Vinnan


Vinnan - 01.09.1992, Page 30

Vinnan - 01.09.1992, Page 30
30 Eru Danir í vandræðum? Mikið hefur verið spáð í hvaða áhrif úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Danmörku muni hafa á þróun sam- starfs Evrópuríkja á næstunni. Hug- myndir manna um þessi áhrif hafa breyst mikið frá því í byrjun júní og eiga eflaust eftir að breytast mikið á næstu vikum og mánuðum. Sjónarmiðin eru mörg. Sumir eru t.d. á því að Danir hafi einungis kosið yfir sig mikið vandamál sem geti einangrað þá frá EB og jafnvel geti komið upp sú staða að þeir þurfi að kjósa aftur um nær óbreytta tillögu til þess að detta ekki út úr samvinnu. Aðrir eru á því að aðaláhrif úrslit- anna í Danmörku tengist því að sýnt hafi verið fram á langt bil á milli kjósenda annars vegar og stjómenda EB og stjómvalda í aðildarríkjunum hins vegar. Nú neyðist ráðamenn til þess að staldra við og íhuga á hvaða leið þeir séu og hvort það sé endilega sama leiðin. Um hvað var kosið? í Danmörku var kosið um svokallað Maastricht-sam- komulag leiðtoga EB-ríkjanna frá því í desember 1991. Samkomulagið er mjög yfirgripsmikið og með því er stefnt að mun nánara samstarfi milli EB-ríkjanna en verið hefur. Þarna er m.a. um að ræða nánari pólitíska og efna- hagslega samvinnu, samvinnu varðandi peningamál og sameiginlega mynt, sam- vinnu í vamarmálum. í raun má segja að í Maastricht hafi leiðtogar bandalagsins tekið stórt skref í áttina að því að gera EB að eins konar sambandsríki með sameigin- legri yfirstjóm á mörgum sviðum. Einn hluti Maastricht-samkomulags- ins snýst um þróun félagsmála. Eins og kunnugt er hafa Bretar staðið í vegi fyrir þróun félags- og réttindamála innan EB. I Maastricht náðist samkomulag milli allra aðildamkja EB um að ellefu þeirra (Bretar em ekki með) geti notað stofnan- ir bandalagsins til þess að halda áfram útfærslu félagsmála innan EB og með samkomulaginu var m.a. undirstrikuð þýðing aðila vinnumarkaðarins varðandi þróun félagsmála og möguleikar til þess að þoka málum áfram með meiri- hlutaá- kvörðunum voru auknir, þannig að ein- stök ríki gætu ekki lengur komið í veg fyrir að ákvarðanir sem allir aðrir væru sammála um yrðu teknar. Lýðræðið innan EB Margir em á því að stjómun EB sé afskaplega ólýðræðis- leg vegna þess að bandalaginu sé í raun stjómað af ríkisstjómum aðildarríkjanna í gegn um fulltrúa þeirra í Ráðherraráð- inu. Innan einstakra ríkja gegna þjóð- þingin eftirlitshlutverki gagnvart ríkis- stjómum og mynda þær. Þessu er ekki til að dreifa innan EB. Þar hefur þing EB mun minni völd en Eftir Ara Skúlason,, alþjóðafulltrúa ASI gerist í einstökum ríkjum, EB-þingið hefur t.d. ekki löggjafarvald. Þetta veldur því að mjög langt bil er á milli kjósenda í einstökum aðildarríkjum og t.d. Ráð- herraráðs EB. Þessi lýðræðislegi halli hefur verið gagnrýndur mikið og t.d. kom fram í Danmörku mikil óánægja með að í Maastricht-samkomulaginu var ekki gerð tilraun til þess að breyta þessum halla en þess í stað gengið út frá því að bandalag- ið myndi starfa áfram með svipuðu stjómunarformi. Með Maastricht-samkomulaginu vom möguleikar til meirihlutaákvarðana einnig auknir og það gefur auga leið að möguleikar smáþjóða til þess að koma sínu fram minnka vegna þeirra breytinga. Áhrif á EES og útvíkkun EB Fyrstu dagana eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Danmörku voru margir á því að úrslitin myndu seinka því mikið að ný ríki kæmust inn í EB. Nú virðist hins vegar ljóst að ekki verður töf á samningavið- ræðum við ríki sem sótt hafa um aðild. Bretar, sem taka við formennsku í EB nú á miðju ári, hafa lýst því yfir að þeir muni gera allt til þess að hraða samn- ingaviðræðum. Samningaviðræður em eitt mál, en niðurstaða þeirra viðræðna og viðtökur kjósenda við þeim niðurstöðum allt ann- að mál. Það er t.d. ljóst að sum EFTA- ríkjanna sem hafa sótt um aðild hafa sett ýmis skilyrði fyrir aðild sinni sem ekki er víst að EB muni ganga að. Þá er það EB, sem verið er að sækja um aðild að, ekki EB fortíðarinnar heldur EB framtíð- arinnar, þ.e. EB eftir Maastricht- sam- komulagið. Miðað við að litlar eða engar breytingar verði á því samkomulagi gætu orðið mörg ljón á veginum. Það er t.d. hæpið að sænskir eða norskir kjósendur muni samþykkja það EB í þjóðaratkvæðagreiðslu sem danska þjóðin hafnaði eftir að hafa verið í EB í 20 ár. Það er því ljóst að frá samningaviðræðum við ríki um aðild að EB getur verið langur vegur að fullri aðild. Oft hefur verið nefnt að EFTA-ríkin utan íslands gætu orðið aðilar að EB 1995-æ97, en ekki þarf mikið út af að bera til þess að því seinki mikið og jafnvel að þessi ríki fari ekki inn. Ráðamenn EB hafa einnig ít- rekað lýst því yfir að bandalagið verði ekki stækkað nema Maastricht-sam- komulagið verði samþykkt. Lífdagar EES eru auðvitað mjög háðir þessari þró- un. Áhrif úrslitanna í Danmörku sýna svo ekki verður um villst að niðurstaða í samningaviðræðum um aðild að EB er alls ekki nægjanleg til þess að ríki kom- ist þangað inn. Það þarf að halda þjóðar- atkvæðagreiðslur í öllum löndunum og úrslit þeirra þurfa ekki að fara á sama veg og ráðamenn ríkjanna vilja helst. Áhrif á nánari samvinnu innan EB - dýpkun Eins og áður segir gengur Maastricht- samkomulagið mikið út á aukna sam- vinnu EB-ríkjanna. I þessu sambandi er oft talað um dýpkun bandalagsins. í sam- bandi við fjölgun aðildarríkja er stundum talað um víkkun. Það er ljóst að mark- miðin um víkkun og dýpkun stangast á að verulegu leyti. Það er t.d. vafamál að hægt sé að halda uppi núverandi stjóm- unarformi EB með 16 aðildamkjum í stað 12. Það er líka tekist á um þessar áherslur innan EB. Sumir telja að einbeita eigi kröftunum að víkkun og að halda eigi samstarfinu í svipuðu formi og það er nú. Aðrir vilja leggja áherslu á dýpkunina, og þar var Maastricht- samkomulagið ó- neitanlega mikilvægur áfangi. VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.