Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Síða 8

Vinnan - 01.09.1992, Síða 8
Málfræðilegur úrskur&ur um orðanotkun í verkalýðshreyfingunni: „Launþegi" betra en „launamar ur ? 8 trú að með hraustlegu átaki í friðun hrygningarsvæða og uppeldisstöðva sé stofninn ótrúlega fljótur að jafna sig,“ hafði Morgunblaðið eftir honum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra nefndi þegar hér var komið sögu, að athuga þyrfti þau tækifæri sem samningar um evrópskt efnahagssvæði gæfi og einnig spyrja hvort raunhæft væri að fiskiskip sem ella yrðu verkefna- laus gætu sótt á fjarlægari slóðir. Frétt sem gaf vonir um þetta hafði raunar komið á Stöð 2 sjötta júní þar sem sagt var frá athugun á möguleika á því að Is- lendingar hæfu fiskveiðar og vinnslu við Indland. Fiskifræðingar bentu einnig á ýmsa möguleika eftir að Hafrannsóknastofnun kynnti tillögur sínar um kvóta næsta fiskveiðiárs um miðjan júní. Þeir bentu meðal annars á að steinbítsstofninn þyldi aukna sókn, veiðistofn kolmunna færi vaxandi og auka mætti veiði á skeldýr- urn. Barlómur í allsnægtaþjóðfélagi Lúð- vík Kristjánsson reyndi að hrista dálítið upp í þjóðinni í grein í Sunnudagsmogga 21. júní. Hann benti á að vert væri að hafa í huga neyðartíma fyrri alda, „...þegar við í allsnægtaþjóðfélagi berjum svo ræki- lega lóminn, að ekki sé nema svartnætti framundan“. Hann dregur í grein sinni fram upplýsingar úr fomum heimildum um mikið fiskileysi í lok sautjándu aldar og byrjun þeirrar átjándu. Lúðvík fer raunar allt aftur til tíundu aldar og vitnar í Grettissögu þar sem segir frá hallæri svo miklu á Islandi, að ekki hafði komið annað jafn mikið, „...þá tók af allan sjáv- arafla og reka, stóð svo yfir í mörg ár“. A sautjándu og átjándu öld flosnaði fólk upp af búum sínum og áður blóm- legum verstöðvum og fór á vergang og skólahald lagðist af í Skálholti og á Hól- um vegna fiskskorts. Ekkert slíkt er framundan nú, enginn fer á vergang, og íslensk þjóð hefur aldrei verið betur und- ir það Súin en nú að mæta samdrætti í fiskafla. Hinsvegar má ekki heldur gera of lítið úr vandanum. Hjá því verður ekki litið, að talsverðir erfiðleikar verða í þeim hlutum landsins þar sem þorsk- veiði er mest; á Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Niðurstaða þess- arar lauslegu athugunar á fjölmiðlaum- ræðunni um fyrirsjáanlegan samdrátt á þorskveiðum Islendinga er því sú, að hún hafi verið talsvert ofkeyrð í upphafi. Bæði fjölmiðlar . og formælendur at- vinnulífs og stjórnvalda hafi málað á- standið alltof dökkum litum, en þegar frá leið hafi orðið gengisfall í þölmóðs- fréttaflutningnum. Menn hafi smám saman farið að sjá ljósglætu í öllum sort- anum og áttað sig á að hér væri ekki um endalok siðmenningar á Islandi að tefla. VINNAN I verkalýðshreyfingunni hefur því löngum verið haldið fram að æski- legt væri að nota orðið „launafólk" og „launamaður" í stað orðsins launþega, á sama hátt og orðið „atvinnurekandi" sé heppilegra orð frá sjónarmiði verkafólks en „vinnuveitandi". í tengslum við þýðingu á EES- skjölum voru Jón G. Friðjónsson og Jörgen Pind hjá Orðabók Há- skólans fengnir til að skera úr um þetta atriði frá sjónarmiði málfræð- inga. Niðurstaða þeirra er að nafn- orðið launþegi hafi áunnið sér fast- an sess í íslensku nútímamáli og það eigi sér fyrirmyndir úr fornu máli. Elsta dæmið um „launþega“ í seðlasöfnum Orðabókarinnar sé frá árinu 1927 og hafi það mikið verið notað allar götur síðan, jafnt eitt sér sem og í samsetningum eins og launþegahreyfing, launþegasamtök, launþegahópur og launþegafélag. Orðið hafi ýmsa kosti. Það sé gagnsætt að merkingu og þjált í samsetningum. Mestu máli skipti þó að það hafi að baki sér ákveðna hefð hvað varði notkun og merk- ingu. Þeir benda á að orðið „launþegi“ sé samsett nafnorð, síðari liðurinn myndaður af sagnorðinu þiggja í merkingunni „taka við, veita við- töku“. Þegar í fornu máli hafi síðari liðurinn, -þegi, verið notaður í hlut- lausri eða jákvæðri merkingu, t.d. arfþegi, sem fyrir komi í Eddu- kvæðum. „Því virðist ljóst að „launþegi“ er hlutlausrar merkingar og getur á engan hátt talist fela í sér neikvæða merkingu. Til frekari áréttingar má benda á sambærileg nafnorð í nútímamáli, t.d. „styrk- þegi“ og „farþegi“, segja þeir Jón og Jörgen í greinargerð sinni. Ennfremur segja þeir að orðið „launafólk" sé út af fyrir sig gott og gilt nýyrði en þess beri þó að gæta að það sé ekki eins þjált í samsetn- ingum og „launþegi“. Það sé hvor- ugkynsorð sem aðeins sé notað í eintölu og því alls ekki auðvelt að breyta textum vélrænt þannig að „launafólk“ komi í stað „laun- þegi/launþegar“. Utilokaðar væru samsetningamar „launafólkshreyf- ing“ og „launafólkssamtök“. „Af framangreindu verður að teljast óþarft að amast við nafnorð- inu launþegi. Það er hlutlausrar merkingar, styðst við málvenju og hefur stoð af ýmsum samsetningum (launþegahreyfing) og hliðstæðum (farþegi) í íslensku nútímamáli. Ekki verður séð að „launafólk" hafi neitt fram yfir „launþega“ heldur þvert á móti nokkra ókosti eins og drepið var á hér að ofan,“ segir að lokum í áliti Jóns G. Friðjónssonar og Jörgens Pind. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: „Fáránlegt“ - Mér finnst fá- ránlegt að fela málfræðingum að skera úr um svona atriði. Þetta er tilfinningalegt en snýst ekki um málfræði, segir Ásmundur Stefáns- son, forseti ASI, um þennan úr- skurð. Sjálfur segist Ásmundur nota þessi orð, „launþegi" og „launa- maður“, jöfnum höndum, og ætla að gera það áfram, hann viti að orð- ið „launþegi“ sé eitur í beinum fjöl- margra manna innan verkalýðs- hreyfingarinnar, og þeir geti aldrei hugsað sér að nota það. - Hvað varðar samsetningamar „launafólkshreyfing og „launa- fólkssamtök“ er einfalt að komast hjá því með því að segja „hreyfing launafólks“ og „samtök launa- fólks“, segir Ásmundur.

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.