Heimilispósturinn - 15.02.1951, Side 31

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Side 31
Birger Malmsten og Eva Stiberg í kvik- myndinni Eva. (Sjá kvikmyndaopnu, bls. 32). íð með fögnuði. — en hvergi sást Louise. Og þegar aftur varð bjart í salnum, immu tárin nið- xtr kinnar hennar. Faðir- inn hristi höfuðið og Jkvaðst fara heim til sín sama kveldið. Hann skiidi það ekki, að allur sá hluti myndarinnar, sem Louise hafði leikið í, hafði veriö klipptur frá. Ef hún hefði haft leik- gáfu, sagði hann, þá hefði það aldrei verið gert — þetta væri vitn- isburð.ur um getuleysi hennar. Louise lifði þessi vonbrigði af — sjúkra- bifreiðin sótti hana eins og svo margar aðrar. Önnur ung stúlka lék í sjö myndum, og í engri þeirra var hún sýnd. Brezkur liðsforingi kom nýlega til Hollywood og fékk undir eins allstórt hlut- verk. Hann var fríður sýnum og gáfaður, gentleman út í yztu æsar, og allir spáðu honum Ijómandi framtíð. Við skulum sjá, hvað áhorfendurnir segja, sagði forstjóri kvikmyndafé- lagsins, en það er svo sem engin hætta á öðru, en að þeir verði hrifnir, ef ég þekki þá rétt. En áhorfendurnir fengu aldrei að segja álit sitt um liðs- foringjann, því að allt hlutverk hans var klippt burtu. Meðan hann var að bíða eftir nýjum starfa, komst hann í fjárhags- kröggur, gaf út ávísanir, sem engin inneign var fyrir, og fyrir skömmu fannst lík hans í höfninni í San Pedro. Nauðsyn krefst þess, að mað- urinn með skærin klippi úr mörg af smærri hlutverkunum. Um leið sker hann í sundur von- ir og baráttu margra byrjenda, sem svo eiga sér einskis annars úrkosta en — sjúkrabifreiðina. X. Nokkuð löng bið. Forstöðumaður náttúrugripasafns- ins vaknaði eina sunnudagsnótt um þrjúleytið við það, að síminn hringdi. Það heyrðist veik rödd í símanum: ,,Er þetta forstöðumaður Náttúru- gripasafnsins ? Getið þér sagt mér, hvenær safnið verður opnað næst?“ „Hvern fjandann meinið þér með því að hringja mig upp um miðja nótt, til þess að spyrja að slíku? Safnið verður ekki opnað fyrr en á mánudaginn ?“ „Ekki fyrr en á mánudaginn?" „Nei.“ ,,Ja, það getur orðið nokkuð óþægi- legt fyrír mig. Ég er nefnilega lok- aður inni i safninu." .9 9 5 BEIMILISPÖSTURINN 29

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.