Vinnan - 01.02.1952, Blaðsíða 7
á komist stjórnarhættir, sem miða starf sitt fyrst
og fremst við menningu og hagsmunaþörf hins
vinnandi fólks, og hún er fólgin í því, að takast
megi að senda út á sextugt djúp sundurlyndis-
fjandann.
Ef allir sannir verkalýðssinnar settu það ofar
öllum þröngum flokkshagsmunum að styðja þá
ríkisstjórn eina, sem sjá vildi öllum vinnufúsum
höndum fyrir atvinnu, sem setti sér það mark og
mið að efla svo framleiðsluna, að þjóðin geti lifað
af eigin aflafé, en ekki gjöfum annarra þjóða,
seni beitti öllu afli ríkisvaldsins í þjónustu sjávar-
útvegs, landbúnaðar og iðnaðar, en ekki kaup-
höndlunar og brasks, og veitti fólkinu fullt frjáls-
ræði til að velja milli samvinnuverzlunar og
einkaverzlunar — þá yrðu fljótlega stjórnarskipti
og stjórnmálatímamót á Islandi.
En hvenær verður það, að flokkaskilrúmin
innan verkalýðssamtaka, bændasamtaka og iðn-
aðarsamtaka verða lækkuð eða brotin niður að
svo miklu leyti, að þetta verði hægt?
„Það yrði dýrlegur dagur.“
Öll umbótabarátta verkalýðssamtakanna er lýð-
ræðisleg í innsta eðli sínu. Öll félagsmálastarf-
semi — og þeir eru, sem betur fer, ekki margir á
þrautseigri og þróunarvissri umbótaumþokun.
Af því leiðir það, að slík stjórnmálasameining,
sem hér um ræðir, yrði í einu og öilu að byggja
á lýðræðislegum markmiðum. Þeir einir í röðum
alþýðustéttanna, sem öðlazt hafa blinda trú á
vinnubrögð og úrræði einræðis og byltingarstarf-
semi — og þeir eru, sem betur fer, ekki margir á
íslandi — yrðu óhæfir í slíkri sameinaðri alþýðu-
stjórnarstefnu, sem hér hefur verið rædd.
En þó að þeir dragist frá, og eins hinir, sem
með líku móti dýrka skurðgoð auðsöfnunarinnar
á jafnöfgafullan hátt og þjóna þeim við kjör-
borðið sem annars staðar gegn eigin hagsmunum
og vinnandi stéttanna í heild, þá yrði fylking al-
þýðufólksins samt svo fjölmenn og sterk, að ekk-
ert stæðist fyrir. Hin fámenna auðstétt stórút-
gerðar- og kaupsýsluvaldsins, sem hingað til hefur
aðallega hreiðrað um sig í stærsta stjórnmála-
flokki landsins og lagt undir sig öll þýðingar-
mestu embætti og stofnanir þjóðfélagsins yrði
gegn slíku sameinuðu lýðræðisafli vinnandi fólks
til sjávar og sveita vegin og léttvæg fundin.
Slíka lýðræðislega byltingu væri hægt að fram-
kvæma hávaðalaust og sársaukalaust. Hún gæti
komið eins og vorleysing eftir kaldan og strangan
Framhald á 27. síðu.
Forsetinn látinn
SÚ harmafregn barst íslenzku þjóðinni hinn
25. f.m., að fyrsti forseti Islands, herra Sveinn
Björnsson, hefði andazt þá um nóttina.
Við sorgarfregn þessa setti landsmenn hljóða,
og forsetans er minnzt af þjóðinni allri með virð-
ingu og þökk.
í forseta sínum átti ísland mikilhæfan og góð-
viljaðan son, sem af alúð, samvizkusemi og göf-
ugmennsku vann þjóð sinni allt það gagn, er
hann mátti, og var henni jafnframt glæsilegt
sameiningartákn, er hin sundurlynda þjóð þarfn-
aðist mjög.
Árið 1941, er kjósa skyldi ríkisstjóra íslands,
var Sveinn Björnsson kjörinn einróma. 1944 var
hann af alþingi kjörinn forseti hins nýja lýð-
veldis, er stofnað var hér ó landi, þá er form-
lega var slitið sambandinu við Danmörku.
1945 fór fram fyrsta þjóðkjör forsetans, og varð
Sveinn Björnsson þá sjálfkjörinn. 1949 fór á
sömu lund.
Þjóðin var samhuga um að óska ekki eftir að
skipta um mann í forsetastóli, meðan kostur
væri á að njóta Syeins Björnssonar, stjómvizku
hans og mannvits.
Islenzk verkalýðshreyfing minnist hins fyrsta
forseta með einlægri þökk. Hann sýndi málstað
hennar skilning og velvilja.
Við fráfall herra Sveins Björnssonar forseta
sendir Alþýðusamband Islands forsetafrúnni,
hörnum hennar og ástvinum dýpstu samúðar-
kveðjur.
íslenzka þjóðin drýpur höfði við missi síns
fyrsta forseta. —
Helgi Hannesson.
VINNAN 7