Vinnan - 01.02.1952, Blaðsíða 8
HAFNARVERKAMENN I REYKJAVIK
RÆTT VIÐ EINN AF ÞEIM UM KJÖR ÞEIRRA OG MÁLEFNI
TIL ER í flestum löndum hópur manna, sem
einvörðungu stundar vinnu við fermingu og af-
fermingu skipa og önnur þess konar störf, —
hafnarverkamenn. Slíkur hópur er einnig til hér,
þótt harla fágætt sé að heyra hann nefndan sér-
staka atvinnustétt. Þó eru hafnarverkamenn hér
tiltölulega fjölmennir sakir mikilla flutninga á sjó
og kjör þeirra og störf óneitanlega með þeim
hætti, að þeir greinast ljóslega frá öðrum verka-
mönnum. Allmargir stunda að vísu hafnarvinnu
aðeins í ígripum, en mikill fjöldi gegnir ekki
öðrum störfum árum og áratugum saman — mega
teljast fastir starfsmenn, eftir því sem um slíkt
er að ræða í daglaunavinnu. En þegar atvinnu
skortir eins og nú, leita fleiri og fleiri eftir vinnu
við höfnina, þótt nógir séu fyrir.
Erlendis tíðkast, að hafnarverkamenn myndi
verkalýðsfélag út af fyrir sig. En sú er ekki orðin
raunin á hér. Þeir eiga hér ekki einu sinni sér-
deild í verkamannafélagi. Hljótt hefur verið um
starfsviðhorf þeirra og kjaramál um skeið og mál-
efni þeirra láta sig fáir varða, enda eru þeir í
vitund flestra ekki annað en sérstakur hópur
verkamanna, sem býr við sömu eða svipuð launa-
kjör og aðrir stéttarbræður þeirra og álíka stop-
ula atvinnu. En þótt svo sé, skal hitt viðurkennt,
að hinn fjölmenni flokkur þjóðfélagsins, sem
einu nafni er nefndur verkamenn, greinist eftir
eðli vinnunnar í margar stéttir — er í rauninni
samsafn atvinnustétta.
En hverjar fregnir er að segja af hafnarverka-
mönnum í höfuðstað landsins? Hversu fjölmennir
eru þeir, hvernig eru vinnuskilyrði þeirra og
kjör, og hverra endurbóta vænta þeir af fram-
tíðinni? Skal það nú rakið í fáum dráttum eftir
viðtali við einn af þeim, Albert Imsland, sem
vinnur hjá Skipaútgerð ríkisins hér við höfnina.
Fjöldi þeirra, sem vinna við höfnina er nokkuð
misjafn, en líklega munu um 200 menn hafa þar
jafnaðarlega fasta vinnu. Þar til viðbótar kemur
svo annar álíka hópur, sem enga aðra vinnu
hefur, eins og nú er ástatt, og vinnur þar alltaf,
þegar einhverja vinnu er að fá. Þegar mest var að
gera hér fyrr á árum, komst verkamannafjöldinn
í hafnarvinnunni stundum upp í 600. En telja
verður sennilegt, að um 400 manns byggi afkomu
sína nú því sem næst einvörðungu á vinnu við
höfnina.
Kaup hafnarverkamanna er hið sama og ann-
arra verkamanna í Reykjavík. Þeir eru í tveimur
kaupflokkum, eftir því hvaða störf þeir stunda.
Á hærri launum eru þeir, sem stjórna vinnuvél-
um, svo sem dráttarvögnum og lyfturum, en aðrir
verkamenn á hinu almenna kaupi. Þá eru sér-
taxtar fyrir ýmsa vinnu, svo sem sements- og
kolavinnu.
Uppskipunarvinna í Reykjavíkurhöfn. — Ljósm.: Þorsteinn
Jósepsson.
8 VINNAN