Heimilispósturinn - 15.12.1950, Síða 25
tigrisdýr, grimmt tigrisdýr úr
f rumskóginum ? Og Misak
frændi minn sagði: Bróðir, ég
elska grimmu villidýrin tak-
markalaust. Æ, Misak frændi
minn var ógæfusamur maður.
Ó, guð, sagði ég.
Arabiski trúðurinn varð alls-
hugar feginn, þegar hann heyrði
nm ást frænda míns á villidýr-
um, því að hann var líka mjög
hugaður maður. Bróðir, sagði
hann við frænda minn, gætir þú
elskað tigrisdýr svo mikið, að
þú þyrðir að stinga höfðinu í
gapandi gin þess?
Verndaðu hann, guð, bað ég.
Og, sagði Aram rakari. Misak
frændi minn sagði: Bróðir, ég
gæti það. Og arabiski trúðurinn
sagði: Viltu ráða þig til sirkus-
ins? I gær beit tigrisdýrið höf-
uðið af veslings Símoni Perigord
eins og ekkert væri, og það er
ekki lengur neinn í sirkusinúm,
sem elskar sköpunarverk al-
máttugs guðs svona mikið. Ves-
lings Misak frændi minn var bú-
inn að fá nóg af lífinu, og hann
sagði: Bróðir, ég skal starfa í
sirkusnum og stinga höfði mínu
í gapandi gin hins heilaga tigris-
dýrs guðs tólf sinnum á dag.
f>að er óþarfi, sagði arabiski
trúðurinn. Tvisvar á dag er nóg.
Veslings Misak frændi minn
réðist því næst til franska sirk-
usins í Kína og fór að stinga
höfðinu í gapandi gin tigris-
dýrsinu.
Sirkusinn, sagði rakarinn, fór
frá Kína til Indlands, frá Ind-
landi til Afgahnistan frá Afga-
hnistan til Persíu, og í Persíu
skeði það. Tigrisdýrið og ves-
lings Misak frændi minn urðu
mestu mátar. 1 Theran, þessari
gömlu, hrörlegu borg, varð
tigrisdýrið grimmt á ný. Það
var ákaflega heitt þennan dag,
og öllum leið illa. Tigrisdýrið
varð reitt og æddi um allan dag-
inn. Veslings Misak frændi
minn, stakk höfðinu í gapandi
gin tigrisdýrsins, í Theran,
þessari ljótu, óþverralegu borg
í Persíu, og hann var í þann
veginn að kippa höfðinu út úr
gini tigrisdýrsins, þegar það,
magnað vonzku alls lifandi á
jörðinni, skellti skoltunum sam-
an.
Ég reis upp úr stólnum og sá
einkennilega persónu í speglin-
um, sjálfan mig. Ég var hrædd-
ur og allt hár mitt var horfið.
Ég borgaði Aram tuttugu og
fimm sent og fór heim. Allir
hlógu að mér. Krikor bróðir
minn sagði, að hann hefði aldrei
séð aðra eins klippingu.
En það var allt í lagi.
Næstu vikur gat ég ekki um
annað hugsað en veslings Mis-
ak, frænda rakarans, sem sirk-
ustigrisdýrið beit höfuðið af, og
ég beið þess með eftirvæntingu
að ég þyrfti að láta klippa mig
aftur, svo að ég gæti farið í
rakarastofu Arams og hlýtt á
sögu hans af manninum á jörð-
inni, glötuðum og einmana og
ávallt í hættu, hina sorglegu
sögu um veslings Misak, frænda
hans. Hina sorglegu sögu sér-
hvers lifandi manns. A
Manvísa.
Ef að þú vilt unna mér,
eikin nöðruteiga,
svo skyldi ég láta sætt að þér,
að þú þættist engum segja mega.
Páll Vídalín.
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
23