Stefnir - 01.07.1984, Side 34
ÍSLAND í NORRÆNU SAMSTARFI
SNJÓLAUG ÓLAFSDÓTTIR:
Stefna íslendinga í
norrænu samstarfi
Frá selningu þings Norðurlandaráðs í Reykjavík 1975.
Það heyrist oft að norrænt samstarf hafi haf-
ist við stofnun Norðurlandaráðs 1952, - og sé
eitthvert undarlegt fyrirbrigði sem stjórnmála-
menn hafi fundið upp til að geta hist og skemmt
sér saman. En norrænt samstarf er miklu eldra
og hefur - ásamt norrænum erjum - verið eins
og rauður þráður gegnum sögu Norðurlanda
um aldaraðir. Samstarf landanna, eins og það
er orðið nú, er sprottið úr jarðvegi þessarar
samofnu sögu, sameiginlega menningararfs,
náskyldu tungna, og ekki síst hins germanska
réttarkerfis. Samstarfið er orðið svo marg-
slungið og á sér stað milli svo margra og
óskyldra aðila að því verður engan veginn
svarað í eitt skipti fyrir öll, hvort íslendingar
hafi markað sér skýra stefnu í þessu samstarfi.
Stefna Islendinga ræðst að sjálfsögðu af því um
hvaða samstarf er að tefla hverju sinni. Þau
kvenréttindafélög, sem halda uppi samstarfi
við systrafélög í norrænum löndum, verða í
því efni að svara fyrir sig og sama gildir um
verkalýðsfélög, iðnrekendur, bændasamtök,
sveitarfélög, öryrkjabandalög og verktaka-
samtök svo að nokkur dæmi séu nefnd um sam-
tök sem halda uppi samstarfi á norrænum vett-
vangi. Markmið samstarfs þessara aðila hlýtur
að vera breytilegt eftir málefnum og frá einum
tíma til annars.
Hið sama má segja um gildi norrænnar sam-
vinnu fyrir Islendinga. Norræn samvinna hefur
ekki sama gildi fyrir alla íslendinga. Fyrir þá
íslendinga, sem vilja ekki hafa náin samskipti
við Norðurlönd, hefur samvinnan auðvitað
harla lítið gildi. Hins vegar hefur hún þó nokk-
urt gildi fyrir þá íslendinga sem sækja menntun
eða atvinnu til nágrannalandanna og þeir eru
ekki fáir. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu
íslands dvöldust í árslok 1981 8.151 íslendingar'
á Norðurlöndum utan fslands. Fyrir þetta fólk
hefur það afar mikla þýðingu að njóta sömu
félagslegu réttinda í þeim löndum, sem það
flyst til, og heimamenn hafa og að eiga jafn-
auðveldan ef ekki auðveldari aðgang að
menntastofnunum. Ekki hefur það síður þýð-
ingu að íslendingar eru nú orðnir aðilar að
sameiginlegum norrænum vinnumarkaði og
sitja því margir starfshópar við sama borð og
heimamenn er þeir leita sér atvinnu annars
staðar á Norðurlöndum. Til þæginda er einnig
að geta notað íslenskt ökuskírteini í öðrum
norrænum löndum, að þurfa ekki að sýna vega-
bréf við komuna þangað, að jtjóta kosninga-
réttar í sveitarstjórnarkosningum og að um-
ferðarlögin, og raunar allt réttarkerfið, skuli
vera svipað því sem við eigum að venjast hér
heima. Það er svo um þessi réttindi, eins og
raunar oftast um árangur norræns samstarfs,
að þau hafa fengist smám saman í litlum áföng-
um. Að baki hverjum áfanga liggur þó mark-
viss vinna og hugsjónir margra sem í farar-
broddi hafa verið. Árangur samstarfsins er og
oft þannig að hann virðist svo sjálfsagður þegar
honum hefur verið náð að við tökum tæpast
eftir því sem áunnist hefur frekar en við veitum
athygli í daglegri önn þeim dýrmætu lýðrétt-
indum sem við njótum á Islandi, þeim munaði
sem aðeins þekkist í litlum hluta heimsins.
Þó að ég hafi í upphafi bent á að norrænt
samstarf sé annað og miklu meira en það starf
sem unnið er innan Norðurlandaráðs er því
starfi, sem fram fer innan vébanda þess, að
þakka öll helstu réttindi, sem Norðurlanda-
búar njóta nú við flutning milli landanna.
Stofnun Norðurlandaráðs
Frá því að hugmyndinni um Norðurlandaráð
var fyrst hreyft, en það var á fundi Norræna
þingmannasambandsins í ágúst 1951, og
þangað til Norðurlandaráð var formlega
stofnað liðu ekki nema níu mánuðir. Má það
teljast stuttur meðgöngutími fyrir stofnun af
þessu tagi. Til undirbúnings hafði verið skipuð
nefnd sem í áttu sæti einn fulltrúi frá hverju
landi. Af hálfu Islands sat þar Sigurður Bjarna-
son frá Vigur, sem þá var forseti neðri deildar
Alþingis. Þegar nefnd þessi lagði fram tillögur
sínar um stofnun Norðurlandaráðs tilkynntu
Finnar að þeir gætu ekki gerst aðilar að ráðinu
vegna afstöðu Sovétríkjanna til þessa
samstarfs. Þeir höfðu hins vegar mikinn áhuga
á aðild, og árið 1955 vár svo komið málum að
Finnar sáu sér fært að gerast aðilar þar eð
Sovétríkin höfðu þá loks fallið frá andstöðu
sinni. Ég get ekki látið hjá líða að minna á, að
við atkvæðagreiðslur um stofnun ráðsins á
sænska ríkisþinginu og á þjóðþingi Dana
greiddu sósíalistar atkvæði gegn aðild að
Norðurlandaráði þar sem þeir töldu tilganginn
vera að koma Svíþjóð og Finnlandi inn í At-
lantshafsbandalagið. Þetta var fremur undar-
leg afstaða, ekki síst vegna þess að utanríkis-
og varnarmál falla utan þeirra málaflokka sem
Norðurlandaráð er bært að fjalla um skv. stofn-
30
STEFNIR