Vinnan - 01.02.1952, Side 6

Vinnan - 01.02.1952, Side 6
HANNIBAL VALDIMARSSON: Reistu í verki viljans merki — VILJI ER ALLT, SEM ÞARF VINNAN er móðir auðæfanna. Ef eitthvert það afl væri til í þjóðfélaginu, sem tryggt gæti hið fyllsta réttlæti, þegar skipt er verðmæti vinnunn- ar, þá bæru þeir ekki — eins og stundum vill henda — minnst úr býtum, sem mest erfiða og trúlegast gegn köllun sinni, hver sem hún er. — Þá væru það ekki iðjuleysingjar og landeyður, sem auðnum safna og í allsnægtum baða, sem feg- urstu klæðin bera og búa í stærstu og vönduð- ustu húsunum, sem mannlegt erfiði og hyggju- vit hefur skapað, eins og einnig vil henda. — Nei, þá væri lífsgæðum Islendinga skipt á allt annan hátt og eftir allt öðrum meginreglum en nú á sér stað. Verkalýðshreyfingin ætti að vera sá skipta- réttur, sem öll önnur öfl þjóðfélagsins ættu að beygja sig fyrir, þegar ávöxtur vinnunnar kemur til skipta. — Og verkalýðssamtökin geta orðið sá skiptaréttur, ef alþýðustéttirnar á Islandi bera gæfu til að standa saman. Ógæfan er sú, að fram til þessa hefur verka- lýðshreyfingin ekki verið einhuga, og þess vegna fjarri því að vera svo sterk og áhrifarík á ýmsum sviðum þjóðlífsins sem hún annars hefði getað orðið. Þess vegna er það, að landi og þjóð er nú stjórnað á þann veg, að vinnandi stéttir landsins geta ekki við unað og mega ekki við una. Ég skal vera stuttorður, er ég lýsi því ástandi, sem ríkjandi stjórnarstefna hefur skapað. En mér virðist niðurstaða lengri lýsingar geta falizt í eftir- farandi setningum: Dýrtíðárófreskjan æðir yfir landið. Hún er nærð af stjórnarstefnunni, sem hófst með gengislækkun, heimilaði brjóstmylkingum sínum, braskaralýðn- um, því næst frjálsa álagningu og bætti svo báta- gjaldeyrisbraskinu þar ofan á. — Þá var það full- komnað. Atvinnuleysisvofan er annað afkvæmi stjórnar- stefnunnar, sem hagsmunir íhaldsstefnunnar hafa mótað í sinni mynd og að sinni þörf. Vegna hags- muna braskaranna er hinn ungi en vaxandi ís- lenzki iðnaður í sárum. Þúsundir karla og kvenna, sem hann veitti örugga atvinnu árið um kring fyrir riimu ári síðan, eru nú atvinnulausir og troða stafkarlsstig. Dýrar verksmiðjur og vinnu- tæki, svo sem hraðfrystihús og fiskvinnslustöðvar, standa ónotuð, en framleiðsluvörur okkar eru fluttar óunnar úr landi. — Þetta er ömurleg lýs- ing, en sönn. Upp á þetta horfir ríkisstjórn íslands án að- gerða. Annaðhvort skortir hana viljann eða gæf- una, nema hvort tveggja sé, til að taka þarna í taumana og ráða bætur á atvinnuleysinu, setja hjólin í gang og fá hverjum vinnufúsum þegni þarflegt verk að vinna. Það er þó, eða ætti að vera a. m. k., fyrsta skylda hverrar ríkisstjórnar. Gagnvart iðnaðinum þarf að komast að skjótri niðurstöðu um, hvaða greinar hans eru ekki líf- vænlegar. Þær ber að sjálfsögðu að höggva eða láta visna og deyja. En öllu því, sem lífsþrótt hefur í íslenzkum iðnaði, þótt því kunni enn þá að vera nokkuð áfátt að ýmsu leyti, ber að veita opinbera aðstoð til að sigrast á erfiðleikunum og efla til meiri þroska. Aðgerðaleysi og sinnuleysi ríkisstjórnarinnar í þessum efnum er dauðasök, sem vinnandi stéttir íslands mega ekki þola og ekki fyrirgefa. En hvað getur alþýðufólkið í landinu þá gert til úrslitaáhrifa á stjórnarfarið? Alþýðufólk á Islandi á aðeins eina von um, að 6 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.