Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Side 9

Vinnan - 01.09.1992, Side 9
9 Atvinnuvofan á Suéurnesjum Það er ekkert nýtt að atvinnuá- standið sé slæmt á Suðurnesjum. Atvinnuleysisvofan hefur verið á kreiki í mörg ár og hafa tugir manna verið á skrá yfirleitt allar vikur árs- ins frá því um 1978. Ástandið hefur hinsvegar farið mjög versnandi síðustu ár og síðustu mánuðir hafa verið skelfilegir í þessum efnum. Verkalýðsfélögin hafa auðvitað látið í sér heyra, sent frá sér ályktanir og á- skoranir. Við höfum haldið ráð- stefnur og fundi um þessi mál, stundum í samvinnu við at- vinnurekendur á svæðinu. Við höfum bent á vandann. Við höf- um líka bent á úrræði. Það hefur ekki verið á okkur hlustað. Þegar ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen var mynduð var sett í stjómarsáttmálann svohljóðandi setn- ing: „Gera skal öflugt átak í atvinnumál- um á Suðumesjum“ . Þessi setning var sett inn í kaflann um utanríkismál. Þessi gjörð kristallaði mjög skýrt viðhorfið gagnvart Suðurnesjum. Þau voru sett undir þá mælistiku að erfitt atvinnuá- stand þar væri utanríkismál! Þið hafið völlinn Staðreyndin er sú að hér hafa sjávarút- vegur og fiskvinnsla verið höfuðatvinnu- greinar Suðumejamanna.„Fast þeir sóttu sjóinn...“ , segir í kvæðinu,„...og þeir gera það enn“ . Þessi ríkisstjóm sem op- inberaði þekkingarleysi sitt svo átakan- lega gerði ekkert með þetta ákvæði í stjómarsáttmálanum. Þeir sögðu eins og hinir:“ Þið hafið völlinn“Það sögðu þeir líka, sem börðust sem harðast gegn varn- arliðinu. Ekki tók betra við þegar kvótalögin voru sett. Þá fór alvarlega að halla undan fæti. Útfærsla laganna var þannig að Suðumesin sátu ekki við sama borð og aðrir landshlutar. Upp úr því fóm skipin að streyma í burtu. Verkalýðsfélögin hafa sífellt varað við þessir þróun fyrir daufum eyrum stjómvalda. Þau hafa ekki hlustað á rödd Suðumesjamanna. Spá Þjóðhagsstofnunar um meira at- vinnuleysi á næsta ári er skelfileg. Sú spá byggist auðvitað á því að nú em fisk- veiðiheimildir langtum minni en fyrr. Við sitjum uppi með með skertan kvóta. Hann hefur fluttst í aðra landslhluta. Þar hefa verið til meiri peningar. Peningar til að kaupa lífsbjörgina frá fólkinu. Það er gmnur minn að opinberir sjóðir hafi ver- ið notaðir til þessara verka. Það er gjarnan viðkvæðið að fisk- vinnslufólk hér á Suðumesjum eigi meiri möguleika. Það geti bara farið eitthvað annað þegar fiskvinnuna skortir. Þetta er PISTILL Eftir Guðrúnu Olafsdóttur varaformann Verkalýðs- og sjómannafélags einfaldlega rangt. Ástæða er til að benda á að atvinnulaus fiskvinnslukona hér er nákvæmlega jafnmikið atvinnulaus og fiskvinnslukona annarsstaðar á landinu. Báðar eru atvinnulausar. Atvinnuleysi vaxandi Á Keflavíkurflugvelli hafa starfað hundruð manna. Fólk, sem unnið hefur fyrir beinhörðum gjaldeyri. Það fólk hef- ur nú misst atvinnuöryggið. Fjölda fólks hefur verið sagt upp störfum hjá Vamar- liðinu og Islenskum aðalverktökum. Ein uppsagnarhrinan gengur nú yfir og koma þær til framkvæmda 1. nóvember n.k. Það er vissulega ekki bætandi á það atvinnuleysi, sem er nú þegar. Auk þess kemur fókið á skrá sem hefur verið í sumarafleysingum, þegar vinnu lýkur í haust. Það em sjálfsögð mannréttindi að all- ar vinnufúsar hendur hafi vinnu. At- vinnuleysið er andlega niðurdrepandi, það brýtur niður einstaklinginn, það brýt- ur niður fjárhagsafkomu heimilanna, sundrar þeim og eyðileggur. Ný tækifæri, nýr tími Verkalýðshreyfingin verður að beita öllum sínum kröftum til að benda á leiðir til úrbóta. Berjast fyrir nýjum viðhorfum, nýjum tækifærum. Minnkun fiskistofn- anna er meiriháttar áfall fyrir alla þjóð- ina. Við verðurn með sameiginlegu átaki að vinna okkur út úr þeim vanda. Við verðum að hugsa upp á nýtt, ýta burt aft- urhaldssömum viðhorfum og halda mót nýjum tíma. Samningurinn um EES, þ.e. EFTA þjóðanna við Evrópubandalagið, er að mínum mati ljós í myrkrinu. Eg tel það mjög þýðingarmikið að verkalýðshreyf- ingin skynji þá möguleika, sem sá samn- ingur gefur fiskverkafólki í landinu. Hann gefur möguleika á því að færa fiskvinnsluna aftur inn í landið. Þær tollalækkan- ir, sem fylgja samningnum, gera það hagkvæmt að vinna fiskinn hér heima í stað þess að flytja hann út óunninn. Þessir möguleikar munu, ef rétt er á haldið, skapa hundruð nýrra atvinnutækifæra um land allt. Hræðsluáróður gegn EES-samningnum ber vott um afturhald. Telji menn hættu á ferðum ættu þeir að hafa í huga að við getum sagt þessum samningi upp með 12 mánaða fyrirvara. Eg tel líka að huga verði að því að nýta Keflavíkurflugvöll og þau tækifæri sem hann hefur upp á að bjóða betur en gert hefur verið. Fyrir löngu fékk Karl Steinar samþykkta tillögu um stofnun Fríiðnaðarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjómir gerðu síðan ekkert. Eg veit að nú er verið að vinna að þeim málum. Það gengur seint en ég vona hafist verði handa. Takist það mun það skapa fjölda atvinnutækifæri. Þetta hefur öðrum þjóð- um í vanda tekist. Okkur verður að takast það Að lokum minni ég á að ef við sökkv- um okkur í svartsýni og svartnættistal breytist ekkert. Ef við höldum mót nýj- um tíma, sannfærð um að við eigum möguleika getum við lyft Grettistaki. Við Suðurnesjamenn munum leggja okk- ur fram og það mun takast að skapa hér atvinnu fyrir alla, fáum við sömu tæki- færi og aðrir. Atvinnuleysisvofan þrífst á afturhaldi og svartsýni. Atvinnuleysis- vofuna rekum við burt með ferskum hug- myndum og nýrri hugsun. VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.