Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 21

Vinnan - 01.09.1992, Qupperneq 21
að spá í framtíð fiskvinnslunnar og laga hana að því sem við trúum að best henti, segir Jóhann Jónsson. Þegar talið berst að kvótum og veiði- stjóm hefur Jóhann ýmislegt að segja. Þarf að tryggja atvinnuréttinn? - Að mínu viti er valdi þeirra sem starfa við sjávarútveg ákaflega misskipt. Það er líka mismunandi hvernig menn fara með það vald sem þeim er falið, því sumir þekkja hverjir hagsmunir þeirra eru, aðrir gera það ekki. Að mínu mati hefur verkalýðshreyfingin gleymt að það er ekki nóg að tryggja kjör verkafólks, það þarf einnig að tryggja atvinnurétt þeirra sem vinna við fiskverkun í landi. Réttarstaða þess fólks er verr tryggð en þeirra sem vinna við sjóinn, hvað varðar ráðstöfun aflans, segir hann. Þegar hann er spurður að því hvort hann meini með þessum orðum að atvinnuréttur land- verkafólks yrði tryggður með svonefnd- um byggðakvótum segist hann ekki vilja setja neinn merkimiða á þessa skoðun sína, það þurfi einfaldlega að finna ein- hverja leið út úr þessum vanda. - Það sem ég meina er að við þurfum að tryggja hag fólksins sem byggir lífsaf- 21 Jóhann Jónsson: „Mérfinnst grátlegt að horfa upp á að ekki skuli vera lögð megináhersla á það í kjara- samningum að tryggja stöðu landverka- fólks komu sína á fiskverkun. Mér er sama hvað sú lausn er nefnd. Þegar kvótalögin voru sett árið 1982 var það gert til að vemda fiskistofnana, en ekki til að flytja fólkið til í landinu. Fólkið sem vinnur í landi við fiskvinnslu á að hafa rétt til auðlindarinnar eins og þeir sem stunda sjóinn. Þessu fólki er hinsvegar ekki tryggður þessi réttur, þó svo það greiði jafn mikið til samfélagsins í skatta og skyldur og aðrir. Það þarf að móta fiskvinnslustefnu rétt eins og fiskveiðistefnu, tryggja að vinnslan hafi sama rétt og veiðamar. Mér finnst grátlegt að horfa upp á að ekki skuli vera lögð megináhersla á það í kjarasamningum að tryggja þessa stöðu landverkafólks, segir hann. Talið berst á ný að Þórshöfn og vandamálunum þar. Eitt vandamálanna er að dregið hefur úr trillubátaútgerð þaðan og þeim hefur farið fækkandi sem róa á línu. - Að mínu mati er tvöföldun á línu- kvóta fyrir trillumar mjög mikilvæg fyrir sjávarpláss sem byggja á bátaútgerð. Hráefnið er yfirleitt mjög ferskt og þess- ar veiðar skapa mikla atvinnu, línuveiðar eru oft snar þáttur í atvinnulífi þessara staða. Það er mikill skaði fyrir atvinnu hér ef þetta verður aflagt og ekki séð hvað við tekur í þessum byggðum, segir Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar h/f í samtali við Vinnuna. Fiskbúðin er horfin en eftir stendur Einar Lárusson við gamla púltið þar sem enn liggur síðasti verðlist- inn hans, með máðu letri. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.