Vinnan - 01.02.1952, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.02.1952, Blaðsíða 10
Stjórn Hlífar á 45 ára afmælinu: Frá vinstri, aftari röð: Jens Runólfsson, Þorsteinn Auðunsson og Bjarni Erlendsson; fremri röð: Sigurður Þórðarson, Olafur Jónsson, Hermann Guðmundsson formaður og Pétur Kristbergsson. Hlíf í Hafnarfirði 45 óra VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF í Hafnarfirði er nú orðið fjörutíu og fimm ára. Það var stofnað á öndverðu ári 1907, en sakir þess að elztu gjörða- bækur þess eru glataðar með öllu, er stofndagur- inn fallinn í gleymsku, mun þó, eftir því sem naest verður komizt, hafa verið í janúarlok eða febrúarbyrjun. Tildrög að stofnun verkamannafélags voru hin sömu í Hafnarfirði og annars staðar. Laun verkafólksins voru bágborin, sömuleiðis allur að- búnaður á vinnustað, réttur þess vettugi virtur og afkoman nokkurn veginn svo ótrygg sem verða mátti. Stofnun félagsins mun hafa borið að með þeim hætti, eftir umtal og undirbúning, að þrír menn úr Hafnarfirði, þeir Jóhann Tómasson, Jón Þórð- arson og Gunnlaugur Hildibrandsson, skrifuðu Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík og fóru þess á leit, að það hefði forgöngu um stofnun verkamannafélags í Hafnarfirði. Sendi Dagsbrún síðan menn suður í Hafnarfjörð til aðstoðar við félagsstofnunina. A stofnfundinum var því gefið það nafn, sem það ber enn, í það gengu þá þegar 40 verkamenn og konur, og Isak Bjarnason frá Oseyri var kjörinn formaður. Félagatalan óx ört fyrstu mánuðina. Heldur fengu verkamenn kaldar kveðjur frá at- vinnurekendum fyrir að stofna með sér stéttar- félag. En þrátt fyrir andstöðu þeirra auðnaðist fé- laginu að fá framgengt allmiklum kjarabótum þegar vorið 1907. Liðu svo fram stundir, að fé- laginu óx jafnan fiskur um hrygg og hlutverk þess í kjara- og réttindabaráttu hafnfirzkrar al- þýðu varð stærra og stærra. Má með sanni segja, að Hlíf hafi ekki einasta verið bezta vörn verka- lýðsins í launabaráttunni, heldur og sú félags- heild, er fylkti liði hafnfirzkrar alþýðu til sóknar í stjórnmálum almennt. Hlífarmönnum var ljóst, að kjör verkalýðsins yrðu ekki tryggð með kaup- gjaldsbaráttunni einni, heldur yrði hann að koma fulltrúum sínum inn í sveitarstjórnir og alþingi. Árið 1926 fékk Alþýðuflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og um leið urðu þátta- Framhald á 28. síðu. 10 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.