Vinnan


Vinnan - 01.02.1948, Síða 24

Vinnan - 01.02.1948, Síða 24
HENDRIK OTTÓSSON: Á verkalýðshreyfingin að verða ginningarfífl dr. Jóns Dúasonar Ég hef til þessa dags og er enn þeirrar skoSunar, að 'verkalýöshreyfingin sé barátta fyrir hagsmunum verka- manna og yfirráöum þeirra ) fir verömætum þeim, sem þeir skapa meö vinnu sinni, lífæð þjóöfélagsins. Þess vegna hef ég þá rúma þrjá áratugi, sem mér hefur auön- azt aö taka þátt í þessari hreyfingu framtíöarinnar, sem er öllu öðru þýöingarmeiri, trúaÖ því, aö verkalýður- inn mætti ekkert missa eða eyða af tækjum þeim, sem hann hefur til umráða. Ég hef álitiö, aö fánýtt hjal og ævintýrabrask ætti ekkert erindi í blöö hans eöa tíma- rit. Útkoma þeirra og afkoma eru keypt striti og svita hins vinnanda manns, fórnarlund hans og áhuga. Ég varö því eölilega undrandi þegar ég sá, aö „Vinn- an“ hafði léð dýrmæt blöö sín til birtingar á illyrðum dr. juris Jóns Dúasonar og staðlausum gífurmælum hans um dönsku þjóðina. Það situr sízt á málgögnum verkalýðsins, að láta hafa sig til þess að ráðast að vinveittri þjóð og hrakyrða hana fyrir hluti, sem hún getur engá ábyrgð borið á. Ég hirði ekki að skattyrðast við dr. Jón Dúason urn þessar reyfarakenndu kröfur, senr hann vill að vér gerum á hendur Dönum, að rninnst kosti ekki í takmörkuðu ritrúmi „Vinnunnar", en um sumt það sem dr. Jón hefur skrifað á öðrum vettvangi, vil ég vísa til greinar í „Þjóðviljanum“. Þær firrur, sem doktorinn ætlar íslenzkunr verkamönnunr að gleypa í grein sinni í „Vinnunni" eru hinsvegar svó fáránlegar, að ég tel umræður um þær mér frekar til rýrðar og læt ég svo útrætt um þær. Hitt atriðið er mikilsverðara, senr að íslenzkum verka- lýð snýr. Það hefur á öllunr tímum verið lráttur yfir- stéttarinnar að veikja franrsóknarmátt verkalýðsins og samtaka hans, að skjóta til hans eldibröndum og sundr- að nreð því fylkingunum. Auðveldast og nærtækast hef- ur venjulega reynzt kynþáttahatur og þjóðernisofstæki. Dæmi slíkra eru mýmörg og öll sorgleg. Dr. Jón Dúa- son hefur heldur ekki sparað þann þáttinn, enda þótt hann hafi skirrst við að taka upp rök nazistanna ó- breytt. Hann veit gerla, aS slíkt og þvílíkt myndi eng- inn Islendingur þola (ég tel ekki nazistaskriflin, senr ríkisstjórn vor fékk sleppt úr verðskulduðum typtunar- húsum í Danmörku og Noregi, seka múgmorðingja). Hann hefur farið að á annan hátt, enda þótt oss íslend- ingum sé engu meiri sænrd að því. Hann hefur reynt að svívirða dönsku þjóðina og kenna henni allri það, senr misvitrir kóngar og gæðingar þeirra gerðu á löngu liðnunr öldum. Þetta er hættulegt íslenzkri verkalýðs- hreyfingu og hún ætti að rísa upp sem einn maður gegn öllunr slíkunr erindrekum yfirstéttarinnar. Verkalýður- inn hefur engu að tapa nreð því að berj ast gegn áróðri Jóns Dúasonár. Hann er ekki verkalýðsins maður, hann hefur aldrei skipað sér í raðir hans, hann hefur aldrei hreyft hönd né fót fyrir hagsmunabaráttu hans, né lagt honum liðsyrði, þegar honum lá á. Dr. Jón Dúason getur aðeins afrekað tvennt: Hann getur tvístrað verka- lýðnum um ósvífnar og vonlausar kröfur til landa, sem vér eigum ekkert tilkall til, og hann getur ófrægt ís- lenzku verkalýðshreyfinguna hjá erlendum stéttarbræðr- um. Hvorf tveggj a er illt og ber að forðast. Eigi ís- lenzkur verkalýður að láta til sín taka við kröfur Jóns Dúasonar, þá ber honum að rísa öndverður gegn þeim og láta ekki af þeirri baráttu fyrr en sá skuggabaldur er sem rækilegast kveðinn niður. Á þrettándanum 1943. Höfuðsmaður og liðsforingi sátu á veitingahúsi, þeg- ar liðþjálji gekk inn salinn, ásamt óveríjufallegri stúlku. Höfuðsmaðurinn, sem var mjög gefinn fyrir fagrar meyjar, sendi innan skamms svohljóðandi miða til lið- þjálfans: „Liðsforinginn hérna er stúdent frá Prince- town háskólanum, en ég sjálfur er stúdent frá Williams- háskólanum, og nú höfum við veðjað um, að við skulum geta upp á, frá hvaða háskóla. þéi\ eruð. Megum við koma að borðinu til yðar, til að vita hvor okkar hefur á réttu að standa?“ Liðþjálfinn sendi svohljóðandi svar til baka: „Herrar mínir, það er alveg óþarfi fyrir ykkur að ómaka ykkur að borðinu til oízkar. Ég er frá fuglafrœðistofnuninni í Audubons, og ég er einfœr um að flokka þessa dúfu, sem er með mér.“ 14 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.