Heimilispósturinn - 15.02.1951, Side 21

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Side 21
iS, sem kom út þessari hliðinni á honum. Fólk á skipsfjöl er ólíkt fólki á landi; á skipsfjöl gerast menn for- vitnari um náungann, og furðuleg kynni spretta upp eins og gorkúlur og hjaðna og hverfa jafnskjótt sem komið er í landsýn. Það er traust vinátta, sem stofn- ast í tollgaszlunni, í viðureign við burðarkarla og kapphlaupinu að lest- inni, Sem bíður í áfangastað. En það var eitt um herra Pel, sem var í senn lærdómsríkt og skemmtilegt. Þessi málgefni maður, sem svo virt- ist, lét aldrei neitt uppi um hagi sjálfs sín, enda þótt hann hafi vafa- laust haft frá mörgu að segja, þar sem hann hafði grætt stórfé á tog- leðri og talið var, að hann væri í þann veginn að verða stórauðugur á tini. Ekki talaði hann heldur um aðra menn, nema með almennum orð- um eða til lofs. Mjög varkár mað- ur og hefur farið eftir heilræðinu „tungu geymdu þína“. Þegar landfestar voru leystar og vélarnar famar að hrista skipið, tók að fjölga í reykskálanum, flestir hol- lenzkir, og herra Pel, sem virtist þekkja alla, sneri athygli sinni að öðrum en sjálfum mér. III. Ég sá stúlkuna yndislegu við kvöld- verðinn. Hún og förunautur hennar sátu einar við lítið borð hægra meg- in við salardyrnar. Þar sem ég sat við borð yfirstýri- manns, hafði ég lítið færi á að yeita henni nána eftirtekt eða láta hana verða áskynja um athygli mína með augnaráði eða svip. Eg þurfti reynd- ar að snúa höfði til hliðar til þess að sjá hana, en það sem ég sá af henni, dró ekki hið minnsta úr þeirri tilfinn- ingu, sem var farin að dafna í brjósti mér. Hún var sannarlega mjög yndisleg, og enn fegurri hjá druslulegri kerl- ingunni, sem hún var með; hún hafði jafnvel ekki hirt um að fara í kvöld- kjól, — ósvikin hollenzk húsmóðir, en fyrirmannleg' í yfibragði og ein- beittnisleg, var sýnilega mikils háttar. Ég veitti því lika eftirtekt, að frammistöðumennirnir, það voru Javabúar, voru sérstaklega stima- mjúkir við hana. Já, sýnilega mikils háttar, en skipti mig engu allt um það; ég sá ekki annað en förunaut hennar. Stúlkan var ekki í samkvæmiskjól, eins og sumt hollenzka kvenfólkið, sem þarna lét bera á frekar hoid- ugri fegurð sinni. Hún var með eins- konar austurlenzkt sjal og bar það eins og austrænar konur geta einar; enga hafði hún skartgripi, það ég gat séð. Þetta gladdi mig einhvern veginn. Hlægilegt, má það ekki heita, að mér skyldi vera orðið svo annt um hana ? Jæja, ef til vill ekki svo hlægi- legt, þegar gætt er töfra hennar og augnaráðs, sem hafði virzt hvíla eitt andartak með velþóknun á mér, — og æsku minnar. Að kvöldverðarlokum leit ég við af tilviljun. Hún var að standa upp frá borðinu og í þann veginn að fara á eftir förunaut sinum. Augu okkar mættust, dvöldu andartak, svo var hún horfin. Skömmu síðar fór ég úr mat- salnum og upp í hljómleikasalinn, þar sem kaffi var á borðum. Þar fylltist brátt, en stúlkan mín var ekki þarna, hvorki hún né förunaut- ur hennar. Hljómsveitin lék, en ég lagði ekki hlustir við hljóðfæraslætt- inum né skrafi herra Pels. Ég fékk mér vindil og fór út á þiljur og horfði á túnglið, sem var að rísa úr hafi. Tunglið, einkavinur elskenda og ástsjúkra um allar aldir. 9 9 9 HBIMILISPÖSTURINN 19

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.