Vinnan - 01.02.1952, Qupperneq 27
Kaupgjald við vega- og brúargerð
Samkvæmt samningum við Vegagerð ríkissjóðs, dags.
21. maí 1951, verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og
með 1. marz til 1. júní 1952, sem hér segir:
1. Fyrir ibifreiðar með vélsturtum, er flytja hlassþunga
af möl 2—3 tonn, sé kaup kr. 45.36 um klukkustund. Ef
ekið er meira en 112 km. á dag miðað við 8 sunda vinnu,
skal greiða kr. 2.40 viðbótargjald á hvern hlaupandi km.,
sem er fram yfir 112 km.
2. Fyrir aðra flutninga:
Fyrir bifreiðar 2—2% tonna ............ kr. 42.94 á klst.
_ _ 2y2—3 — ....... — 47.81 - —
_ _ 3—31/2 — ....... — 52.65 - —
_ _ 3i/2_4 _ ....... _ 57.51 - —
Fyrir 10 hjóla bifreiðar ................ — 62.35 - ■—
Ef ekið er meira en 100 km. á dag miðað við 8 stunda
vinnúdag, skal greiða viðbótargjald á hvern hlaupandi
km., sem er framyfir 100 km. sem hér segir:
Fyrir bifreið með 2—2% tonna hlassþunga .. kr. 2.35
— — — 2y2—3 — — — 2.60
— — — 3—3V2 — — .. — 2.85
— — — 3V2 og þar yfir ........ — 3.10
Fyrir 10 hjóla bifreiðar ...................... — 3.35
Taxti þessi miðast við að bifreiðarnar hafi vélsturtur.
Fyrir flutninga, á verkafólki kr. 2.80 fyrir hvern hlaup-
andi km.
Samkvæmt samkomulagi um verðlagsuppbót verður
kaup fyrir marz til og með maí 1952, sem hér segir:
Grunnkaup kr. 6.60 gerir ........................ kr. 9.77
— — 9.00 — — 13.32
— — 9.12 — — 13.50
_ _ 9.24 — — 13.68
_ _ 9.90 _ _ 14.49
_ _ 10.20 — — 14.86
_ _ 10.8O — — 15.59
Mánaðarkaup stúlkna, grunnkaup kr. 1.320.00 gerir hér.
1.953.60. Fyrir hvern mann í mötuneyti, sem framyfir er
10 menn, greiðist kr. 195.36 á mán.
Reistu í verki viljans merki —
Framhald af 7. síðu.
vetur og umbreytt íslenzku þjóðfélagi. Hún gæti
borizt um landið allt og altekið þjóðfélagið eins
og blærinn, þegar bylgju slær á rein, en máske
líka brotizt út sem stormur, svo að hrikti í grein.
Draumórarugl — mun margur segja. En ég segi
nei. —- Þetta getur verið nálægur veruleiki, aðeins
ef alþýðufólkið í landinu — eða meginþorri þess,
vill það og vinnur að því af heilum hug. Hitt er í
rauninni mesta undrunarefnið, að þetta skuli ekki
hafa gerzt fyrir löngu síðan.
Dýrtíðarmálið hefur reynzt óleysanlegt öllum
sambræðslustjórnum. — Það og fleiri stórmál eru
óleysanleg öllum íhaldsmenguðum sambræðslu-
stjórnum, sem við erum dæmd til að búa við á
næstu árum um ófyrirsjáanlegan tíma, ef samein-
ing alþýðustéttanna kemst ekki í verk.
Spurningin er bara þessi:
Vilt þú í verkalýðsfélaginu, þú í kaupfélaginu,
þú í unghreyfingu eða félagi flokks þíns, þú í
félaga- og vinahópnum, þú á vinnustaðnum, hvort
sem hann er á eyrinni eða upp til sveita, í verk-
smiðju eða á votum leiðum sjómannsins — taka
að vinna að alþýðustjórnarfari á Islandi?
Þegar þú gengst undir það merki, muntu sigra.
Þegar það sameiningarmerki verkafólks, iðnaðar-
manna og bænda verður borið fram, verður frið-
samleg og framfararík stjórnmálabylting á Islandi.
— „Reistu í verki viljans merki — vilji er allt,
sem þarf.“
Hafnarverkamenn
Framhald af 9. síðu.
Að þessum sjálfsögðu úrbótum á kjörum og að-
búnaði við vinnu mundi félagsdeild hafnarverka-
manna auðvita keppa, ef til væri. Og það er
sannarlega kominn tími til að stofna slíka deild
innan verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sökum
þess að annars er ólíklegt, ef dæma má eftir
reynslunni, að nokkuð verði að gert. Yrði slík
félagsdeild hafnarverkamanna stofnuð, fengju
þeir að velja menn úr sínum hópi til að hrinda
áhugamálum sínum í framkvæmd, vitaskuld með
aðstoð félagsins í heild og annarra verkalýðsfé-
laga. Og þá væri málið þegar komið á nokkurn
rekspöl. Hafnarverkamenn vita sjálfir bezt, hvar
skórinn kreppir að, og þeim er sjálfum bezt
treystandi fyrir málefnum sínum.
Eitrunarhœtta af blýbenzíni
Framhald af 13. síðu.
virkjar ekki nota benzín af tönkum bifreiðanna
til þess að hreinsa með.
í þriðja lagi verða þeir, sem gæta benzíntank-
anna að forðast að anda að sér og væta hendumar
að nauðsynjalausu í vélabenzíni. Hættuleg áhrif
hafa oft komið í ljós, þar sem aðeins hefur verið
um þetta að ræða.
Að lokum verða einnig bifvélavirkjar og að-
stoðarmenn þeirra að forðast að anda að sér sóti
frá vélunum, útblástusrrörum o. fl. og að snerta
VINNAN 27