Vinnan - 01.02.1952, Side 13

Vinnan - 01.02.1952, Side 13
ÉG GAT ÞESS í síðasta blaði Vinnunnar, að frændur okkar á Norðurlöndum rituðu margt og mikið í blöð sín um öryggi á vinnustöðum. Og grein sú, sem hér birtist, hefur birzt í blaði danskra járn- og málmiðnaðarmanna, „Jern- og Metalarbejderen" og enn fremur í öðrum blöð- um, t. d. norska blaðinu „Jern- og Metalarbeitaren", enda á hún erindi til allra, er vinna við vélar, sem nota benzín, eða beðhöndla blýbenzín að einhverju leyti. Greinina þýddi Geir Óskar Guðmundsson vélfræðingur, en hann hefur annazt þýðingar fyrir félög bifvélavirkja, blikksmiða og járnsmiða um efni, er snerta öryggi á vinnustöðum. S. J. Eitrunarhætta af blýbenzíni Eftir POUL BONNEVIE prófessor, yfir- lœkni viS vinnu- og verksmiðjueftir- litið í Danmörku. EINS OG KUNNUGT ER, hefur verið sett blý- samband tetra-ethyl-blý, í allt það benzín, sem selt hefur verið hér í landi (Danmörku) á seinni árum. Blýsamband þetta bætir eiginleika benzíns sem brennslis í benzínvélum. Þetta svokallaða blýbenzín er alltaf litað, ekki vegna þess að blý- sambandið sjálft hafi sérstakan lit, heldur vegna þess að um það gilda alþjóðareglur, að sé benzín blandað efninu (ethylfluid), á að lita það þannig, að hægt sé að sjá, hve mikið er í því af efninu. Venjulegt vélabenzín er með veikum gulrauðum lit, en flugvélabenzín, sem inniheldur meira blý, er græn- eða blálitað. Þessi litun á benzíninu, sem efnaverksmiðjurn- ar, er framleiða benzínið, hafa komið á og hafa umsjón með, er ekki eingöngu í þeim tilgangi að gefa upplýsingar um gæði benzínsins, heldur er það upphaflega gert sem fastur liður í þeim var- úðarráðstöfunum, sem fljótlega þurfti að gera vegna þess, hve blýsambandið er eitrað. Þegar byrjað var að framleiða og nota efnið, var mönnum ekki ljóst, hve eitrað það var, og það hafði í för með sér mjög margar sýkingar, já og fjölda dauðsfalla. Efnið er frábrugðið venju- legum föstum blýsamböndum á þann hátt, að það er lífrænt (organisk) og lagarkennt efnasamband — blý bundið 4 ethyl hópum (C2 H4). Þessi kol- vetnishópur er í mörgum lífrænum vökvum, sem auðveldlega gufa upp, þar á meðal er sennilega þekktast spritt (ethylalkohol). Þess vegna fá líf- færin etylblý í sig á allt annan hátt en málmkennt blý, blýildi og blýsölt, og það dreifist og verkar öðru vísi á líffærin en þessi efni. Með öðrum orð- um: efni þetta orsakar ekki venjulega blýeitrun, heldur sérstaka ethylblýeitrun. A einfaldan hátt er hægt að segja að ethyl-hóparnir ,,beri“ blýið annaðhvort loftkennt — það gufar upp með benzíninu við venjulegt hitastig — í gegnum lungim eða gegnum óskaddaða húð og þaðan með blóðinu víðs vegar til fituríkra líffæra, sérstak- lega heilans. í líffærunum ,,brennur“ efnið — á sama hátt og vínandi (alkohol) — og skilur eftir blýildi (ösku) í sellum þeim, fyrst og fremst taugasellunum, þar sem það hefur komizt inn. Sjúkdómseinkennin, sem koma í ljós við slíka eitrun, eru þess vegna í flestum tilfellum í sambandi við taugarnar, og oft er erfitt að að- greina þau frá taugaveiklun, er stafar af öðrum ástæðum. Eins og kunnugt er, er öllum helztu líffærun- um stjórnað frá sérstökum taugamiðstöðvum í heilanum, og þess vegna getur eitrunin haft áhrif á blóðrásina o. fl. og í bráðum og alvarlegum til- fellum getur það jafnvel valdið dauða. Svo alvar- legar eitranir koma þó aðeins fyrir, þegar unnið er við sjálft efnið (ethylfluid) eða með botn- fallið í benzíntönkum, þar sem mikið af efninu sezt fyrir. Þeir, sem vinna við þetta, eru nú alltaf varðir með gúmmífötum og gasgrímum o. fl., og það er þessum og öðrum varúðarráðstöfunum að þakka, að hægt er nú að vinna við efnið án hættu, þrátt fyrir það hve mjög eitrað það er. Fylgzt er með því, að varúðarráðstafanirnar séu haldnar, með því að læknar skoða verkamennina með stuttu millibili. Hættan við að fá í sig ethylblý gegnum húðina og lungun er auðvitað — og sem betur fer — miklu minni, þegar unnið er við blýbenzín, þar sem efnið er aðeins 1 %c Við sérstakar aðstæður, t. d. þegar verið er að hella benzíni inni í húsi í lygnu og heitu veðri, hafa komið fyrir bráðar eitranir. Það hefur einnig komið fyrir, þegar heitar vélar hafa verið hreinsaðar með blýbenzíni. Hér í landi (Danmörku) höfum vér oft fengið tækifæri til að komast að raun um, að notkun á blýbenzíni til hreinsunar á ýmsum málmhlutum — sem þó er bannað — hefur orsakað eitranir, sem aðeins er hægt að skýra með áhrifum frá ethyl- VINNAN 13

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.