Stefnir - 01.07.1984, Side 32
ÍSLAND í NORRÆNU SAMSTARFI
Húsið í Vatnsmýrinni. Hvenær rísa slík hús í höfuðborgum hinna norðurlandanna.
félagsrekstur í einu eða öðru formi innan lýð-
ræðis, á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa
haldið fast við óbreytta hætti í viðskiptum, þar
sem framboð og eftirspurn ræður verðlagi,
bankar eru í eigu einstaklinga eða félaga og
ríkisafskipti af viðskiptum almennt þekkjast
ekki. Við höfum haldið okkar stefnu, miðað
við lítið þjóðfélag, sem vill tryggja þegnum
sínum með aðstoð ríkis í einhverjum mæli hin
sæmiiegustu lífskjör. Smæðin er slík að aflist
ekki þetta árið eins og hitt, kemur það beint við
pyngju þegnanna. Hér eru þrír helstu bankar í
ríkiseign, og fjármunum er miðstýrt með þeim
hætti, að þingið er í stórhættu að tapa virðingu
sinni vegna afgreiðslu á skuldaskilum einstakl-
inga, ríkisábyrgða o.sfrv. f>að er því ekki að
sjá að Bandaríkjamenn hafi haft mikil áhrif á
stjórnarhætti á íslandi. Þeir boða ekki að í
löndum sem þeir hafa skipti við skuli taka upp
sömu stjórnarhætti og í Bandaríkjunum. En
þeir telja sig hafa töluvert að verja þar sem lýð-
ræði er annars vegar, og hafa því beitt fjár-
munum sínum og mannafla til varnar vest-.
rænum þjóðum án þess að nokkrar kröfur fylgi.
Þetta er nokkuð öndvert við þann trúboðsstíl,
sem Sovétríkin hafa á sér í samskiptum við
aðrar þjóðir, og kommúnistar, þjónar þeirra,
hafa á pólitískum undraverkum í öllum lönd-
um þar sem þeir starfa, hvort sem þeir vinna
verk sín undir dulnefnum flokka eða beint.
Eins og við berum ekki ábyrgð á stjórnmála-
legum aðgerðum Bandaríkjamanna, bera þeir
ekki ábyrgð á aðgerðum íslenskra ríkisstjórna,
eins og kom m.a. fram í þorskastríðinu.
Bandaríkjamenn hafa ekki seilst til áhrifa í
menningarlífi Islendinga, og það t.d. er ekki
frá þeim runnið að vilja breyta kennsluháttum
í grundvallarfræðum eins og íslandssögunni.
Aftur á móti gáfu þeir okkur styttu af Leifi
heppna. Svo afskiptalausir sem þeir eru um
okkar háttu hefur samt tekist að byggja ein-
hverja Iengstu hryðju þjóðrembunnar, sem hér
hefur riðið húsum á viðhorfum til þeirra, og er
ekki þess að vænta að henni linni á meðan
varnarliðið er hér. En þessi þjóðremba er svo
skrítilega til komin, að þótt hún miði að því að
koma varnarliðinu í burtu og íslandi úr Nato,
miðar hún ekki síður að því að koma hér upp
einskonar Angola-ríki að hætti hinna nýrri
„Iýðvelda“ Afríku undir stjórn kommúnista að
Islandi gengnu úr Nato. Upp frá því mundum
við vita hvað væri þjóðfrelsi og þjóðernis-
hyggja, m.a. með tilliti til endurskoðunar
kennsluefnis í skólunr. Þjóðremban í dag er
svona álíka háð sviptivindum og arfur Stalíns,
enda hafa kommúnistar orðið að éta ofan í sig
svo margar staðreyndir og fagnaðarerindi, að
þá mundi ekkert muna um að skipta um þjóð-
rembu í þágu nýrra stjórnarhátta á íslandi.
Þriðju erlendu áhrifin, sem að okkur stefna,
koma úr skrítinni átt og nokkuð óvæntri. Á
stríðsárunum voru Noregur og Danmörk her-
setin af Þjóðverjum. í báðum þessum löndum
spratt upp öflug andspyrnuhreyfing, að vísu
heldur síðar í Danmörku, og í Svíþjóð höfðu
vinstri menn farið lengi með völd undir forsæti
Tage Erlander, sem ferðaðist í strætisvagni í
vinnuna. Svíar komu líka við sögu stríðsins,
vegna þess að þeir heimiluðu flutning á hráefni
um land sitt til Þýskalands nasistanna. Eftir
stríðið urðu andspyrnuhreyfingar í Noregi og
Danmörku hið nýja pólitíska afl í löndunum.
Þar voru sömu aðilar að verki og t. d. DeGaulle
kvað niður í Frakklandi á fyrstu dögum endur-
heimts frelsis Frakka. Svíar urðu einnig mjög
til vinstri að stríðinu loknu, einkum til að vinna
sig í álit hins volduga sigurvegara í austri, og
sendi jafnvel hópa flóttamanna yfir Eystrasalt
beint fyrir aftökusveitir kommúnista. Þessi
þrjú lönd og síðar Finnland, sem mátti sig
hvergi hræra í stríðslok vegna granna síns, sem
hélt Finnum uppteknum fyrsta kastið við að
greiða stríðsskaðabætur, horfðu til litla íslands
þegar Ijóst varð að íslendingar ætluðu að taka
þátt í vörnum vestrænna þjóða, og gerðu sér
upp kvíða út af þjóðernislegri stöðu lands-
manna, jafnvel amerikaniseringu þeirra, en
henni var logið upp á okkur af Islendingum,
sem áttu vinum að mæta meðal vinstri sinnaðra
stjórnvalda og fyrrum andspyrnumanna á
hinum Norðurlöndunum. I framhaldi af þessu,
og eftir að efnt hafði verið til samstarfs Norður-
landa, þótti hinum vísu mönnum, sem ferðuð-
ust í strætó öllu lengur en ráðherrar í ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974, tími til
kominn að bjarga íslenskunni, sem feður
þeirra höfðu týnt, frá „Guy’s and Doll’s"
mállýsku amerikaniseringar, og íslendingum
frá Unilever sjálfum. Þeir ákváðu að láta
byggja norræna menningarmiðstöð í Vatns-
mýrinni í Reykjavík, fylla hana af sendi-
kennurum, sem voru skólaðir í norrænum sós-
íalisma og vissu hvað íslendingum var fyrir
bestu, en buðu að auki norrænu menningar-
fólki hingað til að flytja okkur fagnaðarerindi
vinstri manna að mestum hluta. Þessi aðgerð
jók mjög vöxt og viðgang kommúnista á Is-
landi, sem bentu á að það væru fleiri en þeir,
sem hefðu fundið sannleikann í Stalín, Ung-
verjalandi og Tékkóslóvakíu, svo dæmi séu
nefnd. Auk þess bjuggust íslendingar við ein-
hverju allt öðru en þeim sendingum sem nor-
rænir menn ástunduðu hingað. En vegna þeirra
andþrengsla, sem sambúðarmálin í Vatns-
mýrinni voru háð, sást ekki út fyrir hringinn, og
upplýsingastreymið frá Norræna húsinu til
hinna Norðurlandanna var einkum á þann veg,
að víst væru íslendingar ameríkaniseraðir, og
þyrftu mikillar norrænnar menningarhjálpar
við. Af þessu hafa margir íslendingar haft
atvinnu alveg fram á þennan dag. Það hlýtur
auðvitað að vera krafa Islendinga, sem telja sig
ekki þurfa á þessari norrænu menningar-
viðleitni að halda sérstaklega, að norrænum
húsum verði þegar komið upp í höfuðborgum
hinna Norðurlandanna. Þessi krafa okkar
byggist á því, að eigi að rekaeinhverja sérstaka
norræna menningarstarfsemi, hljóti að verða
að gera það á öllum Norðurlöndunum jafnt.
Að öðrum kosti beri að líta svo á, að hin
Norðurlöndin hafi haft þá skoðun frá upphafi
að Islandi hafi þurft að bjarga sérstaklega.
Menn eru að vísu þráfaldlega að neita þessari
björgunarþörf á bak við góðverkið. En húsið í
Vatnsmýrinni talar sínu máli.
Þeir sem leggja kapp á að telja kommúnista
til meinlausra manna í íslensku stjórnmálalífi,
hafa fyrir sið að sussa á lýsingar á aðförum
þeirra við að halda íslendingum til menningar,
eins og hér hefur verið getið. Hægri menn vilja
halda hinn gullna meðalveg til grafar, jafnvel
þótt það kosti endalok þess lýðræðis, sem við
búum við. Menn skulu gæta að því að lýðræði
er ekki annað en vinnuplan frjálsra manna,
sem eiga að ganga hinn gullna meðalveg á
meðan að lífsháttum þeirra er ekki sótt með
óviðurkvæmilegum hætti. En um leið og að
þessu lýðræði er sótt með skrumi og lygi eiga
menn hins gullna meðaivegar að standa upp og
28
STEFNIR