Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 20

Heimilispósturinn - 15.02.1951, Qupperneq 20
Sagan, sem hann sagði mér, var á þessa leið: Ég fer alltaf á hollenzku skipi, þegar ekki er völ á ensku, það er að segja þegar hægt er að ná í hol- lenzkt skip. En á því eru engin vandkvæði fyr- ir austan 95. lengdarbaug og fyrir vestan Papúa, því að þarna eru ,,Ne- derland“-skipin og fjöldi annarra skipa, sem bera „Amsterdam" utan á sér og hægt er að velja úr. Maður sagði við mig í Sandabar: „Ef þú ætlar heim í næsta mánuði og hefur ekki ráðið þér far, þá skaltu fara á Haag; það veltur ekki, það er hollenzkt, maturinn góður, og þú hittir þar fleira athyglisvert fólk heldur en á enskum skipum.“ Þetta var fyrir löngu, þegar ég var nýr í Austurlöndum, og mér reyndist þetta vel ráðið, en enda þótt maturinn væri sæmilega góður á þessu skipi, var mannfólkið frek- ar leiðinlegt. Ég var mjög imgur, þegar þetta var, rétt um tvítugt, var ekki far- inn að gefa mig við þeirri atvinnu, sem ég hef nú, og vissi lítið um heiminn og háttu hans, sérstaklega um þann hluta hans, sem hylur sig undir marglitu og glitrandi yfirborði Austurlanda. Það var ekki vandi minn að horfa á eftir ungum stúlkum, en á skipinu var stúlka, sem kom mér til þess að líta um öxl. Ég sá hana daginn sem ég steig á skip. Hún var ekki af Norðurálfu- kyni, að minnsta kosti bar ekki á því, hafi Norðurálfublóð runnið i æð- um hennar. Hún var raunar, ég komst síðar að því, kínversk í föðurætt. Sumir sækja fríðleik til Kínverja, og það vissi ég, þegar ég stóð þama sem hún hafði varpað á mig augum og litið aftur af mér andartaki of seint. Þú munt segja, að nú ætli ég að segja þér ástarsögu. Þú átt kollgát- una, — eina ástarævintýrið, sem ég hef verið við riðinn, og góð saga, að ég ætla, — en ekki fyrir þá sök. En þú getur sjálfur dæmt um. Hún stóð við hliðina á konu, sem bersýnilega var hollenzk, förunautur hennar, komst ég að síðar. Þær þok- uðust í gegnum hópinn, sem flykkt- ist á skip, á eftir þjóni, sem sýni- lega var að vísa þeim til herbergis, og ég elti þær með augunum og sá, að hann fór með þær að tveggja klefa íbúð á bátaþiljunum. Sýnilega efnafólk, að minnsta kosti ekki á öðru farrými, og ég man, að ég hugs- aði til þess með ánægju, að mér gæf- ist ef til vill færi á að kynnast stúlk- unni, þar sem við værum á sama farrými. Svo fór ég inn í reykskál- ann. II. I reykskálanum sat herra Pel; við vorum málkunnugir, og hann var á leið til Rotterdam í orlofi. Þarna sat hann, sveitur og fumandi og var ný- búinn að ná í tösku, sem lestarstjór- inn hafði látið fara niður í lest í staðinn fyrir klefa herra Pels. Hann var að dreypa á blcndu af vermút og' brennivíni, og ég fékk mér glas með honum, og hann kvaðst því feg- inn, að ég væri samferðamaður hans, og því næst spurði hann mig urn farangur minn. Hann var einn af þessum föðurlegu mönnum, sem aldr- ei eru ánægðari en þegar þeir eru að ráða öðrum heilræði, enda þótt hann lenti sjálfur oft í vandræðum, — samanber töskuna, sem hafði mis- farizt af fyrirhyggjuleysi hans að láta ekki merkja hana með klefa- merki. Svo spurði hann mig um fram- tíðarhorfur mínar og hvað ég ætl- aðist fyrir í Evrópu. Við höfðum átt viðskipti saman og hitzt í klúbbn- um, og hann hafði aldrei sýnt mikla forvitni um mína hagi. Það var skip- 18 HEIMILISPÖSTURINN 2 2 2

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.