Stefnir - 01.07.1984, Side 19

Stefnir - 01.07.1984, Side 19
göngu. Sovétmenn spyrja engan að því hvort þeir megi skipta sér af lausn mála, sem varða varðveislu friðarins í heiminum, frelsi og sjálf- stæði alþýðunnar og hina víðtæku hagsmuni lands okkar. Pað er réttur okkar vegna stöðu Ráðstjórnarríkjanna sem stórveldis. Hvenær sem hættulega atburði ber að höndum, hversu langt í burtu sem það er, verður við því búist í gjörvöllum höfuðborgum heimsins að Ráð- stjórnarríkin bregðist við.“l2) Af þessu leiðir að ég er eindregið þeirrar skoðunar, að það ákafa pólitíska trúboð, sem nú er haldið úti á Vesturlöndum og miðar að einhliða afvopnun, sé síst til þess fallið að auka friðarlíkur í heiminum, eða stemma stigu við uppgangi alræðisstjórnarfars í heiminum. Orð Milovan Djilas... Ég tek undir með Milovan Djilas, fyrrum forystumanni í júgóslavneska kommúnista- flokknum, þegar hann segir í grein í breska blaðinu The Times: „Óttinn sem mönnum stafar af kjarnorku- styrjöld, hugsanlegri útrýmingu milljóna manna oggervallri menningunni, á mikinn þátt í því að menn misskilja eðli hins sovéska stjórnarfyrirkomulags. í samanburði við slíka styrjöld virðist mönnum munurinn á Austur- og Vestur-Evrópu litlu varða. Krafa um frið og afvopnun, og krafa um samdrátt og afturköllun kjarnavopna frá Evrópu sýna þennan skilning fólks á kjarnorkustyrjöld. Pólitísk áróðursvél Ráðstjórnarríkjanna notar sér þetta í þágu eigin hernaðarhagsmuna." „Hættan á kjarnorkustyrjöld er viðurstyggi- legur raunveruleiki. En hið sama er að segja um Ráðstjórnarríkin. Á meðan að Ráð- stjórnarríkin eru til, þurfa Vesturveldin að við- halda kjarnorkujafnvæginu, með því að þróa ný kjarnorkuvopn".I3) Tilvitnanir: 1. Til þessarar sögufrægu ræöu hins breska forsætis- ráöherra hefur oft veriö vitnaö. Hér er stuðst við þýðingu þá sem aö Baldur Guðlaugsson og Páll Heiðar Jónsson nota í bók sinni 30. marz 1949, bls. 14 (Reykjavík 1976). 2. V.I Lenin, Selected Works (New York Inter- national Publishers 1943) Vol. 9 pp 242 og 267. Hér er stuöst við ívitnun úr ævisögu Kissingers White House Years, bls. 116 (1979). 3. Kissinger (1979) bls. 117. 4. Kissinger (1979) bls. 117. 5. Kissinger (1979) bls. 119. 6. Vladimir Bukovsky: The Peace Movement & The Soviet Union í bandaríska tímaritinu Com- mentary Vol. 73, númer5, í maí 1982, bls. 25-41. 7. Zbigniew Brzezinski: Between two ages bls. 63- 65 (Penguin Books 1976). 8. Robert O. Keohane og Joseph S. Nye: Power and Interdependence bls. 3. (Little Brown & Company 1977). 9. L. Trotsky: The Revolution Betrayed. 10. Leonard Schapiro: Totalitarianism (Macmillan 1978). 11. Hugmyndum þeirra Peter T. Bauer og Basil Yamey er vel líst í ritgerðum þeirra félaga í bók- inni The First World & The Third World (Uni- versity of Rochester Policy Center Publication (1978)). 12. Þessi ívitnun er sótt í bók breska sagnfræðingsins Robert Conquests, Present Danger (Basil Black- well 1979) bls. 35-36. 13. Milovan Djilas: Why the West must not lower its guard. Greinin birtist í júnímánuði árið 1983. Kinar K. Guðfinns.son lauk B. A. prófi í stjórnmálafræði frá Essexháskóla í Bretlandi 1981. Hann var bladamaður við Vísi 1975-1977. við skrifstofustörf í Bolungarvík 1979-1980 og hefur verið útgerðarstjóri í Bolungarvík frá 1981. Hann var í stjórn SUS 1975-1977. hefur átt sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1981 og verið formaður utanríkis- málanefndar SUS frá 1981. Varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum frá 1979. STEFNIR 19

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.