Heimilispósturinn - 15.02.1951, Síða 17
„Þáð er mín skoðun,“ sagði
gamli maðurinn, ,,að líki við-
skiptavini ein vörutegund, þá
muni hann koma aftur, þegar
hann vanhagar um aðra. Jafnvel
þó að hún sé dýrari.“
,,Er það þá satt, að þér seljið
ástardrykk?“ spurði Alan.
„Ef ég seldi ekki ástardrykk,“
sagði gamli maðurinn, um leið
og hann teygði sig eftir annarri
flösku, „hefði ég ekki sagt yð-
ur frá hinni blöndunni. Það er
aðeins þegar maður er fær um
að uppfylla óskir fólks, að mað-
ur getur leyft sér að vera svona
opinskár."
„Og þessi drykkur," sagði Al-
an. „Er hann ekki aðeins —“
„Nei, nei,“ sagði gamli mað-
urinn. „Áhrif hans eru varan-
leg. Hann verkar strax og varir
til eilífðar.“
„Nú gengur alveg fram af
mér,“ sagði Alan.
„Drykkurinn," sagði gamli
maðurinn, breytir kulda í ást
og fyrirlitningu í aðdáun. Gefið
ungri stúlku örlítið af þessum
drykk — bragðið finnst ekki í
appelsínusafa, súpu eða víni —
og hversu fjörug og galsafengin
sem hún er, mun hún gjörbreyt-
ast. Hún mun ekki þrá annað en
einveru og yður.“
„Ég á bágt með að trúa
þessu,“ sagði Alan. „Hún er svo
mikið fyrir samkvæmi."
„Hún mun ekki hafa gaman
af þeim framar,“ sagði öldung-
urinn. „Hún verður hrædd um
yður fyrir öðrum stúlkum."
„Verður hún þá afbrýðisöm?“
hrópaði Alan glaður. „Mín
vegna?“
„Já, hún mun ekki hugsa um
annað en yður, þegar hún hef-
ur drukkið þetta. Hún mun ekki
sjá sólina fyrir yður.“
„Dásamlegt!“ hrópaði Alan.
„Hún mun vilja fylgjast með
öllu, sem þér gerið,“ sagði gamli
maðurinn. „Hún mun vilja vita
allt, sem kemur fyrir yður dag
hvern. Hvert orð. Hún mun
vilja vita, hvað þér eruð að
hugsa, hversvegna þér brosið,
og hversvegna þér eruð dapur
á svipinn.“
„Þetta er ást!“ hrópaði Alan.
„Já,“ sagði öldungurinn.
„Hún mun gæta yðar eins og
sjáaldurs auga síns. Hún mun
gæta þess, að þér verðið ekki
þreyttur, að þér sitjið ekki í
dragsúg, að þér vanrækið ekki
máltíðirnar. Ef þér komið
klukkutíma of seint heim, verð-
ur hún dauðhrædd. Hún heldur,
að þér séuð dáinn, eða að ein-
hver drós hafi krækt í yður.“
„Ég get varla ímyndað mér,
að Díana geti orðið þannig!“
hrópaði Alan frá sér numinn af
gleði.
„Þér munuð ekki þurfa að
ímynda yður neitt,“ sagði
gamli maðurinn.
„En meðal annarra orða, af
því að léttúðardrósir verða nú
alltaf til, og ef þér kynnuö
seinna meir að misstíga yður
eitthvað þá þurfið þér ekki að
hafa áhyggjur af því. Hún mun
fyrirgefa yður að lokum. Hún
mun auðvitað verða ákaflega
sár, en hún mun fyrirgefa yð-
ur — að lokum.“
„Það mun aldrei koma fyrir,“
sagði Alan ákafur.
„Auðvitað ekki,“ sagði gamli
maðurinn. „En ef það kæmi
fyrir, þurfið þér ekki að hafa
áhyggjur út af því. Hún mun
aldrei skilja við yður. Og hún
S 2 5
HEIMILISPÓSTURINN
15