Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Page 11

Vinnan - 01.02.1948, Page 11
1.—2. tölublað Jan.—febr. 1948 6. árgangur Reykjavík virvMArv Ritnefnd: Björn Bjarnason Helgi Guðlaugsson Útgefandi: Alþýðusamhand íslands NORÐANGARRI: TVÖ KVÆÐI EFNISYFIRLIT Þorst. Jósefsson: Gamall sjómaður, forsíðumynd. Norðangarri: Tvö kvœði. Af alþjóðavettvangi. Hermann Guðmundsson: Aramót. Halldór Pétursson: Andinn og efnið. Einar Sveinn Frímann: Tröllatrú, kvœði. G. Boccacio: Ur Tídœgru. Steingr. Aðalsteinsson: Látið ekki villa ykkur sýn. Verkalýðsfélag Djúpavogs 10 ára. Hendrik Ottósson: A verkalýðshreyfingin að verða ginningarfífl dr. Jóns Dúasonar? Gísli H. Erlendsson: Ljóðabálkur. Thorne Smith: Brœkur biskupsins. Þorsteinn Jósefsson: Vestmannaeyjar í myndum. Juri Semjonoff: Auður jarðar. Esperantónámskeið. Skák. Sambandstíðindi, kaupskýrslur o. fl. V_________t__________________________________________✓ SKÁLD TANNLÆKNIR Mig langaði ungan í liðssveit Braga og lagði á andans Miklubraut. En ljóð var mér ekki laust á tungu og lárviðarsveig ég aldrei hlaut. Minn hugur var ófrjór. Orðaforðinn ofboð lítill og rímið flatt. Með allt að láni frá öðrum skáldum ambögur mínar ég saman batt. Ég hefi skoðað upp í marga. — Ekki var falleg sumra kverk. —• Atvinna mín hefur alltaf verið að endurbæta skaparans verk. Þótt fullkomnun mánnsins sé mikið rómuð mér finnst um hana lítils vert. Og skelfing finnst mér það endast illa, sem alfaðir hefur sjálfur gert. Þótt stæði ég oft í stímabraki Sá hlálegi grunur í hug minn læðist við stuðlasetning og þess lags kíf í húmi nætur, í dagsins önn: sú raunin mér alltaf reyndist hörðust að heimurinn sé í hnattanna kerfi að ríma saman mitt eigið líf. sem holufylling í skemmdri tönn. VINNAN 1

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.