Stefnir - 01.07.1984, Side 17
FRIÐUR OG FRELSI í 35 ÁR
Leonid Brezhnev.
Leonid Brezhnev sagði í ræðu á tuttugasta
og fjórða flokksþinginu í marslok 1971. „Við
lýsum því yfir að jafnframt því að halda franr
stefnu frelsis og friðar meðal þjóða munu Ráð-
stjórnarríkin halda áfram að stjórna ótrauðri
baráttu gegn heimsvaldastefnu... Eins og áður
munum við styðja án afláts baráttu alþýðunnar
fyrir lýðræði, þjóðfrelsi og sósíalisma.''31
Á svipuðum nótum talaði forseti Ráðstjórn-
arríkjanna Nikolai Podgornu, er hann sagði í
nóvember 1973. „Sovésk alþýða lítur þannig á
að ekki verði náð takmarkinu um réttlátan og
lýðræðislegan heim nema með þjóðernislegri
og félagslegri frelsun alþýðunnar. Barátta
Ráðstjórnarríkjanna fyrir minnkandi alþjóða-
spennu, og fyrir friðsamlegri sambúð ríkja og
stjórnkerfa, þýðir ekki og getur ekki þýtt frá-
hvarf frá stéttarhugmyndum utanríkisstefnu
okkar.“4)
Af þessum tilvitnunum má sjá, hvernig sov-
éskir valdamenn hafa allt frá stofnun Ráð-
stjórnarríkjanna litið á alþjóðleg samskipti. Á
þau hefur verið litið sem þátt í alþjóðlegri bar-
áttu, þar sem markmiðið helur verið að hafa
áhrif á, með einum eða öðrum hætti, eðli og
uppbyggingu annarra samfélaga.
Henry Kissinger fyrrunr utanríkisráðherra
Bandaríkjanna segir í bók sinni White House
Years, að gagnlegt sé að líta á herfræði
Sovétmanna sem „miskunnarlausa henti-
stefnu". Kissinger nefnir ýmis dæmi, sem hann
telur að sanni kenningu sína. Velvildinni sem
Sovétríkin áunnu sér á meðal Vestur-Evrópu-
þjóða í síðari heimsstyrjöldinni var varpað
fyrir róða, þegar sovésk stjórnvöld álitu mikil-
vægara að koma sér upp „virkjum" í Austur-
Evrópu. Þrátt fyrir að SALT samkomulag hafi
verið í sjónmáli á milli stórveldanna hikuðu
Sovétmenn ekki við að styðja Kúbani og leppa
þeirra í borgarastríðinu í Angóla á árunum
1975-1976. Saga Sovétríkjanna sýnir að þeir
vega og meta ákvarðanir sínar í ljósi herfræði-
legs ávinnings. „Að búast við að Sovétmenn
hiki við að nota sér aðstæður sér til frarm iráttar
er algjör misskilningur á sögunnar rás. Að tak-
marka tækifæri Sovétmanna er því grund-
vallandi þáttur í ábyrgð Vesturveldanna. Það
er undir okkur komið hvort tekst að skilgreina
takmark Ráðstjórnarríkjanna'', segir Henry
Kissinger, í bók sinni.'1
Eðli Ráðstjórnarinnar
Andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky, sem
flestir þekkja tekur alls ekki undir þetta. Að
hans dómi stjórnast utanríkisstefna Sovét-
manna ekki af duttlungum. Þvert á móti, megi
sýna fram á að hún sé sjálfri sér samkvæm og
hafi ekki tekið neinum eðlisbreytingum í
áranna rás. „Það er ekki óttinn við innrás eða
eftirköst frá síðari heimsstyrjöld sem hafa
komið Kremlverjum til þess að standa í óform-
legu stríði við heiminn í hálfa öld. Heldur er
það sú skuldbinding þeirra - sem þeir hafa
nefnt fimmta hvert ár á flokksþingum sínum
allt frá upphafi aldarinnar-að styðja „sósíalísk
framfaraöfl og frelsishreyfingar" hvarvetna á
jörðinni", segir hann.61
Flókin heimsniynd
Það er stundum sagt að heimur okkar sé á
marga lund flóknari nú en hann var fyrir nokkr-
um áratugum. Því er vitaskuld heldur ekki að
neita. Hinar öru breytingar sem átt hafa sér
stað hafa krafist endurmats á nrörgu því sem
við álitum svo sjálfsagt og eðlilegt fyrir aðeins
fáum árum eða áratugum. Gömul gildi hafa
horfið, viðmiðanir sem við höfum notað eru
ekki lengur til. Við höfum þurft að endurmeta
afstöðu okkar á skömmum tíma.
Ég hefi áður og á öðrum vettvangi vitnað til
þeirra orða Brzesinski, fyrrum öryggismálaráð-
gjafa Carters forseta Bandaríkjanna, sem
sagði að öld okkar mætti nefna „öld hverful-
Ieikans“.7) Þennan hverfulleika mætti rekja til
tæknibyltingarinnar og þeirra áhrifa sem hún
hefur haft á samfélagið, hugmyndafræði og
lífsviðhorf manna. „Það senr menn hugsa er
nátengt reynsluheimi þeirra", sagði hann. Og
síðar sagði hann einnig. „Trú manna á forn
gildi hefur hrunið ogmenn hafa orðið efagjarn-
ari á allt sem fyrir þá er lagt".
Vitaskuld hefur þessi þróun haft mikil áhrif
í heimi alþjóðamála. Örðugara verður að
reikna út valdahlutföll. Og eins og Kissinger
orðaði það í ræðu 24. janúar 1975 og oft er
vitnað til: „Við erum á leið inn í nýtt tímabil.
Gamlar alþjóðlegar fyrirmyndir eru að hrynja
saman; gömul slagorð hafa tapað merkingu
sinni, gamlar lausnir eru gagnslausar. Heim-
urinn er þannig atj þjóðirnar sem hann byggja
eru háðar hver annarri á efnahagssviðinu, í
fjarskiptum og fólk unt víða veröld hefur sömu
langanirnar".8*
Af þessu má Ijóslega ráða að örðugt hlýtur
alltaf að vera að skilja unr hvað megin átökin í
alþjóðamálum snúast. Þegar ég tala um megin
- átök, þá ég vitaskuld ekki við skærur og mis-
klíð hér og þar, heldur þau átök sem mestu
skipta þegar upp er staðið. Glímuna sem
stöðugt á sér stað á milli ólíkra hugmynda og
stjórnkerfa. Á milli hinna opnu samfélaga
Vesturlanda og hins kommúníska alræðis, sem
Ráðstjórnarríkin eru fyrst og fremst tákn fyrir.
Hvað er alræðishyggja?
Nú er það svo að hugtakið alræðishyggja
hefur oftar en einu sinni verið dregið í efa.
Fjölmargir stjórnmálamenn jafnt og félagsvís-
indamenn hafa dregið í efa vísindalegt nota-
gildi þessa hugtaks. Á það hefur verið bent að
hvergi á jarðarkringlunni fyrirfinnist stjórn-
kerfi, sem telja megi fullkomið dæmi um
alræði.
Þessar mótbárur vega að mínu mati ekki sér-
staklega þungt. Við vitum það öll að í félagsvís-
indunr notum við hugtök sem eiga ekki ná-
kvæma samsvörun í veruleikanum. Hér mætti
t.d. nefna fullkomið markaðskerfi, en erfitt gæti
reynst að finna dæmi í heiminum um það.
Kjarni málsins er auðvitað sá, að þó svo að
ekki séu til samfélög þar sem ríkir fullkomið
frelsi, eða algjört alræði, þá er út í hött að gera
ekki greinarmun á alræðissamfélögum og lýð-
ræðislegum. Og í raun og veru má segja að
bestu dænrin sem við höfunr um alræðisríki
(Ráðstjórnarríkin eða Kína t.d.) eru miklu nær
Vladimir Bukovsky.
„alræðismódelinu" en markaðssamfélögin skil-
greiningu skólabókanna á hinum fullkomna
markaði.
Af þessum sökum hika ég ekki við að tala um
átök á milli lýðræðis og alræðis, þegar ég tala
um ágreining austurs og vesturs. Það eru þessi
átök, sem mestu skipta um gang heimsmálanna
í bráð og lengd, enda eiga í hlut öflugustu her-
veldi heims sem líka teljast fulltrúar ólíkra
pólitískra hugmynda.
Með hugtakinu alræðishyggju meinum við
stjórnkerfi þar sem vald ríkisins nær til allra
þátta samfélagsins og opinber hugmyndafræði
ráðandi valdastéttar ríkir yfir þegnunum. Af
þessu leiðir að alræðisstjórnarfarið nær því
aðeins markmiði sínu að því takist að útrýma
gjörsamlega pólitískri andstöðu.
Ég tel það engum vafa undirorpið að Ráð-
stjórnarríkin og fylgifiskar þeirra í Austur- og
Mið-Evrópu eru alræðisríki í þeim skilningi,
sem ég lagði hér að ofan, í þetta hugtak. Hinu
STEFNIR
17