Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Síða 28

Vinnan - 01.09.1992, Síða 28
28 Nám er nauðsynlegt: Vinnandi fólki býðst f jölbreytt fræðsla Þegar sumarfríinu lýkur og þaö haustar aö er tími kominn til að hyggja aö því hvernig skynsamlegt sé að verja tómstundum vetrarins. Margir eru enn haldnir þeim mis- skilningi að skóli, og nám almennt, sé aðeins fyrir ungt fólk. Þetta er rangt; á síðustu árum hefur vaknað skilningur á því að „skólaaldurinn" spannar æfina alla. Fólk á öllum aldri þarf reglulega að endurnýja og bæta við þekkingu sína, ekki að- eins til að vera gjaldgengt á vinnu- markaðnum heldur líka til að fóta sig í margbreytilegu samfélagi. Það hefur sýnt sig að aldrað fólk sem vanist hefur þátttöku í starfsnámi og námskeiðum er betur í stakk búið að takast á við umskiptin sem fylgja starfslokum, en það fólk sem ekki hefur bætt við og aukið mennt- un sína. Á síðustu árum hefur framboð á full- orðinsfræðslu stóraukist. Öldungadeildir framhaldsskólanna bjóða upp á lengra og skemmra nám, þar sem fólk getur ýmist stefnt að lokaprófi, til dæmis verslunar- eða stúdentspróf, eða numið áhugaverðar greinar án þess að stefna að tilteknum á- fanga. Fyrir utan framhaldsskólana er hægt að sækja fjölbreytt nám til annarra fræðslustofnana. I bæklingi sem gefinn er út á vegum menntamálaráðuneytis eru tíundaðir yfir 80 aðilar sem auglýsa full- orðinsfræðslu, framhaldsskólarnir með- Efti 14 ára hvíldfór Ásta Sigurðardóttir í öldungadeild og lauk stúdentsprófi í vor, eftir sex ára nám, með vinnu og heimilisstörfum. taldir. Kennslan er skipulögð þannig að fólk getur sótt námið utan vinnutíma, síðdegis, á kvöldin eða jafnvel um helg- ar. Fullorðinsfræðsla er alhliða Hér getur verið um að ræða tóm- stundanám, félagsmálafræðslu, fram- haldsskólanám eða starfsmenntun. Það er þess vegna engin afsökun að segja „þetta er ekkert fyrir mig.“ Hvort sem fólk hef- ur áhuga á að læra meira í hannyrðum, ná tökum á því að vinna með tölvu, læra að gera við bílinn sinn, bæta stafsetning- una, fá þjálfun í fundarsköpum og ræðu- mennsku, öðlast fæmi í erlendu tungu- máli, bæta stærfræðikunnáttuna, fá inn- sýn í íslendingasögumar, kynnast heim- spekilegri hugsun, læra siglingafræði eða rafsuðu þá er hægt að finna aðila sem bjóða námskeið í þessum greinum, og enn er ekki allt upp talið. - Fullorðinsfræðsla er alhliða, hún get- ur líka verið það að læra að lesa og skrifa, ef því er að skipta, segir Snorri Konráðsson framkvæmdastjóri Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu og bætir við að fræðsluna þurfi að veita á mörg- um stöðum, ekki bara í skólum, og í sem flestum greinum. Dæmi um óhefðbundið nám er nám- skeið í mannlegum samskiptum sem sál- fræðingamir Vilhelm Norðfjörð og Hugo Þórisson hafa haldið undanfarin ár. Þeir byrjuðu fyrir sex ámm með foreldranám- skeið þar sem fjallað var um samskipti foreldra og bami og foreldrar þjálfaðir í að greina og leysa samskiptavanda við bömin sín. Þegar frá leið buðu Vilhelm og Hugo fyrirtækjum og verkalýðsfélög- um upp á námskeið í mannlegum sam- skiptum. Undanfarið hafa vagnstjórar SVR sótt námskeið þar sem fjallað var um samskipti við farþega. Vilhelm segir sömu grunnhugmyndimar liggja að baki öllum námskeiðunum, enda lúta sam- skipti og samspil einstaklinga sömu meginreglum hvort sem um er að ræða heimili eða vinnustað. Hvar á að byrja? Þegar langur tími er liðinn frá því að fólk var í skóla er hætt við að það vaxi því í augum setjast aftur á skólabekk. Námsráðgjafar ráðleggja fólki að fara sér rólega til að byrja með. Ef hugur fólks stendur til þess að fara í lengra nám, til dæmis stúdentspróf, er hyggilegt að byrja á einni eða tveim greinum til að sjá hversu gengur. Betty Nikulásdóttir hefur verið námsráðgjafi við Mennta- skólann í Hamrahlíð. Hún segir fólk oft hrætt við að ná ekki tökum á námsefninu en reynslan sýni að sá ótti sé oftast á- stæðulaus. Eitt helsta vandamálið fyrir eldri nemendur er að ná því að einbeita sér að náminu. Betty segir það þjálfunar- atriði að æfa einbeitinguna. Þegar yfir Mamma er að bilast Fullorðið fólk tekur nám sitt oftast mjög alvarlega og leggur hart að sér. Stundum kemur streðið við námsbækurnar börn- unum spánskt fyrir sjónir. Ásta Sigurðardóttir, í öldungadeild Fjölbrauta- skóla Suðumesja, var að undirbúa sig undir próf í dönsku og hafði engan til að hlýða sér yfir. Hún settist inn í stofu heima hjá sér og þuldi upphátt danskar sagnir til að leggja þær á minnið. Tvö böm hennar komu aðvíf- andi en fannst mamma sín vera hálf undarleg og drógu sig til hlés. Faðir þeirra heyrði börnin hafa eftirfarandi orðaskipti: - Iss, það er betra að falla en að bilast, sagði annað þeirra. - Nei, ef mamma fell- ur á prófinu þá bilast hún ömgglega, svaraði hitt með áherslu. VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.