Bella settist og dró af sér hanzkana. „Svíkja okkur —?“ „Þú sagðir, að hann væri bleyða og svo —.“ Dick strauk varlega um hök- una á sér. „Ég get varla hreyft mig í dag. Þetta skal vera í síð- asta skiptið, sem ég læt þig leika á mig. „Dick, þetta var hræðilegt, en hver var hinn ribbaldinn? „Þekki hann ekki. Við drukk- um einn bjór saman, og hann hjálpaði mér víst af samúð.“ „Heyrðu, Dick,“ sagði Bella. „Þú mátt ekki vera reiður við mig.“ Hún lagði höndina á borðið, og á henni glitraði stór demantshringur. „Skilurðu — þú áttir að hjálpa mér til þess að losna við hann, en í stað þess hjálpaðir þú mér til þess að ná í hann.“ X. 9 ? 9 HEIMILISPÖSTURINN 17

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.