Heimilispósturinn - 15.02.1951, Side 18
Tom Conway í myndinni „Sakamálarétturinn".
mun að sjálfsögðu aldrei gefa
yður minnsta tilefni til — óró-
Ieika.“
„Og hvað kostar þessi dásam-
lega blanda?“ spurði Alan.
„Hún er ekki eins dýr og
hanzkahreinsunarefnið, eða lífs-
hreinsarinn, eins og ég kalla það
stundum,“ sagði öldungurinn.
Nei. Það kostar fimm þúsund
dollara, aldrei eyri minna. Mað-
ur verður að vera eldri til þess
að geta leyft sér slíkt. Maður
verður að spara til þess að geta
keypt það.“
„En ástardrykkurinn ?“ spurði
Alan.
„Ó, hann,“ sagði gamli mað-
urinn, um leið og hann dró út
borðskúffuna og tók upp úr
henni lítið og hálf óhreint glas.
„Hann kostar aðeins einn doll-
ar.“
„Ég á ekki orð til að þakka
yður,“ sagði Alan, þegar öldung-
urinn fór að hella í glasið.
„Ég vil þóknast viðskiptavin-
um mínum,“ sagði gamli mað-
urinn. ,,Þá koma þeir aftur,
seinna á ævinni, þegar þeir eru
orðnir efnaðir, og kaupa þá
dýrari blöndur. Gerið þér svo
vel. Þér munuð sanna til, að
drykkurinn er mjög áhrifa-
mikill.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði
Alan. „Verið þér sælir.“
„Hittumst heilir,“ sagði gamli
maðurinn. A
16
HEIMILISPÖSTURINN
9 2 2