Vinnan - 01.02.1952, Síða 19

Vinnan - 01.02.1952, Síða 19
SAMBANDSTÍÐINDI Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps. Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps var haldinn 30. des. s. 1. Stjóm félagsins var endurkjörin, og skipa hana þessir: Páll O. Pálsson formaður, Margeir Sigurðsson ritari, Elías Guðmundsson gjaldkeri og með- stjórnendur Karl Bjarnason og Jón Júlíusson. Bifreiðastjóradeild félagsins hefur sagt upp samningum og stendur deila þar yfir. Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar. Aðalfundur vörubílstjórafélagsins Þróttar var haldinn 20. jan. s. 1. Stjórnin varð sjálfkjörin, þar eð aðeins einn listi kom fram. Stjórnina skipa: Friðleifur Friðriksson for- maður, Jón Guðlaugsson varaformaður, Ari Agnarsson ritari, Pétur Guðfinnsson gjaldkeri og meðstjórnandi Ás- grímur Gíslason. Varastjórn skipa: Gunnar S. Guðmunds- son og Halldór Auðunsson. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn 20. jan. s. 1. Hafði stjórn félagsins þá verið kjörin að við- hafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Skipa hana þessir menn: Garðar Jónsson formaður, Sigfús Bjarnason varaformaður, Jón Sigurðsson ritari, Eggert Ólafsson gjaldkeri, Hilmar Jónsson varagjaldkeri, meðstjórnendur: Þorgils Bjarnason og Sigurgeir Halldórsson. Varamenn í stjórninni eru: Ólaf- ur Sigurðsson, Garðar Jónsson og Jón Árnason. Aðalfundur Bjarma á Stokkseyri. Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma á Stokkseyri var haldinn 17. jan. s. 1. Stjórnin var öll endur- kjörin, en hana skipa: Björgvin Sigurðsson formaður, Helgi Sigurðsson varaformaður, Gunnar Guðmundsson ritari, Frímann Sigurðsson gjaldkeri og Gísli Gíslason meðstjórnandi. Nýlega hefur verið haft upp á fyrstu fundargerðabók félagsins, sem talin var glötuð. Félagið er nú 48 ára gamalt. Aðalfundur Starfsmannafélagsins Þórs. Aðalfundur Starfsmannafélagsins Þórs í Reykjavík var haldinn 29. jan. s. 1. í stjórn voru kjörnir: Björn Pálsson, sem verið hefur formaður félagsins frá stofnun þess og er nú kjörinn til starfsin® í 17. sinn, Viktor Þorvaldsson vara- formaður, Gunnar Þorsteinsson ritari, Albert Jóhannsson gjaldkeri og Högni Högnason meðstjórnandi. Stjórnarkjör í Verkalýðsfélagi Borgamess. Aðeins einn listi kom fram til stjórnarkjörs í Verkalýðs- félagi Bolungavíkur, og urðu því þeir, sem hann skipuðu, sjálfkjömir í stjórn: Stjórnina skipa: Ingimundur Stefáns- son formaður; Páll Sólmundsson varaformaður, Ágúst Vigússon ritari, Haraldur Stefánsson gjaldkeri og Hafliði Hafliðason meðstjórnandi. Stjómarkjör í Verkalýðsfélagi Borgarness. Stjórnarkjör fór fram í Verkalýðsfélagi Borgarness um síðustu helgi í janúar að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu. Kosningu hlutu: Jón Guðjónsson formaður, Ingi- mundur Einarsson ritari og Helgi Ormsson gjaldkeri. Aðalfundur Verkalýðsfélags Hólmavíkur. Aðalfimdur Verkalýðsfélags Hólmavíkur var haldinn 20. jan. s. 1. í stjórn voru kjörnir: Stefán Jónsson formað- ur, Þorgeir Sigurðsson varaformaður, Þórður Björnsson ritari, Árni Gestsson gjaldkeri og Bjarni Halldórsson fjár- málaritari. Aðalfundur Sveinsfélags Prentmyndasmiða. Aðalfundur Sveinafélags Prentmyndasmiða í Reykjavík var haldinn 6. febrúar s. 1. í stjórn voru kjörnir Sigur- björn Þórðarson 'formaður, Benedikt Gíslason ritari, Jón Stefánsson frá Hvítadal gjaldkeri og í varastjórn Gretar Sigurðsson. Aðalfundur Verkamannafélags Raufarhafnar. Aðalfundur Verkamannafélags Raufarhafnar var hald- inn 23. jan. s. 1. Stjórn félagsins skipa nú: Eiríkur Ágústs- son formaður, Jón Einarsson varaformaður, Ágúst Magnús- son ritari, Björn Hólmsteinsson gjaldkeri og Magnús Jóns- son meðstjórnandi: Einn listi kom fram til stjórnarkjörs, og varð þessi stjórn því sjálfkjörin. Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar. Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði var haldinn 10. fébrúar s. 1. Aðeins einn listi kom fram til stjórnarkjörs, og þeir, sem hann skipuðu, urðu því sjálf- kjörnir. f núverandi stjórn eiga sæti: Ólafur Jónsson for- maður, Jens Runólfsson varaformaður, Sigurður Þórðar- son ritari, Þorsteinn Auðunsson gjaldkeri, Bjarni Erlends- son varagjaldkeri, Pétur Kristbergsson vararitari og Sig- urður Einarsson fjármálaritari. Aðalfundur Dagsbrúnar. Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún í Reykjavík var haldinn 28. janúar s.l. Stjórn félagsins var kjörin að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu og skipa hana þessir: Sigurður Guðnason formaður, Hannes M. Stephensen vara- formaður, Eðvarð Sigurðsson ritari, Tryggvi Emilsson gjaldkeri, Páll Þóroddsson fjármálaritari og meðstjórn- endur: Vilhjálmur Þorsteinsson og Skafti Einarsson. Vara- stjórn skipa: Ingólfur Pétursson, Sveinn Óskar Ólafsson og Björn Sigurðsson. VINNAN 19

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.