Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Page 3

Vinnan - 01.09.1992, Page 3
28 Skóli og nám eru ekki aðeins fyrir ungt fólk. í fleiri komast að þess- um sannleik og leita sér mennta, til að endurnýja og bæta við þekkingu sína. Vinnan lítur á fullorðinsfræðslu og fjallar um hvað þar stendur til boða. 30 Eru Danir í vandræðum? Ari Skúlason alþjóðafulltrúi Alþýðu- sambandsins kynnti sér í vor stöðuna hjá Evrópubandalaginu eftir að Danir höfnuðu Maastricht- samkomulaginu og gerir grein fyr- ir niðurstöðum sínum í Vinnunni. 31-33 Hvers vegna er lítil kunnátta í lestri og skrift svo algeng meðal skólaæsku landsins? Snorri Kon- ráðsson forstöðumaður MFA velt- ir þessu fyrir sér í grein sinni „Eru brestir í skólastarfinu?" Þorlákur H. Helgason hjá framhaldsskóla- deild menntamálaráðuneytisins fjallar einnig um skólamál og gerir grein fyrir hræringum sem nú eiga sér stað í verkmennta- kennslu hér á landi. 38 Samstaða um óháð ísland hótar lögsókn gegn ríkinu verði EES- samningurinn að lögum. Þórir Karl Jónasson framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar hótar einnig óróa á ASÍ þingi í vetur vegna EES-málsins. Leiðari Asmundur Stefánsson forseti ASI Úrlausn til skamms tíma í fyrsta sinn i langan tíma blasir al- varlegt atvinnuleysi viö okkur (slend- ingum. Viö þessum vanda veröur auövitaö aö bregðast meö aögeröum sem treysta atvinnulífið þegar til lengri tíma er litið. Flest það sem til greina kemur í því efni skilar hins vegar takmörkuö- um árangri næstu misserin og því hljótum viö að huga að aðgerðum sem skila árangri strax og sameina jafn- framt þaö tvennt, aö vera arðbærar og búa í haginn fyrir framtíðaruppbygg- ingu atvinnulífsins. Kvótasamdrátturinn er ekki þaö allsherjarvandamál sem menn reikn- uöu meö fyrr í sumar. En áhrifin eru al- varleg fyrir ákveöin byggöarlög. Byggðastofnun hefur lagt til að á- fallið verði bætt með því aö útgerðar- fyrirtæki fái fjárhagsstuöning til aö kaupa kvóta þannig aö afli í þorskígildum yrði aðeins 5 prósentum minni næsta fiskveiðiár en var á því sem er aö líða. Samkvæmt hugmyndum Byggða- stofnunar er fjárstuðningurinn óskilyrt- ur þannig að útgerðarmaðurinn getur ákveðið hvort hann kaupir sumarbú- stað, nýjan bíl eða kvóta. Hugmynd Byggðastofnunar bætir afkomu útgerðar, en það er engin trygging fyrir því að hún treysti stöðu byggðanna eða tryggi sjómönnum og landverkafólki vinnu. En einmitt það er hið yfirlýsta markmið. Úr því má bæta með því að setja eftirfarandi skilyrði fyrir fjárstuðningnum: 1. Útgerð fái því aðeins fjárstuðning að hún landi til vinnslu að minnsta kosti sama hlutfalli á komandi ári og á því kvótaári sem nú er að Ijúka. Einmitt þegar kvóti minnkar er ein al- varlegasta hættan að útgerðarmenn auki vinnslu á hafi úti og valdi þannig enn meiri samdrætti í vinnslu í landi en efni standa til. 2. Útgerð fái því aðeins fjárstuðning að hún nýti hann til að afla sér veiði- heimilda og að þeim afla sem þannig bætist við sé öllum landað til vinnslu. Að viðbættum þessum skilyrðum ætti hugmynd Byggðastofnunar að létta á atvinnuvandanum í sjávarpláss- um landsins þó hann sé ekki þar með leystur. Atvinnuleysið á hins vegar ekki að- eins rætur að rekja til kvótasamdráttar- ins. Framkvæmdir jafnt opinberra aðila sem einkaaðila eru nánast að stöðvast og samdráttur segir til sín bæði í al- mennum iðnaði og þjónustugreinum. Mörg fyrirtæki og stofnanir fækka fólki til að ná fram hagræðingu og sparnaði til að mæta harðri samkeppni og fjár- laganiðurskurði. Margt bendir því til að atvinnuleysi verði ekki minna, jafnvel meira, á stóru þéttbýlisstöðunum en á þeim stöðum sem eiga allt undir sjáv- arútvegi. Almennur opinber stuðningur við fjárfestingar í atvinnulífinu er líklegri til að herða á hagræðingu og auka á fækkun fólks en fjölga atvinnutækifær- um. í sjávarútvegi setur takmarkaður afli þröngar skorður fyrir framleiðsluaukn- ingu og eftirspurnarsamdráttur í al- mennum iðnaði og þjónustu. Sértækar aðgerðir koma því frekar til greina. Þar mætti til dæmis nefna að gefa fyrir- tækjum, hvort sem er starfandi eða nýjum, kost á því að setja framleiðslu í gang eða auka hana með því að fá fyrir lítið eða ekkert þá umframorku sem nú ert ekki nýtt. Einnig kemur til greina að auka op- inberar framkvæmdir. Það er hinsveg- ar því aðeins réttlætanlegt að auka skuldir hins opinbera að framkvæmd- irnar skili hárri arðsemi og treysti at- vinnu til lengri tíma. í því efni virðist einkum tvennt koma til greina: Auknar vegaframkvæmdir og aukið viðhald opinberra bygginga. 1. í vegamálum geta mörg við- fangsefni skilað miklum arði með mæl- anlegri lækkun kostnaðar við ferðir og flutninga. Þar við bætist að samskipti byggðarlaga verða auðveldari og gera fyrirtækjum kleift að koma vörum á markað og sækja sér þjónustu á ódýr- ari hátt. Ymsar framkvæmdir í vega- gerð skila þeim arði að réttlætir erlend- ar lántökur. 2. Vanhöld á viðgerðum opinberra bygginga eru beinlínis til sýnis víða um landið og Ijóst að mikil verðmæti liggja undir skemmdum. Fjöldamörg við- haldsverkefni skila því ótvírætt þeirri arðsemi að réttlætir lántökur, jafnvel erlendis. Vegna alvarlegs atvinnuástands þarf án tafar að taka ákvarðanir um fjárhagsstuðning sem miði að því að jafna áfallið og treysta atvinhu í sjávar- útvegi. Jafnframt ber að auka framkvæmdir í vegagerð og viðhaldi opinberra bygg- inga og taka til þess erlend lán. Þær aðgerðir munu létta á erfiðleik- um líðandi stundar en jafnframt treysta undirstöðuna til frambúðar.

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.