Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 10

Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 10
10 - --------------------------------------------- Lífeyrissjóðirnir: Eru valkostirnir sameining eða greiðsluþrot? í vor ákváðu stjórnir tveggja lífeyrissjóða, Lífeyrissjóós málm- og skipasmióa og LífeyrissjóSur bygg- ingamanna, aS sameina sjóbina og starfa í framtíSinni undir heitinu Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Sameiningin er sérstök fyrir þær sakir að þaö hefur reynst afar erfitt ab sameina lífeyrissjóöi þrátt fyrir yfirlýst markmiö hagsmunaaðila aö fækka sjóðum. Margir lífeyrissjóðir sjá ekki fram á að geta staðið við skuldbindingar sínar þegar fram í sækir og það er sá hvati sem knýr áfram viðleitni manna til að sameina sjóðina. Með sameiningu telja forsjármenn sjóð- anna sig ná fram hagkvæmari rekstri, sterkari stöðu til að ávaxta sjóðina og ekki síst dreifingu á áhættu. Sameining lífeyrissjóða málm- og skipasmiða annarsvegar og bygginga- manna hinsvegar er reyndar enn sem komið er meira í orði en á borði. Eftir er að leysa það vandamál sem iðulega kem- ur í veg fyrir sameiningu sjóða, en það er að samræma réttindi þeirra tveggja liópa sem að nýja sjóðnum standa. - En það er búið að ákveða að leysa það vandamál, segir Benedikt Davíðsson sem undirbjó stofnun Sameinaða lífeyris- sjóðsins fyrir hönd byggingamanna. Benedikt þekkir vel til starfsemi lífeyris- sjóða og hefur í tvígang verið formaður Sambands almennra lífeyrissjóða. Það er nokkum vegin víst að það verður að færa niður réttindi bygginga- manna til að ná jafnvægi milli sjóðanna. Það er vegna þess að Lífeyrissjóður byggingamanna stendur verr heldur en Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða. Að hluta til er bágt ástand Lífeyrissjóðs byggingamanna skýrð með því að eignir þeirra sjóða sem árið 1970 stofnuðu til sjóðsins, Lífeyrissjóður málara og Líf- eyrissjóður trésmiða, brunnu á verð- bólgubáli áttunda áratugsins. Skuldbind- ingar Lífeyrissjóðs byggingamanna eru samt sem áður í fullu gildi. Onnur ástæða fyrir síðri stöðu sjóðs byggingamanna er að meðalaldur þeirra er hærri en málm- og skipasmiða. Búist við harðri gagnrýni Engum er geðugt að sjá lífeyrisrétt sinn skertan og það á eftir að reyna á það hversu illa skerðingin kemur við sjóðfé- laga. Stofnendur Sameinaða lífeyris- sjóðsins ákváðu að haga málum þannig að til að byrja með verða gömlu sjóðimir tveir deildir í nýja sjóðnum sem hóf að taka við greiðslu iðgjalda þann 1. júní síðastliðinn. í árslok verður gerð úttekt á gömlu sjóðunum og á grundvelli þeirrar VEftir Pál Vilhjálmsson Myndir Róbert niðurstöðu verður tekin ákvörðun um endanlega ráðstöfun á sjóðunum tveim. Benedikt Davíðsson býst við því að lífeyrisréttindi byggingamanna verði færð niður. Hann segir byggingamenn gera sér ljóst að eins og staðan er í dag lofar lífeyrissjóður þeirra of miklum rétt- indum miðað við þau iðgjöld sem greidd eru í sjóðinn. Byggingamenn gerðu ítar- lega athugun á lífeyrissjóðsmálum sínum fyrir fjómm árum og stóðu fyrir umræð- um um framtíðarhorfur. Þrátt fyrir að jarðvegurinn hafi þannig verið undirbú- inn gerir Benedikt ekki ráð fyrir að skerðing á lífeyrisréttindum verði tekin með þegjandi þögninni. - Við búumst við að fá á okkur harða gagnrýni, segir Benedikt og bætir við, - en við erum komnir með harðan skráp. Upphafið að sameiningu Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða og Lífeyrissjóðs byggingamanna má rekja til þess að þeir Benedikt Davíðsson og Guðmundur Hilmarsson, formaður bíliðnafélagsins, fóm að tala sama fyrir hálfu öðm ári um mögulega sameiningu. Þegar ljóst varð að sameining var raunhæfur möguleiki var haft samband við forsjármenn Líf- eyrissjóðs rafiðnaðarmanna. Viðræður vom enn óformlegar og að- ilar komu sér saman um að gera trygg- ingafræðilega úttekt á sjóðunum þrem áður en ákvörðun yrði tekin um að fara í samningaviðræður. Niðurstaða úttektar- innar lá fyrir á miðju síðasta ári. Samkvæmt niðurstöðunni stóð Lífeyr- issjóður Rafiðnaðarmanna best. Meðal- aldur rafiðnaðarmanna er um fimm ámm lægri en hjá byggingamönnum og fjómm ámm lægri en hjá málm- og skipasmið- um. Meðalaldur félagsmanna í lífeyris- sjóði hefur mikil áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útgjöld vaxa eftir því sem ellilíf- eyrisþegum fjölgar. Rafiðnaðarmenn em jafnframt taldir „ódýrari" lífeyrissjóðs- hópur vegna þess að þeir slasast sjaldnar en kollegar þeirra í hinum tveim sjóðun- um og þar af leiðandi þiggja þeir hlut- fallslega lægri örorkulífeyrir. Þessar tvær ástæður vógu þungt þegar rafiðnaðar- menn ákváðu að draga sig úr viðræðum um sameiningu lífeyrissjóðanna. Þriðja ástæðan, að sögn Þorsteins Húnbogasonar starfsmanns Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna, var sú að rafiðnaðar- mann töldu hættu á að missa áhrif á stjóm nýja sjóðsins og að tengsl sjóðfé- VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.