Heimilispósturinn - 15.12.1950, Qupperneq 29

Heimilispósturinn - 15.12.1950, Qupperneq 29
sagði að engirtn kona hefði komið með ungfi’únni. Hann kvaðst kannast við að hafa borið tvær töskur fyrir ungfrúna upp í herbergið á fimmtu hæð, en hvað átti hún við?“ Þá býst ég við að óttinn hafi fyrst læst sig um hjarta ungfrú Farring- ham. En auðvitað gat þetta ekki ver- ið annað en fábjánalegur misskiln- ingur. Á næsta augnabliki myndi hún vera farin að hlægja með móður sinni. Hún starði á þjónustustúlkuna og dyravörðurinn, sem stóð þarna eins og álfur úr hól. „Gerið svo vel að ná í gistihússtjórann,“ sagði hún. Gistihússtjórinn kom. Framkoma hans var, eins og ávallt, ekki laus við að vera afsakandi. Þótti ung- frúnni herbergið ekki nógu þægilegt ? Gat hann gert nokkuð fyrir hana? Hafði hún ekki borðað ? Vildi hún fá einhverja hressingu upp í herbergið? Stúlkan skýrði málið fyrir honum. Móðir hennar hefði fengið herbergi á fjórðu hæð. Þessu hefði augsýnilega verið breytt. Hvar var hún núna ? Framkoma gistihússtjórans breytt- ist. • Rödd hans var að vísu enn hæ- versk og prúð, en hún var nú með ör- litlum vantrúarhreim. Það var eins og honum gremdist að vera kallaður að ástæðulausu upp á fjórðu hæð af enskri konu, sem að líkindum var geggjuð. „Ungfrúin er að gera að gamni sínu“ sagði hann kuldalega. Þá varð stúlkunni fyrir alvöru ljóst, hve óttaslegin hún var. Hvar sem móðir hennar var niður komin, þó að það væri ekki nema þunnur veggur á milli þeirra, þá var hún á þessu augnabliki ein i París meðal ókunnugra, sem auðsýrílega lögðu engan trúnað á orð hennar. „En við móðir mín, við ókum frá stöðinni. Þér létuð okkur fá herbergin sjálfur. Já, og þér sögðuð, að yður þætti leitt að geta ekki útvegað okkur samliggj- andi herbergi, af því að gistihúsið væri fullt. Og svo —- eins og þér mun- ið auðvitað — skrifuðum við nöfn okkar í gestabókina." Gistihússtjórinn var aftur orðinn jafn kurteis . og fyrr. Það er fyrsta skylda gistihússtjóra. „Ég skil þetta ekki, ungfrú,“ sagði hann. Svo vék hann sér að dyraverðinum. „Komdu upp með gestabókina,“ skipaði hann. Það var komið með gestabókina. Þú getur ímyndað þér hve ungfrú Farringham var áfjáð í að skoða hana. Jú, þarna í fjórðu eða fimmtu línu að neðan á öftustu síðu var nafn hennar; það var klemmt á milli nafns einhvers greifa og brezks undirbar- óns. Nafn móður hennar var hvergi sjáanlegt. Þú getur gert þér í hugalund, hve örvingluð hún , var. „Ef til vill er ungfrúin þreytt eftir ferðalagið,“ sagði hinn kurteisi hótel- stjóri. Hann vissi, að enskar stúlkur voru oft skrýtnar, og ungfrú Farring- ham var óneitanlega falleg. „En — hún móðir mín!“ stamaði stúlkan. „Hvað á þetta allt að þýða ? Ég skil ekki —“ „Það er læknir í gistihúsinu, ef ungfrúin —“ Hún tók fram í fyrir honum. ,,Ó, þér haldið að ég sé veik. En ég er ekki veik. Við verðum að leita í gistihúsinu. Ef til yill hefur móðir mín hitt einhvern kunningja; eða hún er í setustofunni. Mér líður afskap- lega illa. Þér verðið að hjálpa mér.“ Gistihússtjórinn yppti öxlum afsak- andi. Þau leituðu um allt gistihúsið. John Chester rétti mér vindlinga- veskið sitt. „Já,“ sagði hann, „þau’ leituðu um allt gistihúsið hátt og lágt." „Og þau fundu —“ „Alla nema móðurind. Eftir klukkutíma var ungfrú Farringham að því komin að sleppa sér. Gisti- $92 HEIMILISPÓSTURINN 27

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.