Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 1
Gölliið lög Þrátt fyrir rökstudda gagnrýni verkalýðshreyfingar- innar á frumvarp félgsmálaráðherra um húsnæðis- mál og kröfu um að það yrði dregið til baka, varð frumvarpið að lögum án þess að gerðar hefðu ver- ið á því ásættanlegar breytingar. Frumvarpið var hroðvirknislega unnið og þær breytingar sem gerð- ar höfðu verið á því vörðuðu nær eingöngu orða- lag og tækniatriði. Á frumvarpinu voru alvarlegir gallar sem snerta þá sem helst þurfa á félagsleg- um lánum að halda og lögin nýju eru því meingöll- uð. Ljóst er að um 1.000, fjölskyldur standa nú utan húsnæðislánakerfisins. Á þetta var margoft bent meðan frumvarpið var til meðferðar á Alþingi. Ekk- ert samráð var haft við verkalýðshreyfinguna um gerð frumvarpsins, þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram opinberlega, og ekki tekið tillit til ábendinga hennar um afleiðingar lagasetning- arinnar. Það er alltaf alvarlegt mál þegar menn kjósa að stinga höfðinu í sandinn, en sérstaklega ámælisvert þegar framtíð fjölda fjölskyldna er í húfi. Fjölskyldu- málin í forgang Stokka þarf íslenska fæð- ingarorlofskerfið upp og bæta verulega rétt útivinnandi foreldra til að vera með ung- um börnum sínum. - Fjöl- skyldumálin eru komin í for- gang. ASÍ hélt ráðstefnu um samræmingu atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs og Samiðnar- menn tóku á fjölskyldumálun- um á þingi sínu. ms. 8-9 Skagfirðingar MFA-skólinn býður upp á nám fyrir atvinnulaust fólk. Skólinn hefur verið starfræktur á Sauðárkróki að undanförnu. Vinnan leit í heimsókn og spjallaði við fjóra nemendur. ms. n Austfirðingar Fundaherferð forseta ASÍ og fylgdarliðs heldur áfram. Áð þessu sinni var farið um Austfirðina, vinnustaðir heimsóttir, fundað með stjórn- um verkalýðsfélaganna á svæðinu og staða og framtíð hreyfingarinnar rædd á opnum fundum með félagsmönnnum. Vinnan var með í för á Norðfirði og Reyðarfirði. dls. 3 Menntun er lykillinn Menntun þátttakenda er lykillinn að árangri í al- þjóðlegu samstarfi, segir Jean-Claude Le Douaron, nýr skólastjóri norræna Genfar- skólans og starfsmaður menntastofnunar evrópsku verkalýðshreyfingarinnar. bls. 11 ASÍ vinnur að tryggingum fyrir félagsmenn Landssamböndin innan ASÍ hafa ákveðið að hefja í sumar undirbúningsvinnu að félags- mannatryggingum. Ákvörðunin kemur í kjölfar þeirrar stefnu sem mörkuð var á síðasta þingi ASÍ en f henni segir m.a. að eitt af brýnustu verkefnum verka- lýðshreyfingarinnar sé að sjá til þess að félagsmenn hennar eigi kost á betri alhliða trygg- ingavernd, til dæmis gegn slys- um í frítfma og tjóni á eignum, líkt og sænska alþýðusamband- ið býður félagsmönnum sínum. Veruleg þörf þykir vera á að bæta tryggingavernd launa- fólks og fjölskyldna þess hér- lendis, til að mynda er stað- reynd að aðeins þriðjungur heimila er með heimilistrygg- ingu og líftryggingar eru sjald- gæfar. s Aráðstefnu ASI um tryggingamál, sem haldin var í maí sl., kom meðal annars fram að iðgjaldaspam- aður sænsks launafólks af því að kaupa félagsmannatryggingar er meiri en sem nemur félagsgjaldinu árlega. Þannig margborgar sig að vera í stéttarfélagi. Tryggingarnar hafa því bæði mikið gildi fyrir ein- staklingana í félögunum og verka- lýðshreyfinguna. Tryggingamar veita félagsmönnunum örugga trygginga- vemd á mjög hagstæðum kjörum og þær hafa átt mikilvægan þátt í að treysta stöðu verkalýðshreyfíngarinn- ar og skapa jákvæðari viðhorf til hennar. ASI telur mikilvægt að verkalýðs- hreyfingin beiti samstilltu afli sínu til þess að geta boðið upp á fjölbreyttari og ódýrari tryggingavemd. Sjá nánari umfjöllun á baksíðu. Umhverfisvæn verkalýðshreyfing Sumarið er loksins komið, umhverfið er að vakna til lífsins og gróðurinn grænkar og blómstrar. Það er ekki sjálfgefið að svo verði um alla framtíð. Náttúran tekur ekki endalaust við og mengun af mannavöldum vex með hverjum deginum. Verkalýðshreyfingin getur átt þátt í því að byggja upp umhverfisvænni vinnumarkað, til dæmis með áherslu á endurvinnslu, mengunarvarnir og hreint og snyrtilegt umhverfi fyrirtækja og stofnana. Umhverfisvernd er komin á dagskrá hreyfingarinnar og umræðan „grænkar" stöðugt. Umhverfismálin innan ASÍ hafa að mestu lent á herðum Samiðnarfólksins í Félagi garðyrkjumanna sem nú er að leggja lokahönd á stefnumótun sem nýst gæti sambandinu öllu. Nánar er fjallað um umhverfismálin á bls. 15. Á myndinni eru garðyrkjufræðingarnir Anna og Guðmundur sem starfa í Gróðrarstöðinni Mörk.

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.