Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 6

Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 6
Gengisfall bölmóSsfrétta: Frá bö móöi til bjartsýni Við ló að íslensk þjóS léti bugast og bölmóður og svartsýni tækju völdin enn ó ný fyrstu dagana í júní, þegar fjölmiólar skýrSu fró þeirri niSurstöSu AlþjóSahafrannsóknaróSsins, aS nauSsynlegt væri aS draga úr þorskveiSum um 40 af hundraSi Ráöamenn þjóðarinnar virtust hafa misst móöinn og haft var eftir for- sætisráðherra aö þjóðartekjurnar mundu minnka um 10 til 12 millj- aröa króna. Eina ráðiö sem þeir komu auga á í þessari stöðu var aö skera niður laun og heröa sultaról- ina. En fljótlega virtist heldur fara að rofa til, og upp komu raddir um að heimurinn væri alls ekki að farast. Við yfirlestur á umfjöllun fjölmiðla um málið næstu dag- ana eftir að ótíðindin dundu yfir virðist Asmundur Stefánsson, forseti ASI, hafa fyrstur manna bent á það í viðtali við Sjónvarpið fjórða júní að sitthvað mætti gera til að draga úr skaðanum, meðal annars mætti auka veiðar á vannýttum fisktegundum og hefja hvalveiðar á ný. Daginn eftir tók leiðarahöfundur Morg- unblaðsins undir þetta, og loks setti hag- fræðingur VSÍ fram hliðstæðar hug- myndir 23. júní og komst að þeirri niður- stöðu að tap þjóðarbúsins á fyrirsjáanleg- um samdrætti í þorskveiðum þýddi ekki 10 til 12 milljarða króna heldur væri nær lagi að tala um þrjá milljarða. Efnahagslífið á hliðina! „Þetta er neyðarástand og ég játa fúslega að ég er ekki búinn að jafna mig á þessum niður- stöðum og átti þó að vera undir það bú- inn að nokkru leyti. En hér verður úr miklum vanda að leysa og getur aldrei orðið nema til mikilla erfiðleika fyrir allt þjóðarbúið,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, í kvöldfréttum Sjónvarps fyrsta júní, daginn sem ótíðindin skullu á þjóðinni. „...skelfileg tíðindi fyrir sjómanna- stéttina og meiriháttar áfall fyrir þjóðina. Manni er orða vant við svona tíðindi,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, í sama frétta- tíma. í Morgunblaðinu daginn eftir var haft eftir Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra: „Þetta eru sennilega einhver alvar- legustu tíðindi sem sjávarútvegurinn hef- ur fengið fyrr og síðar. Framhjá því verð- ur ekki litið, að við erum í mjög alvar- legri stöðu með þorskstofninn,“ og Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, sagði við Morgunblaðið, að yrði þorskafli skorinn niður um 100 þúsund tonn þýddi það allt að 15 til 16 milljarða verðmætaskerðingu í útflutn- ingstekjum. „Þetta er óskapleg tala og ef þetta gengur eftir sé ég ekki annað en en allt efnahagslíf hér fari á hliðina,“ sagði hann. Þessi ummæli eru dæmigerð fyrir fyrstu viðbrögð stjómmálamanna og annarra áhrifamanna við ótíðindunum frá Alþjóða hafrannsóknaráðinu. I umfjöllun fjölmiðla var fljótlega far- ið að ræða um nauðsyn þess að draga enn meira úr ríkisútgjöldum en gert hafði verið til þess tíma og enn yrði almenn- ingur að herða sultarólina, auk þess sem stóraukið atvinnuleysi væri fyrirsjáan- legt. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra taldi að ekki yrði hjá því komist að kaup- máttur launa skertist verulega og Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að yrðu þorskveiðiheimildir skertar um 40 af hundraði brystu forsendur kjarasamn- inga. Magnús Gunnarsson, nýkjörinn for- maður VSÍ, nefndi svo í sjónvarpsviðtali þriðja júní þann möguleika að lækka kaup og verðlag í landinu til að mæta fyrirsjáanlegum þrengingum. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra tók undir þetta og sagði: „Já, sú leið hlýtur að vera á dagskrá. Það segir sig sjálft að þessa leið verður að skoða en ég dreg ekkert úr því að hún er geysilega erfið, pólitískt og félagslega, og á henni em ýmsir annmarkar. En það er ekki mjög margra kosta völ.“ Að láta segja sér fréttina tvisvar Það kvað við nokkuð annan tón þegar fréttamaður Sjónvarps ræddi við Asmund Stefánsson, forseta ASÍ, og Ögmund Jónasson, formann BSRB, nýkomna af fundi norrænna verkalýðsleiðtoga, 4.júní. Asmundur sagðist telja það frumhlaup hjá forsætisráðherra að lýsa yfir því að kjarasamningar væm brostnir ef dregið yrði úr þorskveiðum, þótt auðvitað væri þetta alvarlegt áfall. „Við getum kannski sagt að þessi frétt sé ein af þessum fréttum sem menn eigi að láta segja sér tvisvar áður en menn fara að gefa stórar yfirlýsingar. Menn þurfa tíma til að hugsa. Mér finnst það satt að segja gjörsamlega óþolandi hvemig það er með stjórnmálamenn, og þess vegna með fjölmiðlana, að það er alltaf farið inn í þennan sama farveg, að byrja að tala um gengisfellingar, launa- lækkanir og svo framvegis, þegar ein- hver vandi kemur upp,“ sagði Asmundur og benti á að samningar væm ekki brostnir nema gripið væri inni í þá með einhverjum hætti. Hann lagði til að menn athuguðu að- eins betur um hvað þeir væru að tala og hversu mikið áfallið yrði, ef til kæmi. Fólk gerði sér meðal annars grein fyrir því að unnt væri að nýta betur þann fisk sem kæmi að landi og nefndi möguleika á nýtingu annarra fiskstofna, meðal ann- ars úthafskarfa, búra og hvals. Hann benti á að með því að byggja upp fisk- stofnana væri að sínu mati verið að fjár- VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.