Stefnir - 01.07.1984, Page 11
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
ARNÓR SIGURJÓNSSON:
Valdajafnvægið á
Norður—Atlantshafi
AWACS-vél varnarliðsins á könnunarflugi.
Inngangur
I þessari grein mun ég leitast við að svara
eftirfarandi spurningum:
- A hvaða hernaðarlegum forsendum tengist
ísland hinu svokallaða valdajafnvægi:
- Hverjir eru helstu varnar- og öryggishags-
munir Islendinga í dag. Eru þeir í samræmi
við ríkjandi utanríkis- og varnarmálastefnu
stjórnvalda:
- Hverniggeta íslendingar helst tryggt það, að
þessir hagsmunir verði í heiðri hafðir í sam-
keppni við öryggishagsmuni og sjónarmið
annarra þjóða í Atlantshafsbandalaginu:
Heimildir
Til þess að leita svara við þessum spurn-
ingum hef ég m.a. stuðst viö opnar heimildir
sem eru allítarlegar en þó ekki tæmandi. Mun
ég fjalla fyrst um landfræðilega legu íslands,
þá um hernaðarlega þróun á N-Atlantshafinu
og tengja það varnar- og öryggishagsmunum
íslands.
1. Inn í Norður-Atlantshafið eru þrjár sigl-
ingaleiðir. Frá Barentshafi, Eystrasalti og
Gíbraltar. Frá Barentshafinu geta kjarn-
orkuknúnir kafbátar einnig siglt undir ís-
hafið og inn í Norður-Atlantshafið.
2. Á svæðinu fyrir norðan ísland austan við
Jan Mayen og fyrir sunnan Bjarnareyju
geta kafbátar auðveldlega falið sig. Haf-
svæði þetta er djúpt og þar mæta heitir og
saltríkir sjóstraumar Austur-Grænlands-
straumnum. Mikið hafdýpi og mismun-
andi saltmagn og hitastig í straumnum
gerir alla kafbátaleit þar erfiða viðfangs.
3. Frá Grænlandi, yfir Island og til Bretlands
er að finna upphækkun á hafsbotninum.
Eru það talin hin eðlilegu skil milli
Norður-Atlantshafsins og Atlantshafsins.
Upphækkun þessi er nefnd GIUK-hliðið
og þurfa öll skip og kafbátar að sigla á milli
þeirra landa er þar liggja, til þess að kom-
ast inn í Atlantshafið og öfugt.
Þá liggur stysta loftlína milli Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna yfir Norður-
Atlantshafið og ísland.
4. Það ertiltölulega auðveltverk að loka sigl-
ingaleiðinni frá Eystrasalti til Norður-At-
lantshafsins, t.d. með lagningu tundur-
dufla. Á sama hátt má loka siglingaleið-
inni frá Miðjarðarhafi til Atlantshafsins í
Gíbraltarsundi. Öðru máli gegnir unt sigl-
ingaleiðina frá Barentshafi til Norður-At-
lantshafsins. í Murmansk og víðar á Kola-
skaganum cru íslausar hafnir nothæfar allt
árið. Liggur ískanturinn á sumrin austan
við Novaya Zentlia og á veturna ca. 30-60
sjómílur austan við Murmansk og ca. 60-
100 sjómílur fyrir norðan Nordkapp.
5. Hernaðarlegt gildi íslands byggist á þess-
ari landfræðilegu staðsetningu landsins í
Atlantshafinu. í þessum „þrengslum" sem
GIUK-hliðið er. má fylgjast með ferðum
skipa, flugvéla og kaflráta á leið frá
Norður-Atlantshafi til Atlantshafsins og
öfugt. Frá íslandi er því einnig hægt að
hindra ferðir þessara farartækja umhverfis
landið eða stöðva alveg með því að granda
þeim.
Það er því lega landsins og þau mann-
virki sem hér finnast t.d. hafnir og flug-
vellir sem gera landið hernaðarlega mikil-
vægt, en ekki varnarviðbúnaður okkar
sbr. varnarliðið eitt sér eða radarkerfi eins
og sumir halda fram.
6. Skilningur á þessu hernaðarlega grund-
vallaratriði er forsenda þess, að geta áttað
sig á eðli þeirrar þróunar er átt hefur sér
stað á Norður-Atlantshafi síðustu 15 árin
og þýðingu hennar fyrir íslenska öryggis-
og varnarhagsmuni.
7, Síðustu 15 árin hefur hið hernaðarlega
valdajafnvægi á Norður-Atlantshafi gjör-
breyst. Sovétríkin hafa lagt á það mikla
áherslu að verða stórveldi á heimshöfum
sem og þeir eru á landi. Hinsvegar eiga
þeir fáar hafnir sem nothæfar eru allt árið.
Hafnirnar á Kola-skaganum eru einar af
þeim og þaðan má sigla um Barentshafið
og inn í Norður-Atlantshafið. Á þessum
árum hafa Sovétríkin byggt upp 4 flota:
Norðurflotann, Eystrasaltsflotann,
Svartahafsflotann og Kyrrahafsflotann.
Af þessum flotum er Norðurflotinn
stærstur. Helstu hafnir og flotastöðvar eru
í SEVEROMORSK, MOTOSKIFLÓ-
ANUM, POLYARNY, SEVEROD-
VINSK og ARKANGELSK.
STEFNIR
11