Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Side 29

Vinnan - 01.09.1992, Side 29
Þátttaka í námskeiðum gerirfólk hcefara til að takast á við breytingar sem verða á vinnustað og laga sig að nýjum aðstœðum í samfélag- inu. Myndin er tekin í Félagsmálaskóla Alþýðu í Ölfusborgum. þann hjalla sé komið þurfi ekki að hafa áhyggjur af námsframvindunni. Nem- endur í öldungadeild skili verkefnum sínum vel og mæta vel undirbúnir í próf. Þeir eru til sem óttast að fara í nám þar sem tekin eru próf, en langar samt sem áður að ná áfanga sem verður ekki lokið án prófs. Við Fjölbrautaskóla Suð- umesja er starfrækt öldungadeild sem býður upp á hefðbundið nám framhalds- skóla og jafnframt námsflokkar þar sem kenndar eru greinar sem ekki er prófað í. Helga Óskarsdóttir á skrifstofu Fjöl- brautaskólans segir að mörgum finnist gott að fara í námsflokkana „til að hita sig upp“ fyrir öldungadeildina. Betty Nikulásdóttir segir það koma jafnvel út að fara beint í öldungadeildinar og taka sér góðan tíma til að byrja með. 77/ hvers að fara í nám? Það getur kostað átök og áreynslu að drífa sig í nám sem er utan venjulegs vinnutíma, sérstaklega þegar langt er um liðið síðan maður sat síðast á skólabekk og á kannski ekki ýkja góðar minningar um þá reynslu. Hvers vegna ætti maður þá að leggja það á sig að fara í nám eða innritast á námskeið? Snorri Konráðsson framkvæmdastjóri MFA bendir á að hugtakið um símenntun hafi á síðustu árum rutt sér æ meira til rúms. Með símenntun er átt við að starfs- menn og stjómendur þurfi stöðugt að bæta við menntun og þekkingu sína til að geta starfað á vinnumarkaði sem tekur sí- felldum breytingum. Þátttaka í nám- skeiðum gerir fólk hæfara til að takast á við breytingar sem verða á vinnustað og laga sig að nýjum aðstæðum í samfélag- inu. Það eru ekki aðeins starfstengd nám- skeið nýtast fólki. Sú þjálfun sem fólk fær í hverskyns námi kemur því til góða, hvort heldur það er í starfi eða daglegu lífi. Það hefur sýnt sig að þeir sem hafa lagt sig fram við að tileinka sér nýja þekkingu eiga auðveldara með að takast á við þau umskipti sem verða í lífi fólks þegar það lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Nám gegnir einnig því hlutverki að auka sjálfsvirðingu manna. Snorri rifjar upp vel heppnað námskeið sem MFA skipulagði fyrir starfsmenn Hafnarfjarð- arbæjar þar sem kennd voru ýmis hagnýt vinnubrögð. Til dæmis var farið í það hvemig maður skiptir um kló á raf- magnskapli. Það kom á daginn að sumir höfðu komið sér hjá því að eiga nokkuð við slíka hluti og voru ánægðir með til- sögnina. Til skamms tíma þótti í mörgum starfsgreinum óþarft að kenna nýliðum rétt handtök. Viðhorfið var að „maður átti að kunna þetta.“ Þetta sjónarmið var ríkjandi í fiskvinnslu þar sem ungt fólk var ráðið í vinnu og ætlast til þess að það kynni til verka. A síðari árum hefur þetta viðhorf verið víkjandi og mörg frystihús tekið þann pólinn í hæðina að það sé beggja hagur, starfsmanns og fyrirtækis, að kenna strax í byrjun undirstöðuatriði starfans. Konur duglegri en karlar Samkvæmt könnun sem menntamála- ráðuneytið gerði á fullorðinsfræðslu fyrir þrem árum sækir tæpur þriðjungur full- orðinna fræðslu í einhverri mynd. Eftir þessari könnun að dæma eru konur dug- legri en karlar að sækja nám. Snorri Konráðsson segir það ekki vera vegna þess að karlar viti meira en konur. Asta Sigurðardóttir útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja á liðnu vori. Hún var sex ár að ljúka að þessum áfanga, vann fulla vinnu og oft aukavinnu og var jafnframt hús- móðir á heimili með tvö böm. - Þetta var stíft, svefntíminn styttist og það var ekkert farið út. En maður verður að velja og hafna, maður getur ekki feng- ið allt. Eg sé ekki eftir þessum tíma, námið var skemmtilegt og þroskandi, segir Asta. Ásta hafði ekki sótt skóla í 14 ár þegar áhugi hennar kviknaði á frekara námi. Hún byrjaði í námsflokkunum við Fjöl- brautaskólann en fór þaðan í öldunga- deildina. Ásta tók stúdentsprófið í áföng- um, lauk fyrst tveggja ára námi á við- skiptabraut og síðan þriggja ára námi á tölvubraut, en stúdentsprófið er alla jafna fjögra ára nám. Ásta starfar á skrifstofu Verkalýðs-og sjómannafélags Suðumesja. Hún hefur hug á að fara í háskólanám, en segist ekki hafa efni á því sem stendur. - Ég sé bara til með framhaldið, segir Ásta. Flutningar - Fyllingarefni Vörubílar, litlir og stórir • Kranabílar, litlir og stórir.# Dráttar- bílar með malar- eða flatvagna • Vatnsbílar • Grjótbílar • Salt- og sanddreifingarbílar • Malbikskassar • Alls kon- ar möl, fyllingarefni og mold • Tímavinna • Ákvæðisvinna • Ódýr og góð þjónusta. Vörubílastöðin Þróttur 25300 - Borgartúni 33 - 25300 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.