Vinnan - 01.02.1952, Síða 15
25 ARA
Samhand
matreiðslu- og
framreiðslumanna
SAMTÖK matreiðslu- og framreiðslumanna eru
aldarfjórðungs gömul 12. febrúar þetta ár. Þann
dag 1927 komu fimm framreiðslumenn og tveir
matreiðslumenn saman til fundar að Hótel Borg
og ákváðu að stofna félag til að efla stétt sína og
hagsmuni. 4. marz sama ár var haldinn framhalds-
stofnfundur, og bættust þá átta í hópinn, svo
að stofnfélagar töldust 15 alls. Félagið nefndist
Matsveina- og veitingaþjónafélag Islands.
Frumherji þessarar félagsstofnunar var Ólafur
Jónsson framreiðslumaður. Hann hafði víða farið
og kynnzt samtökum stéttarbræðra sinna erlendis,
enda sá hann ljósast, hvert er gildi samtakanna
fyrir fámenna og lítt viðurkennda stétt. Ólafur
var formaður félagsins fyrstu árin, en hann and-
aðist árið 1934.
Félagið gekk árið 1931 í Alþýðusamband ís-
lands, og árið 1937 gerðist það aðili að fulltrúa-
ráði sjómannadagsins. Það klofnaði árið 1941. —
Bar annar hlutinn sama nafn og áður og var
áfram í Alþýðusambandinu, en hinn nefndist Fé-
lag framreiðslumanna og gekk í Landssamband
iðnaðarmanna. Félög þessi voru síðan sameinuð
á ný á öndverðu ári 1950 og þá tekið upp nafnið
Samband matreiðslu- og framreiðslumanna.
Aðalverkefni félagsins hefur frá upphafi verið
að hlynna að kjörum og menntun stéttarinnar.
Það gerði fyrsta kaup- og kjarasamninginn árið
1933 við Eimskipafélag íslands, en síðan hefur
það átt í vinnudeilum þrisvar við skipafélögin,
árið 1938, 1948 og 1950.
Það hlaut að verða eitt mesta kappsmál félags-
ins að koma því til leiðar, að störf matreiðslu-
og framreiðslumanna yrðu viðurkenndar iðngrein-
ar, og fyrir atbeina þess náðist slík viðurkenning
yfirvaldanna árið 1941. En í því sambandi hlaut
félagið og að láta til sín taka menntun stéttar-
Stjórn og varastjórn S. M. F. Talið frá vinstri: fremri röð:
Marbjörn Björnsson, Janus Halldórsson ritari, Böðvar
Steinþórsson formaður, Guðmundur H. Jónsson varafor-
maður; aftari röð: Ingimar Sigurðsson gjaldkeri, Páll
Arnljótsson, Friðrik Gíslason, Theódór Olafsson og Sveinn
Símonarson Osterö.
innar. Stuðlaði það því að stofnun sérskóla fyrir
hana, en honum, matsveina- og veitingaþjóna-
skólanum, er ætlað rúm í sjómannaskólahúsinu.
Samband matreiðslu- og framreiðslumanna
gefur út tímaritið „Gestinn“, sem fjallar um veit-
ingamál. Ritnefnd þess skipa nú: Sigurður B.
Gröndal formaður, Böðvar Steinþórsson, Ingimar
Sigurðsson, Friðrik Gíslason og Ragnar S.
Gröndal.
Lengst hafa setið í stjórn samtakanna Stein-
grímur Jóhannesson og Sigurður B. Gröndal, 9
ár hvor, þar næst Janus Halldórsson 8 ár. For-
maður hefur verið lengst Böðvar Steinþórsson, í
6 ár, en Ólafur Jónsson og Sigurður B. Gröndal
í 5 ár hvor.
Merkisctfmœli félaga
ÞAÐ ER vel viðeigandi og raunar öldungis sjálfsagt,
að Vinnan, tímarit Alþýðusambandsins, geti þess, eftir
því sem rúm leyfir, er verkalýðsfélög eiga merkisafmæli.
En hætt er við, að nokkur misbrestur verði á slíkum frétta-
flutningi, ef ekkert sérstakt er gert í því skyrn, og hend-
ing ráði vali, með því að oft er hljótt um slíka viðburði
úti á landi og örðugt suður í Reykjavík að fylgjast með
öllum, hvar sem er á landinu, svo að vel sé.
Fyrir því eru það eindregin tilmæli Vinnunnar, að for-
ustumenn verkalýðsfélaganna láti hana vita, ef merkis-
afmæli fer í hönd, og væri nauðsynlegt að senda henni
glöggar en stuttorðar upplýsingar um hlutaðeigandi félög
í tíma. Rúm ritsins er að vísu lítið, en reynt mun verða
að sjá af dálitlu horni fyrir hvert félag.
VINNAN 15