Heimilispósturinn - 15.02.1951, Page 10
JOSEPH E/McDOUGALL:
Drottningin í járnbrautarvagninum
Ég sá hana fyrst, þegar hún
kom inn um hóteldyrnar, og
varð strax gagntekinn af hrifn-
ingu. Hún bar sig eins og ung
og fögur drottning, og glæsileiki
hennar og yndisþokki var meiri
en orð fá lýst.
Ég er enginn heimalningur og
hef séð margt í veröldinni, en
ég held, að ég hefi aldrei orð-
ið eins hrifinn af neinu og af
fegurð þessarar ungu stúlku.
Þegar hún kom inn í anddyr-
ið, hitti hún ungan, dökkhærðan
mann, sem leit út fyrir að vera
Suðurlandabúi. Mér virtist hann
vera þungbúinn á svipinn, og
hann yrti varla á hana, þegar
hann leiddi hana inn í borðsal-
inn.
Hljómsveitin var að leika
Ljóða-ljóðin; ég man vel eftir
því. Ég man eftir því að orðin í
ljóði Salómons þljómuðu í eyr-
um mínum, þegar ég gekk áð
lyftunni.
„Hversu fögur ertu, vina
mín! Hversu fögur ertu!“
Ég drakk ekki mikið með
matnum, og ekki heldur seinna.
Ég var einhvern veginn ekki í
skapi til þess.
Ég hélt til brautarstöðvarinn-
ar, þar sem kvöldlestin beið, og
sté upp í einn vagninn. Ég var
með viskíflösku í frakkavasa
mínum og hengdi hann því var-
lega upp, svo að ekki sæi á tapp-
ann. Vagninn var næstum auður.
Það sat stúlka 1 næsta sæti við
mig, og það var hún. Við vor-
um enn ein í vagninum, þegar
lestin ók af stað.
Hún horfði út um gluggann,
enda þótt það væri orðið svo
dimmt, að ekki var hægt að sjá
neitt. Ég leit á hana og mér
fannst andlit hennar vera orðið
að grímu, fallegri en stirðnaðri
grímu. Ég var feginn, að ég
skyldi vera ódrukkinn, og fór
að velta því fyrir mér, hvort
ég ætti að dirfast að yrða á
hana. Ef ég þegði, gæti ég horft
á hana alla leið til Buffalo; ef
ég yrti á hana og hún anzaði
mér ekki, yrði ég annaðhvort
að fara inn í reykingavagninn
eða sitja þarna vandræðalegur
í þrjá klukkutíma.
Eftir stundarkorn kallaði ég
á lestarþjóninn og bað hann um
kodda. Þegar hann var að koma
honum fyrir undir höfði mínu,
spurði hann stúlkuna, hvort hún
vildi ekki fá annan, og ég bauð
henni minn. Hún þáði koddann
með þökkum, en síðan þögðum
við eins og áður. Loks stóðst ég
ekki mátið lengur. Ég ákvað að
ganga beint til verks.
„Mætti bjóða yður glas?“
Hún starði á mig andartak
með rannsakandi augnaráði og
sagði svo: ,,Já, þakka yður
fyrir.“
Ég lét þjóninn setja upp borð
og bað um sódavatn.
Við fengum okkur einn og
síðan annan, rétt á eftir. Hún
var alveg laus við alla ástleitni.
Rödd hennar var djúp og hljóm-
8
HEIMILISPÓSTURINN
5 $ $