Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Side 18

Vinnan - 01.09.1992, Side 18
18 Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur: „Höfum haldið í horfinu,/ - Þaö sýnir hvaö sjávarútvegurinn er öflugur, að þótt þorskkvótinn hafi verið skorinn niöur ár eftir ár hefur okkur tekist aö halda í horfinu og halda uppi svipuðu útflutningsverð- mæti og áöur. Þaö sýnir líka hvað aðrar atvinnugreinar eru langt á eft- ir okkur, segir Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur í samtali við Vinnuna. Þorskveiðar Húsvíkinga hafa verið skomar niður um 40 af hundraði undan- farin þrjú til fjögur ár, en þeir hafa bætt það upp með meiri sókn í aðrar tegundir og einnig aukinni úrvinnslu. Meðal ann- ars em ýmsar fisktegundir settar í neyt- endapakkningar og sendar beinustu leið í stórmarkaði á meginlandi Evrópu, verð- merktar með gjaldmiðli hvers lands. - Þessar neytendapakkningar lofa góðu, segir Tryggvi, og við getum í rauninni sett í þær allt sem úr hafinu kemur. Við höfum verið með steinbít, tindabikkju og fleiri tegundir sem við höfum ekki nýtt áður, en einnig þorsk, karfa, ýsu og ufsa. Fiskur í neytendaumbúóir Þessi fullvinnsla sjávarafurða er í samvinnu við fyrirtækið Islenskar sjávar- afurðir. Sölumenn þess fundu þessa markaði en komu síðan á beinu sam- bandi milli framleiðenda og kaupenda. Fulltrúar þeirra síðamefndu hafa komið nokkram sinnum til Húsavrkur til skrafs og ráðagerða um framleiðsluna og hvernig búa skal um hana. Fiskurinn er ýmist skorinn í 90 til 110 gramma bita, eða skífur. Síðan er hann frystur og sett- ur í neytendaumbúðir og sendur vikulega í gámum til Reykjavrkur, þaðan sem hann fer beina leið í stórmarkaði á meg- inlandinu. Húsvíkingar hafa þó ekki farið var- hluta af þeim erfiðleikum sem flestir hafa átt við að etja undanfarið. Frystihús Fiskiðjusamlagsins getur afkastað sjö til átta þúsund tonnum á ári, en minnkandi fiskafli og sú breyting á fiskiskipaflota þeirra að bátum af stærðinni 20 til 50 tonn hefur fækkað verulega og tveir tog- arar komið í staðinn, hefur valdið því að ekki fóru nema fimm þúsund tonn í gegnum frystihúsið árið 1990. Er ab komast á koppinn - Þetta hefur sagt til sín í verulegum erfiðleikum. Rækjuvinnsla hefur að vísu aukist og er nú starfrækt á vöktum nánast allan sólarhringinn, en grundvöllur henn- ar hefur versnað stórlega. Við höfum mætt þessu með því að auka hlutafé í fyrirtækinu, seldum einnig hluta okkar í útgerðarfélögunum Höfða og Ishafi og sömdum um lengingu á lánum. Þetta tók heilt ár og er rétt um það bil að komast á koppinn og við erum að verða sæmilega ánægðir. Þó höfum við ekki selt allt það hlutafé sem við ætluðum okkur, en það er komið langleiðina. Við þetta hafa raunar bæst ný áföll, samdráttur í kvóta hefur gert erfitt fyrir, þar sem hlutfall þorsks er hátt hjá okkur eins og annars- staðar á þessu svæði. - Við eram því ekki alveg komnir að landi ennþá og sjáum fram á erfiðleika þegar þorskkvótinn verður enn minnkað- ur. En við trúum að við komumst út úr þessu. Veltan á þessu ári er nálægt einum milljarði króna, og við teljum að það styrki fyrirtækið að við erum hvorttveggja með bolfisk og rækju, segir Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavfkur. Húsavíkurbær er stærsti hluthafinn í Fiskiðjunni, en Kaupfélagið er einnig stór hluthafi og sömuleiðis Verkalýðsfé- lag Húsavíkur. Auk þess eiga milli 70 og 80 einstaklingar smærri hluti. Olíufélag og tryggingafélag hafa nýlega gerst hlut- hafar í fyrirtækinu, en næsta skref er að bjóða hlutabréf á opnum markaði, sem er mikilvægt fyrir þá sem þurfa einhverra hluta vegna að losa peninga sem þeir hafa lagt í hlutabréfakaup, eins og til dæmis bæjarfélagið. Tryggvi Finnsson: „Við erum ekki alveg komnir að landi og sjá- umfram á erfiðleika vegna niðurskurðar á þorsskvóta, en við trúum að við komumst út úr þessu“. VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.