Stefnir - 01.07.1984, Síða 12
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
Áætluð samansetning Norðurflotans er:
Eldflaugakafbátar: 49
Árásarkafbátar: 120
Flugmóðurskip: 1
Stærriherskip: 88
(1000 tn-25000 tn)
Minni herskip: 135
(50tn-1000tn)
Liðs- og birgðaflutn-
ingaskip: 12
Hjálpar- og birgða-
skip: 40
Sprengj uflugvélar: 85
(Badger, Backfire,
Blinder)
Eldneytisflutninga-
vélar og könnunar-
flugvélar: 75
Flugvélar ætlaðar til
kafbátahernaðar: 115
(BearF, Mail, Hor-
mone A, Haze A)
Flutningavélar: 95
8, Megineinkenni sovéska Norðurflotans
eru eftirfarandi:
(1) Mikill fjöldi eldflaugakafbáta eða
u.þ.b. 70% af öllum slíkum kafbát-
um í sovéska flotanum. Telja má, að
staðsetning þessara kafbáta sé fyrst
og fremst hluti af ógnarjafnvægi stór-
veldanna og því ekki beint gegn Is-
landi sérstaklega. Hinsvegar notar
þessi floti hafsvæðin umhverfis land-
ið, og erum við m.a. af þeim ástæð-
um mikilvægur hlekkur í áðurnefndu
valdajafnvægi á Norður-Atlantshafi.
(2) Hin mikla áhersla sem lögð er á kaf-
bátahernað. Á ég ekki aðeins við eld-
flaugakafbátana sem gegna strateg-
isku hlutverki, heldur og árásarkaf-
bátana (ca. 120). í samvinnu við gagn-
kafbátaflugvélar (ca. 115) og nýtísku-
leg stærri herskip á borð við KIROV
er Norðurflotinn nú þess megnugur,
að stöðva eða hindra siglingar óvopn-
aðra NATO-skipa til Evrópu og Nor-
egs frá USA.
(3) Að Norðurflotinn hefur eitt af fjórum
flugmóðurskipum sovéska flotans.
Talið er, að kjarnorkuknúið flugmóð-
urskip sé í smíðum og sé allt að 60000
tn á stærð. Þetta gefur til kynna, að
ákveðnar breytingar í uppbyggingu
sovéska flotans eigi sér stað, til þess að
mæta þörf sovéskra flotadeilda fyrir
flugvélavernd. Án verndar orrustu-
flugvéla geta flotadeildir ekki athafn-
að sig á yfirborði sjávar á stríðstím-
um án þess, að eiga það á hættu, að
verða fyrir loftárásum. Möguleikar
Norðurflotans á því, að athafna sig í
lofti yfir Norður-Atlantshafi án nægj-
anlegs fjölda flugmóðurskipa hafa
aðallega byggst á þeirri forsendu, að
í upphafi ófriðar yrði gerð innrás í
Norður-Noreg og flugvellir og hafnir
þar yrðu notaðar af Norðurflotanum.
Með auknum fjölda sovéskra flug-
móðurskipa á Norður-Atlantshafi
aukast um leið líkurnar á því, að sov-
éski Norðurflotinn hafi bolmagn til
þess, að halda uppi stórfelldum hern-
aðaraðgerðum á og við ísland komi til
hefðbundinna styrjaldarátaka.
9. Á sjálfum Kola-skaganum búa u.þ.b.
900.000 manns. Fyrirutan námavinnslu og
fiskveiðar stundar fólk þetta störf við flot-
astöðvar Norðurflotans. Góðar veg- og
járnbrautarsamgöngur eru til og frá Len-
ingrad. Á Kola-skaganum eru ca. 16
steyptir flugvellir sem geta afgreitt mikinn
fjölda flugvéla. Öflugt herlið er staðsett
þar og það má auka með útkalli og
hervæðingu. Þannig telja Svíar, að 10
sovésk herfylki megi senda yfir Eystra-
saltið á 10 dögum og 3 fallhlífarherfylki
megi senda hvert sem er í Norður-Evrópu
á 1 sólarhring. Að þeirra mati má auka
herstyrk Sovétmanna á Kola-skaganum
um 12-14 herfylki á 10 sólarhringum.
Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að
áhyggjur nágranna okkar út af þeirri upp-
byggingu sem átt hefur sér stað á Kola-
skaganum, eru á rökum reistar. Norður-
flotinn á Kola-skaganum er í dag stærsta
herstöð í heimi. Hann er þess megnugur
að gera árásir á Noreg bæði úr lofti og á
landi og sjó. Hann er einnig megnugur
þess, að gera árásir á Island ef til styrj-
aldarátaka kemur.
10. Meginhlutverk Norðurflotans getur því
verið:
- Að tryggja yfirráð sín yfir Barentshafi
og Kola-skaganum.
- Að tryggja skotsvæði eigin kafbáta.
- Að tryggja samgönguleiðir á sjó í gegn-
um GIUK-hliðið fyrir eigin flotadeildir.
- Að hindra liðs- og birgðaflutninga frá
Bandaríkjunum til Evrópu.
- Að styðja hernaðaraðgerðir í landi.
11. ísland tengist þessum hernaðarumsvifum
á tvennan hátt. í fyrsta lagi er staðsetning
Islands í Norður-Atlantshafi þess eðlis, að
fylgjast má með allri umferð skipa og kaf-
báta um GIUK-hliðið. Það er því einnig
hægt að hindra eða stöðva þessa umferð
með hernaðaraðgerðum. f öðru lagi er ís-
land óhjákvæmilega tengt þeim miklu liðs-
og birgðaflutningum sem fyrirhugaðir eru
frá Bandaríkjunum og Kanada til Evrópu
ef til styrjaldar kemur. Staðreyndin er sú,
að herstyrkur sá sem NATO-löndin hafa
reiðubúinn ef til átaka kemur í Evrópu er
mun minni en tilsvarandi herafli Varsjár-
bandalagsins. Til þess að tryggja varnar-
getu sína í hefðbundinni styrjöld gegn
Varsjárbandalaginu þurfa NATO-löndin
m.a. að senda 1,5 millj. hermanna til Ev-
rópu, 12 millj. tn. af birgðum og 100 millj.
tunnur af olíu. Gert er ráð fyrir því, að
flogið verði með hermennina yfir Atlants-
hafið. Hinsvegar munu birgðaflutningar
og þungaflutningar fara fram með skipum.
í upphafi mun því þurfa 2500 skip tii flutn-
inga, ogsíðar ca. 1000 skip á mánuði. Dag-
lega eru að jafnaði 3000 skip á ferð milli
NATO-þjóða.
12. Hafa verður í huga þá staðreynd, að vega-
lengdir frá Bandaríkjunum og Kanada eru
mun lengri en frá löndum Varsjárbanda-
lagsins til Evrópu, eða ca. 650 km á móti
ca. 6000 km. Það er því lífsnauðsynlegt
fyrir NATO-löndin, að nýta hugsanlegan
viðvörunartíma vel og hefja þessa liðs- og
birgðaflutninga áður en að til styrjaldar-
átaka kemur, því skipaferðir taka langan
tíma.
13. Ef Norðurflotinn á að geta notað hluta af
eldflugakafbátum sínum gegn Bandaríkj-
unum og hindrað eða stöðvað umrædda
liðs- og birgðaflutninga til Evrópu verður
hann að:
(1) Gera innrás á ísland og tryggja eigin
yfirráð yfir höfnum og flugvöllum í
Iandinu
(2) eða að gera árásir á flugvelli og hafnir
í landinu svo að NATO-löndin geti ekki
hagnýtt sér þau til árása gegn Norður-
flotanum.
I hefðbundnu stríði er sá mögulciki fyrir
hendi að Norðurflotinn gcri innrásá Island
ef hann nýtur verndar orrustuflugvéla.
Með því, að hertaka flugvelli í Norður-
Noregi, Suður-Noregi og síðar Islandi, til
eigin nota eða fjölga eigin flugmóður-
skipum getur Norðurflotinn náð því mark-
miði, að rjúfa eftirlits- og aðvörunarkerfi
NATO-ríkjanna og tryggja flugvélavernd
fyrir eigin flota bæði til varnar og árása.
Þannig munu líkurnar á því, að Norðurflot-
inn geti athafnað sig á siglingalciðum og
flugleiðum NATO-ríkjanna í Atlantshafi
aukast að miklum mun. Þessi hugsanlega
hernaðarlega þróun er svo alvarleg, að hún
myndi vafalítið leiða til gagnárásar af hálfu
NATO-ríkjanna á ísland og þann hluta
Norðurflotans sem þar væri staðsettur.
Hinn möguleikinn, að Norðurflotinn geri
árásir á flugvelli og hafnir á íslandi í upp-
hafi styrjaldarátaka er mjög líklegur.
Myndu sl íkar árásir vafalítið skiptast í loft-
árásir með flugvélum af gerðinni
„Badger" (Tu 16) og „Backfire" (Tu-
22M). Báðar þessar flugvélar geta tekið
eldsneyti á lofti og hafa því flugþol að Is-
iandi og til baka til Kola-skagans ef þörf
krefur. Þær eru einnig búnar stýriflaugum
(stand-off missiles) sem skjóta má að
skotmarki úr 300-800 km fjarlægð. Þá
getur Norðurflotinn lagt tundurdufl í
helstu hafnir á íslandi og siglingaleiðir.
Þetta er hægt með því að skjóta tundur-
duflum t.d. út um tundurskeytarör kaf-
báta. Heldur ekki má útiloka starfsemi
skemmdarverkamanna, sem beinst getur
að íslenskum mannvirkjum eins og t.d.
Keflavíkurflugvelli.
Það er mat mitt, að hernaðarleg
markmið og geta Norðurflotans séu svo
bundin því, að ná yfirráðum yfir Norður-
Atlantshafi ef til hefðbundinna styrj-
aldarátaka kemur, að ísland ásamt Nor-
egi muni verða fyrir árásum með tilheyr-
andi eigna og manntjóni. Hversu stórt
það tjón verður, veltur m.a. á vörnum
okkar og viðbúnaði.
12
STEFNIR