Stefnir - 01.07.1984, Qupperneq 13

Stefnir - 01.07.1984, Qupperneq 13
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR Liðs og birgðaflutningar til evrópu ef til styrjaldarátaka kœmi. Með hvaða hætti geta NATO-ríkin svo mætt þessum hernaðarumsvifum Norður- flotans. Með öflugu aðvörunar- og eftir- litskerfi má fylgjast rneð ferðum Norður- flotans og starfsemi á Kola-skaganum. Gegn eldflaugaárás er stuðst við „BMWS“ og „DEW-line“ kerfin svo nokkuð sé nefnt. Til þess að fylgjast með flotadeildum og flugvélum Norðurflotans eru neðansjávarhlustunarkerfi notuð svo og radarar og eftirlitsflugvélar. Island er tengt þessu aðvörunar- og eftirlitskerfi. Má segja, að það sé þýðingarmikið fram- lag landsins til sameiginlegra varna NATO-ríkjanna og stuðli að því, að gera þá fælingu sem felst í ríkjandi ógnarjafn- vægi trúverðugri. Eftirfarandi atriði verður að hafa í huga varðandi þann liðs- afla sem NATO-ríkin hafa til ráðstöfunar í upphafi styrjaldarátaka: (1) Tiltækt herlið NATO-ríkjanna í sam- anburði við Varsjárbandalagsríkin er of lítið og ófullnægjandi til þess að standast langvarandi árásir. (2) Varnaviðbúnaður NATO-ríkjanna byggist því á herútkalli og stórfelld- um liðs- og birgðaflutningum til bar- dagasvæða. (3) Sá liðsafli sem ætlaður eru til notk- unar í NATO-ríkjum með stuttum fyrirvara, kann einnig að verða send- ur til Suður-Atlantshafs, Indlands- hafs eða Miðjarðarhafs. Ef svo ber undir minnkar sá liðsauki sem ætl- aður er NATO-ríkjum samsvarandi. John Wickham „Chicf of Staff U.S. Army“ varar við því í „Time 22. ág- úst 1983“ að Bandaríkjamenn taki á sig meiri fjölþjóðlega hernaðar- ábyrgð en núverandi lið þeirra hafi getu til þess að sinna. (4) Liðs- og birgðaflutningar frá Banda- ríkjununt og Kanada til Evrópu taka langan tíma. Um er að ræða ca. 6000 km vegalengd. Meginhluti þunga- flutninga mun fara fram með skipum. Forsenda þess, að liðs- og birgða- flutningar nái til bardagasvæða í tæka tíð er sú, að þeir hefjist áður en til átaka kemur. Nýting hugsanlegs að- vörunartíma er lykilorð í þessu sam- bandi. 15. Hverjir eru svo helstu varnar- og öryggis- hagsmunir Islendinga í dag? í ljósi þess sem ég hef nú þegar sagt tel ég þessa hags- muni vera eftirfarandi: - Að stjórnvöld landsins framfylgi utan- ríkis- og öryggismálastefnu, sem trygg- ir fullveldi lýðveldisins íslands bæði á sjó og á landi. - Að stjórnvöld geri allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að efla landvarnir svo að mæta megi árásum eða hótunum um árásir á land og þjóð. - Að stjórnkerfið og samfélagið sé gert nægjanlega sveigjanlegt og öflugt til þess, að standa af sér ófrið og hættu- ástand án þess að starfsemi þess riðlist og lamist. 16. Svo má spyrja: Eru þessir hagsmunir í samræmi við ríkjandi utanríkis- og varnar- málastefnu stjórnvalda? Svar mitt mótast af þeirri hernaðarlegu þróun sem átt hefur sér stað á Norður-Atlantshafi síðustu 15 árin. Uppbygging Norðurflotans er óneit- anleg og uggvænleg staðreynd. Þessi þróun sem er hluti að alþjóðlegu ógnarjafnvægi stórveldanna hefur m.a. valdið því, að hcrnaðarlegt mikilvægi íslands hefur auk- ist. Hlutleysi, úrsögn úr Atlantshafsbanda- Áætluð samansetning Norðurflotans. Tegund Fjöldi Eldflaugakafbátar 49 Árásarkafbátar 120 Flugmóðurskip 1 (af 4) Stærri herskip 88 (1000-25000 tn) Minni herskip 135 (50- 1000 tn) Liðs- og birgðaflutningaskip 12 Hjálpar- og birgðaskip 40 Sprengjuflugvélar 85 (Badger, Backfire, Blinder) Eldsneytisflutninga- og könnunarflugvélar 75 (BearF, Mail, Hormone A, Haze A) Flugvélar ætlaðar til kafbáta- hernaðar 115 Flutningavélar 95 laginu og einhliða varnarleysi eru því val- kostir, sem eindregið berað hafna. Núver- andi Utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson hefur margoft ítrekað nauðsyn þess, að hér á landi séu traustar og fullnægjandi landvarnir og að íslendingum beri að taka virkan þátt í öryggis- og varnarmálum landsins. Núverandi stjórnvöld eru fylgj- andi aðild Islands að Atlantshafbandalag- inu og dvöl varnarliðsins hér á landi. Unnið er að endurnýjun og stækkun oíu- geyma og byggingu sprengjuheldra skýla fyrir orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þá hefur nauðsyn þess, að skipta um orrustuþotur frá núverandi F-4E til F-15 borið á góma svo og endurbætur á radar- kerfinu. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar og staðfesta viija stjórnvalda til þess að tryggja varnar- og öryggishags- muni íslands svo langt sem það nær. 17. Sé hinsvegar miðað við umrædda hern- aðarþróun á Norður-Atlantshafi, þar sem hernaðarlegt mikilvægi íslands hefur auk- ist í takt við uppbyggingu Norðurflotans síðastliðin 15 ár-að þá máslá því föstu, að varnarviðbúnaður landsmanna er ekki nógu góður. Með fullri sanngirni má segja það, að íslendingar séu hvorki hernaðar- lega, stjórnmálalega né efnahagslega eða félagslega undir það búnir að mæta nýrri styrjöld skyldi hún skella á. Astæða þessa er vafalaust sú staðreynd, að hér á landi eru engir hermenntaðir sérf- ræðingar innan vébanda stjórnvalda til ráðgjafar og áætlanagerðar. íslendingar hafa engum her á að skipa og umræður um varnar- og öryggismál hafa borið keim af þessum skorti á sérfræðikunnáttu þar til á síðustu árum. Það er í raun óskiljanlegt hversvegna íslendingar taka ekki meiri og virkari þátt í því hernaðarlega mati sem er STEFNIR 13

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.