Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Side 25

Vinnan - 01.09.1992, Side 25
Raufarhöfn 25 Þorsteinn Óli Sigurðssonfram- kvœmdastjóri Fiskiðjunnar á Raufarhöfn (til hægri) og Gunn- ar Finnbogi Jón- asson verkstjóri, í vinnslusal Fisk- iðjunnar. Þorsteinn segir að góður árang- ur hafi náðst í rekstri síðustu árin, með upp- stokkun og að- haldi í rekstri. báta fyrir hátt í hundrað milljónir króna og úrelt þá. Einn þeirra höfum við haft á innfjarðarrækju á veturna og landað henni á Kópaskeri, en við eigum meiri- hluta í rækjuverksmiðjunni Geflu, sem var endurreist á grunni gömlu verksmiðj- unnar á Kópaskeri, sem varð gjaldþrota og komst í gang fyrir fáum árum, segir hann. I fyrra fékkst gott verð á fiskmarkaðn- um á Dalvík, allt upp í 110 krónur fyrir þorskkflóið. Fiski var safnað í gáma á ströndinni, frá Bakkafirði til Kópaskers, og fluttur hundruð kflómetra vegalengd til Dalvíkur. - Það hefur lítið sem ekkert farið héð- an á fiskmarkaðinn á Dalvík í ár, enda er markaðsverðið farið að jafna sig, það er ekki lengur sá funi í því sem var, segir Þorsteinn Óli. Arnþór Pálsson: Loðnan og grá- sleppan eltu átuna norður í Barentshaf haustið 1990. Þess- vegna brugðust loðnan ífyrra og grásleppan í ár. Þessvegna bregst líka þorskurinn nú, því hann elti loðnuna norður, enda eru þeirfarnir að veiða þors í Barentshafi, segir hann. slóðir. Þau sjávardýr sem á því æti lifa hafi farið á eftir ætinu eins og eðlilegt er, þar á meðal grásleppa og loðna. - Þetta haust fannst náttúrlega engin loðna á hefðbundnum slóðum, þegar leit- að var, vegna þess að hún var miklu norð- austar, kannski komin norður í Barents- haf. Svo gerist það á hrygningartíma loðn- unnar, að vegna þess hve mikill sundfisk- ur hún er kemur hún beint upp að suðaust- urlandinu til að hrygna. Hún kom hvergi við á norður og austursvæðinu, heldur fór beint upp að Hornafirði, einfaldlega til að komast upp á hrygningarstöðvarnar á rétt- um tíma. Þar dreifði hún úr sér, og þess- vegna urðu menn aldeilis hissa þegar þeir sáu svona mikið af loðnu allt í einu og vissu ekki hvaðan hún kom. Vegna þess hvað grásleppan er miklu seinfærari sundfiskur en loðnan náði hún ekki upp á hrygningarstöðvarnar nógu fljótt og missti úr sér hrognin. Þess vegna hafði hún ekkert á hrygn- ingarstöðvarnar að gera og er kyrr í haf- inu. Við vitum líka að þorskur af Islands- miðum veiddist við Noreg þennan vetur og aftur núna í vetur. Þetta er mjög fátítt en kemur til af því að hann var líka kom- inn það langt að það var styttra til Noregs en Islands og hann hrygndi einfaldlega þar. Við höfum heyrt af því að afli hafi aukist í Barentshafi, sem stafar einfald- lega af þessu sama; þorskur af íslands- miðum elti loðnuna þangað norðaustur árin 1990 og 1991. Og það vill svo til að grásleppuveiði hefur aldrei verið betri við Noreg en þessi ár, en hér hefur hún sjaldan verið verri! Eg hef því allt annað álit á þessu en fiski- fræðingamir; finnst miklu meiri rök í þessari skýringu en að setja bara núll! Segir Amþór Pálsson trillukarl á Raufar- höfn, sem ætlar suður eftir að hafa gert enn eina tilraun til að veiða grásleppu næsta vor. Kannski þá verði farið að kólna í sjónum þarna norður og austur í ballar- hafi og grásleppan hunskist heim á sínar gömlu hrygningastöðvar í stað þess að vera að lufsast þama undan Noregs- strönd? VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.