Vinnan


Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.06.1998, Blaðsíða 9
IJfr/ ilQfl e}^ra til að vera samvistum við börn sín á fyrstu œviárum þeirra er lykilatriði i i’r) 'lréttis- ogfjölskyldumálum. Staðfesta þarf foreldraorlof og taka upp og endurskoða 'nkarorlof. Myndin er tekin á 1. maí í Reykjavík. Fjölskyldusinnaðir iðnaðarmenn Samiðnarmenn tóku á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku á þingi sínu í byrjun maí. Samþykkt þeirra fer hér á eftir: „Þátttaka í atvinnu- og fjölskyldulífi eru grundvallar þættir í lífi flestra. Lítil umræða hefur farið fram um samhæf- ingu þess að stunda atvinnu og vera virkur þátttakandi í fjölskyldulífi. Lengst af hefur það verið talið eðlilegt að karlmenn létu vinnuna ganga fyrir þátttöku í fjölskyldulífi. Þeir hafa verið aldir upp við það að þeirra hlutverk sé að vera fyrirvinna fjölskyldunnar og að umsjón heimilis og uppeldi barna sé í verkahring kvenna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst í þessum efnum á síðari árurn, er langt í land að karlar komi í sama mæli að uppeldi barna sinna og konur. I jafnréttisumræðu síðustu ára- tuga hefur lítið verið rætt um jafnrétti karla til fjölskyldulífs. Margt bendir til þess að gildismat karla sé að breytast og þeir séu að verða rniklu meðvitaðri um að þátttaka í fjöl- skyldulífi og samvistir við böm sín veit- ir mönnum mikla lífshamingju og gefur lífinu aukið gildi. Einnig eru karlar að verða meðvitaðri urn þá ábyrgð sem fylgir því að vera faðir. Fyrirtækin verða að vera virkir þátt- takendur og skapa forsendur til að at- vinnuþáttaka og fjölskyldulíf geti farið vel saman. Þau verða að vera sveigjan- leg hvað varðar vinnutíma og fyrir- komulag vinnunnar. Líta verður á orlof til að sinna börnum sem eðlilegan þátt í rekstri fyrirtækjanna. Tryggja verður að frí frá vinnu vegna barna bitni ekki á nokkurn hátt á foreldrum og fæðingar- og/eða foreldraorlof sé metið sem at- vinnuþátttaka varðandi laun og réttinda- ávinnslu. Langur vinnutími gerir það að verk- um að sá tími sem foreldri hefur til ráð- stöfunar með börnum sínum er takmark- aður. Ein aðal orsökin fyrir löngum vinnutíma er lág laun, því verður að leggja áherslu á að tryggja foreldrum viðunandi fjárhagslega afkomu, þannig að fjárhagslegar aðstæður séu ekki hindmn fyrir því að foreldrar geti notið samvista við börn sín. Mikilvægt er að lögum um fæðingar- orlof verði breytt og það verði lengt í 12 mánuði og verði fjórir mánuðir bundnir móður og fjórir við föður en fjómm geti foreldrar skipt eftir hentugleikum. Grundvallarreglan er að foreldrar hafi hvort um sig sjálfstæðan rétt til fæðing- arorlofs og greiðslna. Greiðslur verði hlutfall af launum hvors aðila fyrir sig. Tryggja verður að tekjuskerðing for- eldra verði sem minnst þannig að hún standi ekki í vegi fyrir töku orlofs. Til að fjármagna fæðingarorlof er nauðsyn- legt að stofnaður verði sérstakur sjóður sem atvinnulífið, ríki og sveitarfélög greiði í. Sjóðurinn er mikilvægur til að jafna og tryggja stöðu foreldra á vinnu- markaði. Umfjöllun um jafnréttis- og fjöl- skyldumál á ætíð vera á dagskrá hjá verkalýðshreyfingunni. Mikilvægt er að karlar jafnt sem konur komi að þeirri umræðu og sjónarmið karla séu lögð að jöfnu við sjónarmið kvenna. I því sam- bandi er mikilvægt að virkja það unga fólk sem hefur verið að koma til liðs við sambandið með ný og fersk sjónarmið. I jafnréttisumræðunni er nauðsynlegt að horfa til þess að kynin eru að mörgu leyti ólík og með ólíkar þarfir. En bæði hafa þörf fyrir umhverfi sem tryggir þeirn rétt og möguleika til þess að taka þátt í uppeldi bama sinna og vera skap- andi fjölskyldumeðlimir." Karlar bundnir á klafa fyrirvinnunnar Er eðlilegt að það sé litið á það sem vinnuslys ef starfsmenn eignast börn? spurði Ema Amardóttir, jafnréttis- fulltrúi Landssímans, í erindi sínu um fjölskylduvæna starfsmannastefnu á þingi Samiðnar. Erna sagði knýjandi nauðsyn á hugarfarsbreytingu hér á landi. Fyrirtækin yrðu að draga úr tog- streitu milli starfs og fjölskyldulífs. Ema benti þingfulltrúum á að fómar- kostnaður vegna frítíma karla væri svo miklu meiri en við frítíma kvenna að þeir væru mun ólíklegri til að taka frí vegna fjölskyldumála. „Þetta er ykkar frítími en þið emð bundnir á klafa fyrir- vinnunnar vegna þessarar stöðu“, sagði Ema og uppskar lófatak þingheims. Ema fór yfir ýmsar tilraunir með fyr- irkomulag starfa sem gerðar hafa verið erlendis, svo sem deilistörf þar sem tveir einstaklingar deila sama starfi í misjöfn- um hlutföllum. Sjálf kvaðst hún hafa blendnar tilfmningar í garð forma á borð við heimavinnu enda sjái hún gjaman fyrir sér konu við tölvuskjá með grát- andi ungbam á hnjánum. Slík ráðningar- form megi ekki verða til þess að auka enn á aðstöðumun kynjanna á vinnu- markaði. Ema nefndi ýrnis leyfi eða orlof sem tengjast fjölskylduaðstæðum svo sem foreldraorlof, námsleyfi, leyfi fólks til að gera hlé á starfi sínu unt lengri tíma, t.d. til að fylgja maka sem er að afla sér frekari menntunar, leyfi af öðmm fjöl- skylduaðstæðum og svokallað framahlé þegar starfsmaður fær leyfi til að fresta því að axla aukna ábyrgð végna tíma- bundinna fjölskylduaðstæðna sinna án þess að það bitni á möguleikum við- komandi síðar meir. Þönf á nýrpi hugsun Ema sagði vinnumenninguna verða að breytast. Vinna verði gegn óhóflegri vinnu, mennta stjómendur fyrirtækja í nýjum viðhorfum og ekki megi refsa þeim sem nýta rétt sinn á grunvelli fjöl- skylduvænnar starfsmannastefnu. Þá verði að hvetja karla til að sinna bömum og heimili. Hér á landi þurfi nýja hugs- un. Auka þurfi væntingar bæði karla og kvenna til fjölskylduvænnar starfs- mannastefnu og karlar þurfi að fá að njóta þessara forréttinda. Ema sagði sögu af presti sem nefndi það við hana að rosknir karlar sem missa maka sinn séu í lífshættu. Astæð- an er sú að þeir hafa aldrei haft tíma til að mynda nein tengsl við böm sín, vinn- an hafi ætíð gengið fyrir öllu öðm. Svo standi þeir skyndilega einir uppi á eftir- launaaldri, bömin uppkomin og gjaman upptekin af öðm en að vera að mynda tengsl við föður sinn. Þetta sé beinlínis lífshættulegt. Ema ítrekaði að ráðast verður gegn hindrunum gegn því að karlar taki þátt í fjölskyldulífi. Verði það ekki gert sé hætta á því að fjölskylduvæn starfs- mannastefna verði fyrst og fremst nýtt af konum sem muni auka enn á að- stöðumun kynjanna á vinnumarkaði. Dæmi af fjölskyldustefnu í fram- kvæmd erlendis voru mörg fróðleg. Ema nefndi fyrirtækið Johnson og John- son í Bandaríkjunum sem hefur sann- reynt að þeir sem nýta sér fjölskyldu- stefnu fyrirtækisins nota helmingi færri veikindadaga en hinir. Rannsóknir í bandarískum háskóla hafa einnig leitt í ljós að þeir sem nýta sér fjölskylduvæna starfsmannastefnu eru einbeittari í starfi, ánægðari og virka betur í hópstarfi en þeir sem ekki nýta sér fjölskyldustefn- una. „Fjölskylduvæn starfsmannastefna getur því skotvirkað", sagði Erna og bætti við að hún gæti skilað sér í bættum hag fyrirtækja ekki síður en starfsmanna en þetta taki langan tíma og sjáist ef til vill ekki í næsta sex mánaða uppgjöri. Mikilvægt sé þó að umræðan sé að hefj- ast hér á landi. stiréttnr, fæðingarorlof fiimustaðasaiimingar >ír . síðastliðnum kvað 'étt: ' Itðl ! ut upp merkan dóm ^ðingarorlof. í hnot- Urstaða dómsins sú að , slur í fæðingarorlofi l() ^rfskjara. Með vísan til |() Jafnan rétt karla og stjórnarskrár íslands [i: .urínn að þeirri niður- . .'jJ'eimilt sé að mismuna Pessu sviði eins og öðr- 1 , ;;t Po að taka fram að ■,^r bendir á að tilgangur t Uieð fæðingarorlofi sé j ^ P;ir að konur fái tæki- , ^.Jafna sig eftir barns- j 'US vegar að foreldrar , ^kifæri til að annast ,írstu mánuði ævinnar. ,i.ekin afstaða til þess f ,®st megi við að móðir I en nokkuð ljóst er að Pað mismunun að tekið sé sérstakt tillit til móður þann tíma. Nú skilst mér að víða sé unnið að gerð vinnustaðasamninga. Þær bætur sem fólk á almennum vinnumarkaði fær í fæðingaror- lofi eru skammarlega lágar. Stétt- arfélögum er ekki heimilt að semja um viðbótargreiðslur í kjarasamningum. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að um slíkt sé samið í einstökum ráðn- ingarsamningum. Þá er mikilvægt að dómur Hæstaréttar sé hafður í huga. Þeir sem að þessum samn- ingum koma geta lagt sitt af mörkum til jafnréttis kynja og aukinna möguleika foreldra til að vera með börnum sínum, með því að taka greiðslur í fæðingarorlofi upp í samningum. En þá verður að hafa í huga að mismuna ekki kynjum. Feður eru ekki lengur annars flokks foreldri. Ingólfur V. Gíslason Á íslenska vegi þarf góða bfla (þ)ú getur fengið bílinn afhentan á einum stað og skilað honum á öðrum, allt eftir því sem þér hentar best. Afgreiðslustaðir: Akureyri, Rcykjavík, Egilsstaðir, Höfn, Vestmannaeyjar og Keflavíkurflugvöllur. KEFLAVIK VESTMANNAEYJAR FLUGLEIDIR Bílaleiga Sími: 50 50 600 Fax: 50 50 650 Netfang: fihertz@icelandair.is Vinnan 9

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.