Vinnan - 01.02.1952, Qupperneq 28

Vinnan - 01.02.1952, Qupperneq 28
botnfall í benzíntönkum, og komi það fyrir, þá að þvo hendurnar sem fyrst. Með samvinnu á milli heilbrigðisstjórnarinnar, verksmiðjueftirlitsins, benzínsalanna og fagfélaga vélaiðnaðarins hefur þess vegna verið samin reglugerð, sem krafizt er, að fest sé upp í öllum bifvélaverkstæðum. — Fylgið henni. Hlíf 45 ára Framhald af 10. síðu. skipti í sögu Hlífar. Nú tóku við stjórn bæjarins menn, sem voru félagsmenn í Hlíf — menn, sem alþýðan sjálf hafði kjörið til að gera stefnumál sín að veruleika, enda sáu verkamenn vonir sínar fara að rætast smátt og smátt upp úr því. Hlíf hefur jafnan átt merkan þátt í vexti og sigrum verkalýðshreyfingarinnar. Arið 1931, á at- vinnuleysisárunum, náðist fram sú krafa félagsins, að félagsbundnir verkamenn gengju fyrir allri verkamannavinnu, og fjölgaði stórum í félaginu eftir það. Hlíf varð eitt fyrsta félagið, ef ekki fyrst allra, til að ná samningum við atvinnurekendur um 8 stunda vinnudag, og samið hafði félagið um sumarleyfi verkamanna, áður en orlofslögin náðu fram að ganga á alþingi. Naut félagið og jafnan góðrar samvinnu við bæjaryfirvöldin í Hafnarfirði. Hlíf stofnaði blaðið Hjálm árið 1912. Það var fyrst lengi vel handskrifað og lesið upp á félags- fundum. Utgáfa þess féll niður um langt skeið, um tíma kom það út fjölritað, en síðasta áratuginn hefur það komið út prentað. Styrktarsjóður Hlíf- ar var fyrst stofnaður árið 1914. Hann var síðan sameinaður félagssjóði, en árið 1941 var stofn- aður styrktarstjóður á ný. Hlutverk sjóðsins er að styrkja fátæka eða bágstadda félagsmenn. Árið 1916 stofnaði Hlíf pöntunarfélag, er að vísu lá niðri um skeið, en þó varð upphafið að núver- andi Kaupfélagi Hafnarfjarðar. Fjöldi félagsmanna í Hlíf er nú um 600. Innan þess starfa tvær sérdeildir: vörubílstjóradeild, stofnuð 1931, og vélgæzlumannadeild, stofnuð 1949. Fólksbílstjóradeild var stofnuð 1946, en hún myndaði sjálfstætt félag 1949. Það er bifreiða- stjórafélagið Neisti. Lengst allra hefur Hermann Guðmundsson verið formaður félagsins eða s.l. 12 ár. Næstur honum er Sveinn Auðunsson, sem var formaður um 8 ára bil og aðalforustumaður félagsins fyrstu árin. +---------------—«— --------------------* VINNAN ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: SKRIFSTOFA ALÞÝÐU SAMB ANDS ÍSLANDS, ALÞÝÐUHÚS- INU, HVERFISG. 8—10, REYKJAVÍK, SÍMI 3980 VERÐ HVERS HEFTIS í LAUSASÖLU KR. 5.00 ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. • VITASTÍG +■""_«------'■—«»■---------------------+ Negrarnir og verkalýðshreyfingin Framhald af 18. síðu. húsinu, hefði ég aldrei komizt lengra í gistihúsinu vegna litarháttar míns. Þannig er misréttið á borði, þótt annað sé í orði. En aðstaða negranna fer síbatnandi. Nú eru margir negrar orðnir efnaðir menn, sem hafa einhvern atvinnurekstur með höndum. Þeir láta kynbræður sína sitja fyrir vinnu og njóta velgengni sinnar á margan hátt. Þannig fórust prófessornum orð. Það vakti athygli mína, að á mörgum skrifstof- um og öðrum þægilegum vinnustöðum, sem ég kom á í Bandaríkjunum, vann mikill fjöldi af negrum. Við eftirgrennslan komst ég að raun um það, að í þeim ríkjum, sem jafnréttislögin eru í gildi, gæta hyggnir atvinnurekendur þess að hafa svo marga negra í vinnu, að engin hætta sé á því, að þeir brjóti lögin. Við félagarnir komum í negrahverfi í stórborg, byggð gömlum og nýjum húsum. í gömlu hverf- unum blasti sóðaskapurinn við. Þau hverfi er víða verið að rífa niður og byggja upp aftur. Gera það ríki og bæjarfélög. En í nýju hverfimum var allt með líkum svip og í verkamannabústaða- hverfum hvítra manna. Þrifnaður og umgengni virtist vera í góðu lagi. Börn og aðrir íbúar þessara hverfa báru engan ómenningarblæ. í Bandaríkjunum er félagsmálaþróunin nú mjög ör með vaxandi áhrifum verkalýðshreyfingar- innar. Negrarnir hafa verið aftur úr hvíta kyn- þættinum. En nú hefur verkalýðshreyfingin tekið þá undir sinn verndarvæng. Hún berst ötullega fyrir fullu jafnrétti þeirra við aðra þegna þjóð- félagsins og mun vissulega ná settu marki. 28 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.