Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 13

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Blaðsíða 13
aði yfix mér. Lág rödd hennar hljómaði enn í eyrum mínum og minningin um það, þegar fing ur okkar snertust, kom mér til að titra. Ég stóð upp og virti hana fyrir mér. Hún ætlast sjálfsagt til að ég sýni henni ástaratlot, sagði ég við sjálfan mig. Hún mundi hlæja að mér, ef ég gerði það ekki. Dökkhærði pilturinn leit ekki út fyrir að vera neinn engill. Hún er heimskona og hún er fallegasta konan, sem ég hef nokkru sinni verið einn með. Þá minntist ég hins alvarlega augnaráðs hennar, þegar hún virti mig fyrir sér í lestinni, og hálfkæfða uppgerðar-hláturs- ins .... Allt í einu laut ég niður og kyssti hana á ennið. Svo tók ég af henni skóna og færði hana úr sokkunum og kjólnum, eins og hún væri lítið, elskulegt barn. Ég breiddi á- breiðuna yfir hana, brá mér í náttfötin og fór upp í mitt eig- ið rúm. Ég leit einu sinni á hana, áður en ég slökkti ljósið. „Góða' nótt, elskan mín,“ heyrði ég mig sjálfan segja. * Þegar ég vaknaði, sá ég, að hún sat framan á rúminu sínu. Hún hlýtur að hafa verið búin að snyrta sig, því að útlit henn- ar var ferskt og sællegt. Hún brosti til mín. ,,Hvað kom fyrir ?“ spurði hún hlæjandi. „Við hljótum að hafa drukk- ið talsvert,“ sagði ég. „Er allt í lagi með þig?“ spurði hún. „Mér líður ekki sem verst, en þér?“ „Ó, mér líður ágætlega.“ Hún Lawrence Tierney og Nan Leslie í „Morðingi fyrir ferðafélaga". brosti. „Hvers vegna ætti mér ekki að líða vel?“ „Og sérð ekki eftir neinu?“ „Vertu ekki með neina vit- leysu. Og auk þess — hvernig getur maður séð eftir því, sem maður man ekki?“ ,,Ég man.“ „Og sérðu eftir því?“ „Nei.“ „Gerði ég þig hamingjusam- an?“ „Ákaflega,“ sagði ég. Ég var ákveðinn í því að láta hana aldr- ei komast að, hvílík gunga ég hafði verið. En auk þess sagði ég líka satt. Hún reis á fætur. „Þetta er þá allt í lagi,“ sagði hún. Hún tók eitthvert dót upp úr töskunni sinni og kjólinn af rúmgaflinum, svo fór hún inn í baðherbergið. Ég heyrði, að 2 2 9 HEIMILISPÓSTURINN 11

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.